föstudagur, mars 31, 2006

að horfa á sjónvarpið er eitthvað sem ég geri meira af en hollt getur talist...ég ætla ekki að hætta því, en ég komst nokkuð nálægt því að vilja aldrei framar kveikja á heittelskuðu sjónvarpinu mínu í gær, á skjá einum voru þeir að sýna beint frá ungfrú reykjavík, jújú það er sossum pirrandi í sjálfu sér að eyða tveim tímum af fínum dagskrá tíma í þessar beyglur(biturð) en þegar að þær tóku að dansa þrjár og þrjár saman við eitthvert hippeti hopp lag þá hélt ég að dagar mínir væru taldir. þetta er með því vandræðalegra sem ég hef séð í íslensku sjónvarp og stelpugreyin sem örugglega hafa ekkert búist við að þurfa að skekja á sér rassin fyrir framan alþjóð voru hreint alveg jafn vandræðalegar. ég held að nýr aumingjahrollur hafi verið fundinn. svo var stelpuafglapinn sem vann alveg kostuleg á svipinn, eins og hreindýr í framljósum! skilið þessum tveimur tímum til baka líf mitt verður aldrei samt.

miðvikudagur, mars 29, 2006

skattaógeðisviðbjóður

laugardagur, mars 25, 2006

það er alveg stórmerkilegt að eyða deginum í smáralindinni, ekki þar með sagt að maður geri það án þess að fá borgað. fólkið sem mætir í smáralindina fallegu klukkan 11 á fallegum laugardagsmorgni þegar sól skín í heiði og maður ætti að sitja í heita potti einhverstaðar úti á landi er ekki í lagi. en það er mjög skemmtilegt að fylgjast með því út um neon upplýstan glugga bodyshop. ég sá elstu konu í heimi labba framhjá á furðugóðum hraða. ég sá mann í wifebeater og stuttbuxum og sandölum með flugstjóragleraugu, hann greip sólina með báðum höndum hélt að það væri komið sumar. ég sá fullt fullt af skemmtilegum útlendingum með bros á vörum sem aðeins fólk sem er ekki í heimalandi sínu getur sýnt. ég sá lítinn strák að þefa upp úr ruslatunnu og verða steinhissa yfir því að lyktin væri ekki góð. ég sá konu með skrýtnar augabrýr og mann með eina alveg eyrnanna á milli. ég sá og hlustaði á konu segja mér frá því að það væri víst til krullukrem í bodyshop jafnvel þó að ég væri búin að sýna henni fram á að það væri ekki satt. ég fékk lífssögu húsmóður sem býr í hafnafirðinum á fimm mínútum, býst við að það hafi verið styttri útgáfan.
ég sá minnsta hund í heimi.

það var ekki mikið að gera í vinnunni

föstudagur, mars 17, 2006

mér hefur löngum þótt alveg nóg um fjölda ofurhetja og hæpið sem er í kringum teikningar/teiknimyndir/bíómyndir með þessu fólki í aðalhlutverki. það er allt saman gott og blessað að fagna því að vitleysingar í allt of þröngum fötum ákveða að bjarga heiminum einn glæpamann í einu en hvers eiga misheppnuðu ofurhetjurnar að gjalda? hver gerir bíómynd um næstumósýnilegamanninn eða skrifar teiknimyndasögu um meðofnæmifyriröllukonuna?
á tímum umburðalyndis ættum við að taka höndum saman og styðja þessar misskildu hetjur, þær eru eins og rauðhærðir: meingallaðir en geta bara ekkert gert að því.

allt vald til minnihlutans

þriðjudagur, mars 14, 2006

mamma mín sokkastelarinn

hmmm ég var að velta fyrir mér upphafi sitthvorsokkurinnveikinnar sem ég hef þjáðst af í nokkur ár og komst að þeirri niðurstöðu eftir vandlega ígrundaðar hugsanir og margar kjánalegar hugmyndir að líklegasta lausnin væri sú að móðir mín er sokkaþjófur! mind jú að það telst kannski ekki þjófnaður ef hún hefur verslað á mig sokkana í einskærri skömm yfir fallegum götóttum sokkum með blúndu á. en enga að síður fékk þessi grunur minn byr undir báða þegar ég flutti burt frá fyrrgreindri móður... ég hef fundið æ fleiri samstæða sokka með hverjum deginum sem líður og býst við að von bráðar hverfi þessi sjúkleiki af fótum mér og við getum minnst þessa daga með bros á vör og tár á hvarmi.

þriðjudagur, mars 07, 2006

í fyrsta skipti í mörg ár entist ég út allan óskarinn bara til þess að sjá hver fengi verðlaunin fyrir bestu myndina. þetta var leiðinleg athöfn með leiðinlegum þakkarræðum og hóstinn var ekkert spes fyndinn og leiðindaliðið var sífellt að gjamma yfir brandarana til þess að útskýra eitthvað sem enginn vill vita. og svo þegar að maður er búinn að fá að vita hver vinnur hitt og þetta hlusta á leiðinda venjulegt fólk sem er ekkert frægt þakka mömmu sinni fyrir stuðninginn og verða fyrir vonbrigðum með akademíuna með val hennar á nær öllu þá galdra þeir ásinn úr erminni og segja mér að leiðindamyndin Crash vinni fyrir bestu myndina á árinu! hún var meira að segja ekki sýnd á árinu! frábært gleði að vaka yfir þessu dóti!


vildi að það snjóaði meira eða kæmi meiri sól, að einhver sem stjórnar þesssu gæti bara ákveðið sig! og að ég myndi hætta að tala svona mikið um veðrið!

fimmtudagur, mars 02, 2006

þetta er ekki dagur daganna.
til að byrja með var ritgerðarpróf í dag og kennarinn minn ákvað að taka af mér glósurnar sem ég hafði gert fyrir ritgerðaprófið, ætli hún haldi að ég hafi svindlað? hún sagðist bara vilja skoða þær í samræmi við ritgerðina mína? það væri nú alveg eftir mér að láta reka mig úr háskólanum vegna svindls og ég fékk ekki einu sinni að svindla almennilega, hent út fyrir asnalegann misskilning töff.

og ofan í það þá gleymdi ég að kaupa árshátíðarmiða, jæja það er alltaf næsta ár. að vera heima á föstudegi að horfa á charmed er ekki svo slæmt er það nokkuð?

og það er allt í drasli heima og ég er ekki með stöð 2 og er alveg dottin úr nágrönnum.

ljóti helvítis dagurinn vona að hann komi aldrei aftur