mánudagur, maí 30, 2005

´bored................

jæja nú er litla systir útskrifuð og engin veisla lengur að undirbúa..... og enn er 1 vika í vinnuna..... hvað á ég af mér að gera ............. hugmyndir eru ótrúlega vel þegnar......
til hamingju helga!

þriðjudagur, maí 24, 2005

Bless bless liljan mín!!

jæja eins og sést hér fyrir neðan er Lilja horfin til Tælands, beyglan sú arna!! Og fékk í dag veður af því að hún hefði sést flaksandi um á fílsbaki strax á fyrsta degi, sumir geta bara ekki tekið lífinu rólega!!
ég var að koma heim frá Kaupmannahöfn og ég verð bara að nefna að Reykjavík er ekki eins spennandi og Köben, og það er barasta ekkert gaman að vera komin heim!! (nema rétt þá tiil að hitta fólk, Íslendingar eru svo ansi skemmtilegir!)
hvað var þetta líka á fimmtudaginn með hana Selmu, ég var í mestu makindum að horfa á þessa keppni fullviss um getu Íslenska lagsins til að komast áfram, ég var umkringd dönum sem voru sama sinnis og svo gerist hörmungin....... Selma komst ekki áfram...... ég gjörsamlega missti andilitið og hef ekki enn fundið hluta af því!!! Þvílík sóun!! Gríska gellan var fín og hún vann alveg sanngjarnlega á laugardeginum en ég hefði viljað sleppa því að sjá gaurinn í bleika jakkanum gaula sig bláan í framan, Selma hefði alveg mátt fá hans pláss......
100 rokkprik til Noregs, þeir voru æði!!!
Hlakka til að sjá þig heima Lilfríður Jóns og stappaðu á svona eins og einni risakönguló í mínu nafni!!

þriðjudagur, maí 10, 2005

hrrrrffffppp

Eihverntímann fyrir ekki svo löngu sagði einhver(þú veist hver þú ert) að við ættum að gera blogg síðu, ég er að því hvar eru þið??

Svona til að segja eitthvað annað........ ég sá Bobby Fisher á röltinu niðri í bæ um daginn, hver leyfði honum eiginlega að koma hingað?? af hverju var sent eftir honum í einkaþotu?? Af hverju sækjum við ekki fleiri "flóttamenn" í einkaþotum??Og eru Íslendingar ekki alltaf að kvarta yfir of miklum innflytjendum á íslandi?? Samt eru allir voða stoltir af því að Bobby Fisher sé hérna?? hvað hefur hann nokkurn tímann gert merkilegt? Spilað skák? Vúúpíí ég get það líka............kannski ekkert sérstaklega vel en ég er að minnsta kosti ekki að taka pólitískar ákvarðanir með skákleik mínum. Við ættum að henda Bobby bleika úr landi og gefa peningana sem það kostaði okkur(eða vin hans) að koma hingað til góðgerðarmála, og hætta svo að kvarta yfir of mörgum innflytjendum!!!Burt með Bobba bleika!!!!!!!!!!!!

laugardagur, maí 07, 2005

Áfengisvíman

í þessari áfengisvímu verð ég að fá að bölva út í heiminn fyrir að auðvelda manni ekki hlutina!! af hverju þarf ég að borga? af hverju þarf ég að læra? af hverju þarf ég að vinna? af hverju þarf ég að gera nokkurn skapaðan hlut yfir höfuð? hvers vegna segir fólk að "til þess að njóta lífsins þarftu að gera eitthvað leiðinlegt (lesa í kaldhæðnistón) ??
Takk vinir fyrir að vera svona áhugaverðir og vekja lukku innra með mér og svo hægri snú!!!

Geðveila mín er snúin aftur....................

föstudagur, maí 06, 2005

Sokkar!!

Mig fýsir að vita hvað verður um alla stöku sokkana sem hverfa í þvottavélinni?? Því var fleygt í eyra mér um daginn að hringir Satúrnusar væru samansettir úr horfnum sokkum?? Fleiri hugmyndir einhver??
Kannski er sokkaþjófur á ferðinni sem er bara með einn fót?? Hann hefur þá verið ansi lengi að án þess að nást!! Og hann er þá búinn að finna hinn fullkomna glæp!!

Geðveila mín ágerist bara...........

miðvikudagur, maí 04, 2005

Geðheilsan

nú er ég búin í prófum og búin að fá geðheilsu mína til baka, þann hluta sem ég átti skilið að fá aftur það er.

og ég verð bara að minnast á þetta : Það er helvítis rigning og rok úti!!! um leið og ég klára prófin!! lífið er eintóm gleði!!

og stelpur hætta nú að hafa ekkert að segja, eina ráðið til að fá mig til að hætta að skrifa svona mikið er að skrifa meira sjálfar.
(svona inni í sviga verð ég líka að nefna að klukkan er ekki orðin 10 að morgni og ég er vöknuð!! það er helvíti skítt svona þegar maður er í prófum! Gleði mín er takmarkalaus.)

sjáiði stelpur hvað síðan er komin með mikið dót?? ég er svo klár ( Reyndar er Þórunn svo klár en ég ætla að hirða creditið! Muhhahahahahhah)
geðheilsa mín er ekki komin til baka

mánudagur, maí 02, 2005

%&$#%&%$#!!!

ég missti það litla vit sem ég hef akkurat núna..........

einhver verður að gefa mér smá af sínu.......................
góða nótt.........zzzzz...

sunnudagur, maí 01, 2005

hmmmm..

Þessi próf eru að gera mig geðveika, og ég hef ekkert leyfi til að kvarta því ég fer bara í eitt!! en ég ætla engu að síður að kvarta fyrir mína hönd sem og allra annarra sem nokkurn tíman hafa verið í prófum!
Prófin eru alltaf á leiðinlegum tíma, ALLTAF! rétt fyrir jól þegar maður verður að vinna meira en venjulega til að eiga fyrir gjöfum handa öllum ættingjum og vinum sem spretta upp um jól! og svo vill maður bara eyða þeim litla frítíma sem maður hefur í að baka smákökur og labba laugaveginn í nístings frosti... en neeeeeeeiiiii þá þarf maður að fara að lesa undir próf, húkandi eins og hæna á priki með bók í hönd (væng) langt fram á nótt til að geta klárað því að nóttin er eini tíminn sem maður hefur!
og svo kemur nýjárið og páskarnir allt voðafljótt að líða (af því ég er orðin svo hundgömul!!) og svo er komið gott veður sól í haga og maður sér sumarið fyrir sér, orðin glöð með að vera komin með sumarvinnu og lífið brosir við 3mánuðir af fríi búmmmmmmmm þú ert núna í prófum vinan, jafnvel þó að fyrsti sólargeislinn sem þú hefur séð í níu mánuði sé úti skalt þú vera inni að lesa undir próf 1000 bls hér 1000 bls þar allt til að passa að þú náir ekki eina sólargeislanum yfir sumarið. Því að um leið og þú ert búin í prófum þá kemur rigningin og þegar það klárast þá já þá koma fluguhelvítin, svo kemur kuldi vetur og allt byrjar aftur! og þið sem eruð algjörar Pollýönnur skuluð ekkert segja mér að ég geti bara lesið úti í sólinni til prófs því það er barasta engin sárabót, fyrir utan að blaðsíður bókanna eru svo hvítar í yndislegum sólargeislum vorsins að ég verð bókstaflega blind og sé aldrei sumar meir!!!!!
þessar línur eru kvartaðar af mér jafnvel þó ég sé bara í 1 prófi, þær eru kvartaðar fyrir ykkur hin sem ekki sjáið ykkur fært að skrifa þessar línur sökum tímaleysis í prófalestri. Góðan lestur og gott sumar, það sem maður fær að sjá af því !!!!!!!!
Inga