sunnudagur, janúar 14, 2007

af-jólun

að jólaskreyta íbúðina mína í fyrsta skipið var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert í langan tíma(segir kannski meira um leiðindalífið mitt en nokkuð annað). ég gat skreytt eftir mínu höfði á mínum tíma og haft kveikt á seríum lengur en í klukkutíma í senn(eigandi föður sem er eldhræddasti maður veraldar er ekkert gaman í desember). ég valdi litina sjálf og setti allt upp sjálf, negldi meira að segja nokkra nagla í veggi, hjó neðan af jólatrénu sjálf og passaði að það fengi nóg að drekka allt sjálf. og núna í mesta skammdegi ársins er ég neydd af samfélaginu til þess að taka allt fallega fallega dótið niður og setja það í kassa fram á næst ár! lífið er ekki sanngjarnt. ég vil ekki af-jóla íbúðina mína hún verður niðurdrepandi þegar rauður og hvítur bjarmi lýsir hana ekki upp. en ég er samfélgaslega hneigð og því ætla ég að gefast upp og taka niður jóladótið í dag með sorg í hjarta og tár á hvarmi, er einhver sem vill ættleiða lítillega notað jólatré?

föstudagur, janúar 12, 2007

grátur...

og þau fóru. Sibba, andri og áslaug fóru á vit skotanna. vala með nýju kynslóðina til hafnar. lilja á fund fiskanna. marta á fund vitleysinganna. auður, davíð, halla, gyða og aðrir bókmenntafræðingar úr skólanum. eiríkur og bergur á vit vinnunnar. lára til kærastalands og einn situr maður eftir með sárt ennið í skólanum og það eina sem ég vildi að færi kom aftur...kafaldssnjór!
grenjað á gresjunni