mánudagur, janúar 30, 2006

ég er orðin gömul. og eins og það sé ekki nógu slæmt þá er ég líka farlama. bjartir punktar samt flutningur yfirvofandi og verð komin með mitt heimili í lok vikunnar. upplifði líka frægð í svona 3 mínútur áðan. spes. á ennþá eftir 12 mínútur. hvernig stendur á því að konur eiga ekki að vita nokkuð um nokkurn skapaðan hlut, nema ef væri kynlíf og já hvernig íslenskum karlmönnum hefur tekist að klúðra málunum. "bitrir bókmenntafræðinemar sem vilja ekki eignast börn og sakna smokksins!" hvernig væri það sem fyrirsögn? þetta verður ekki fagur lestur hefðum átt að taka með okkur eigið upptökutæki!

það er flóknara en ég hélt að flytja milli húsa, samningur hér og samningur þar umsókn og þinglýsingar! hvernig á maður að vita þetta allt? af hverju er ekki gerð bókin "moving for dummies". ég vil ekki flytja lögheimili mitt, það erof fullorðinslegt. má ég ekki bara vera skráð mitt á milli? þarf ég að eiga þvottavél og vita hvað þinglýsing er? næst er það grafarholtið og slyddujeppinn

föstudagur, janúar 27, 2006

hóst hóst... ég hef fengið ótal kvartanir vegna myndadótsins sem er hér svo hér er nýr myndatengill. hættiði svo að væla........

miðvikudagur, janúar 25, 2006

þá er hann kominn dagurinn.

það hefur lengi legið við að ég sé að verða of gömul. á síðustu árum hef ég misst getuna til margs sökum aldurs og ég er ekki einu sinni skriðin yfir þrítugsaldurinn. ég er hætt að geta drukkið mörg kvöld í röð án þess að finna hið minnsta fyrir því. ég er hætt að geta sofið til 4 án þess að rumska. ég er hætt að fíla He-man. ég kvarta stöðugt yfir verði á hlutum (það er eitthvað sem maður á bara að gera eftir 70). og ég eyddi 10 mín í gær í að tala um veðrið! VEÐRIÐ. þegar maður er orðinn svo uppiskroppa með málefni að maður fer að ræða veðrið í smáatriðum og hafa gaman af þá er maður kominn yfir hlíðina. ég bjóst ekki við þessu strax. ég ætla að fara að anda í bréfpoka. ég fann hrukku! ætli það sé bréfpokinn?

kveðja úr afmælislandi

föstudagur, janúar 20, 2006

grátt

janúar ætlar ekki að standast væntingar mínar. snjórinn kom að vísu en í fylgd með honum kom viðbjóðsleg hálka og svo hláka þannig að núna er allt grátt brúnt og mjög dramatískt. ég held að þegar heimurinn sé grár geti maður ekki annað en verið dramatískur. til að auka á vanlíðan mína hef ég verið að horfa á band of brothers og já ég veit kaninn beint í æð en enga að síður eru þessir þættir æði erfiðir í meltingu og ég verð að viðurkenna að ég hef fellt nokkur tár í áttina að þessum þáttum. til að bæta móralinn skellti ég mér á tónleika í gær. Silla og sunna voru að syngja með Ljamala (veit ei hvernig það er skrifað) að spila undir. fullkomið kvöld fyrir ´þann janúar sem ég tel þennan mánuð geta verið. fullt af fólki og góð tónlist. smá þröskuldur þó að bjórinn kostaði 700 krónur sem að mér finnst ansi blóðugt fyrir einn flatan pilsner.

hamingjan og gröfin á næsta leiti 5 dagar í eftirlaun

mánudagur, janúar 16, 2006

í áframhaldandi tuði mínu út í alla hluti langar mig að grenslast fyrir um hvort einhver viti hver ákvað að breyta VHS í DVD? diskarnir virka barasta ekki. þetta rusl rispast á nokkrum notkunum og ef maður á hin fallega elfunk dvd spilara vill bara spila fullkomna diska gengur ekkert að horfa á þá. það er ekkert meira pirrandi en að vera að horfa á spennandi mynd þegar allt í einu allt frís og upp á skjáinn kemur unable to read disk. ekki minnist ég þess að það hafi komið fyrir þegar maður horfði á venjulega gamaldagsvídeó spólu! og ofan í það hvers vegna er þessum diskum skipt upp í tvö kerfi? til þess að maður geti alveg örugglega ekki horft á diska frá öðrum löndum? eða til þess að maður kaupi einn og verði síðan að kaupa annan vegna þess að hinn er ekki hægt að horfa á nema í fjarkistan! VHs spólur gáfu manni ekki svona mikinn pirring og mér finnst þær bara heillandi stórar... maður getur að minnsta kosti geymt þær eins og maður vill án þess að þurfa pakka þeim inn í bómul í hvert skipti sem þær eru teknar úr hulstrunum helvíti´

ég kíkti upp í Klink og bank í nótt, þeir eru að fara að loka í dag og nýjir eigindur að taka við húsnæðinu. við fórum til þess að skoða leifarnar af stórkostlegri hugmynd og urðum ekki fyrir vonbrigðum. það er ótrúlega gaman að skoða dótið sem skilið var eftir. vonandi finnur einhver sig knúinn til þess að lána þessu brilliant fólki annað húsnæði.

laugardagur, janúar 14, 2006

hver skapaði eiginlega g-strenginn? þetta eru án efa ljótustu nærbuxur sem litið hafa dagsins ljós. nógu slæmt var þetta nú þegar að 18 -25 stelpur voru gangandi í þessu en nú er svo komið að maður er litinn hornauga ef maður hefur ekki áhuga á því að ganga um með spotta uppi í rassgatinu og efni að framan sem lætur vasaklúta fá mikilmennskubrjálæði. þeir eru farnir að framleiða g-strengi fyrir börn... fyrir litlar stelpur.. hérna barnaníðingar gó nuts... og þegar að miðaldra konur fara að ganga í þessu líka ughhhh maður er í mesta sakleysi í einhverjum búningsklefanum lítur upp og langar mest til þess að klóra úr sér augun og fara í minniseyðslu til að losna við sjónina af 65 gamalli konu að troða sér í spotta og pjötlu sem ekki einu sinni er falleg á módelum. nei heyrðu nú gefið mér frekar nærbuxur sem sinna sinni skildu, þekja á manni feitan rassinn og halda sig í burtu frá borunni á manni.
við ættum að stofna undirskrifta lista gegn nærupjötlunni.

fimmtudagur, janúar 12, 2006



það er nýársheitið mitt að vera jákvæð og styðja góð málefni. ég get ekki verið jákvæð það er ekki í blóðinu svo ég verð víst að styðja málefnin, þetta er ágætt losna við DV

miðvikudagur, janúar 11, 2006

hvernig stendur á því að foreldrar ungra barna eru vissir um að allir elski litlu "englana" þeirra? það er nógu slæmt úti í veröldinni en þegar maður er lokaður inni í litlu rými með litla manneskju fyrir aftan sig sem ekki getur hamið sig er eins og helvíti hafi opnast og sé að sýna manni hvað bíður. litli engilinn vælir og vælir hálfa ferðina á meðan að faðirinn sem er að ferðast með því reynir að fá það til að hætta. hann brosir samt stoltur af lungnastærð sonarins og virðist ekki skammast sín hið minnsta að barnið sé að halda fyrir 100 manns vöku og trufla mikið hina 30! þegar að engillinn ákveður síðan að hætta að væla og fara að sofa og allir umhverfis hann anda léttar nei þá ákveður faðirinn að ýta við barninu og vekja það til að fara að syngja! já syngja. barnið vill ekki syngja en faðirinn gerir það enga að síður á fullum hljóðstyrk. þegar nokkrum hundleiðinlegum barnalögum er lokið geispar barnið og býr sig undir að fara að sofa aftur. faðirinn vill það augljóslega ekki heldur rífur barnið upp í "gönguferð um vélina" fáviti! strákanginn labbar því á eftir föður sínum upp og niður ganginn og er augljóslega orðinn jafn pirrraður á honum og við hin og sparkaði í sköflunginn á föðurnum jafnötullega og við hin vildum gera. Eggið að kenna hænunni.

Raunverulegi heimurinn er snúinn aftur

fimmtudagur, janúar 05, 2006

ég beiðist margfaldlega afsökunnar. svo virðist vera að ég hafi gleymt mjög einni manneskju í þessu klukkeríi mínu það var engan vegin viljandi og verður leiðrétt nú þegar:

Auður
1. þú býrð næstum því á Víðimelnum
2.Tarnation
3.vitabar matur þó ég hafi aldrei séð þig borða hann og einungis borðað þar einu sinni sjálf
4.í MH man mest eftir þér í efnafræði hjá Vésteini það er samt ekki fyrsta skiptið sem ég sá þig
5.órangútan kannski jafnvel útaf rauða hárinu
6.hefuru verið ljóshærð?

ég biðst aftur forláts vegna þessara mistaka minna.

þriðjudagur, janúar 03, 2006

hvernig stendur á þessari blogger vitleysu? getur einhver sagt mér það?
allavega loforð er loforð og þetta klukkerí er ekkert að fara so here goes...

Sibba
1. það verslar enginn eins og þú
2. girl from Ipenima
3. hrísgrjónaostabolludjúpsteikingardótið sem ég man ei hvað heitir
4. með hvítan eyeliner í russel peysu með ef þú böggar mig þá.. svip sem engum tekst að leika eftir. í 8bekk
5. lítinn sætan simpansa (veit ekki afhverju sorry)
6. af hverju ertu aldrei í lokuðum skóm?

Már
1. selfyssingar eru ekki eins og þú...
2. idle hands
3. bjór
4. að ganga inn á kvikmyndahátíðarfund, ægilega skerí. hélt þú hefðir villst
5. ekki bamba
6. af hverju kúrekastígvél?

Lára
1. stundvísi er dyggð
2. toggalag og howls moving castle
3. nings rækjur
4. langa stelpan bak við barinn á jónatan sem kynnti sig þrisvar.
5. letidýr með ægilega langar lappir
6. hvenær er jólaglögg?

Áslaug
1. kimonostelpan
2. disco 2000 með pulp
3. bjór já bjór
4. í MH. í líffræðitíma minnir mig þú varst sú eina sem ég kannaðist við. og þá úr rauða herberginu
5. flamingo
6. stinguru þér í sundi?


Davíð
1. perm er ekki smart
2. peaches allt með peaches
3. kjúklingur á prjóni í kokteilpartýi
4. ægilega einbeittur í bókmenntum minnihlutahópa. hélt þú værir mállaus. horfðir á okkur láru eins og við værum að villast
5. markött
6. hvar er restin af otrinum?

Sirrý
1. ich been einen kugelscreber
2. stuðmenn (hmmm ball á nesinu sorry)
3. lambið sem þú gerir svooo vel
4. þegar þú gekkst inn í rauða herbergið og ég þoldi þig ekki. urðum vinkonur 2 mín seinna
5. höfrung
6. er Bogart til sölu?

Sölvi
1. rauðvín hreinsar ekki föt
2. close up
3. rauðvín ekki í glasi
4. útataður í rauðvíni í torfhildarpartý sjá
5. hreindýr
6. drekkuru hvítvín?

þar kom það..

jólabarnið er dáið á ný. jólin búinog ég slpp víst ekki við þau núna... kannski næsta ár.