laugardagur, desember 16, 2006

ég hef misst öll tengsl við venjulegt samfélag, samfélag sem ekki byggist upp á yfirstrikunarpennum og verðlaunum í formi sígarettupása fyrir vel lesinn kafla. í dag keyrði ég í öfuga átt á hringtorgi. í dag keyrði ég á vitlausum vegar helmingi og í dag notaði ég yfirstrikunarpennagreyið hennar mörtu til dauða. í dag er ekki dagur daganna. eins og mér var vel við laugardaga fyrir laugardaginn í dag.

miðvikudagur, desember 13, 2006

fór á bensínstöð um daginn. ekki frásögu færandi en ég fór að velta þvi fyrir mér hversu fallusartengdar bensínstöðvar eru í raun og veru, öll þessi tól sem geymast í götum, bensíndælan ryksugan olídælan rúðupissmælarnir og so on...

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

sorgarbjór og gleðirauðvín

þegar veturinn og haustið ákveða að skipta um stað á almanakinu verða hlutirnir skringilegir. þetta er eins og fullt tungl eða jafnvel blátt fullt tungl! hundar gagga kettir getlta og fólk heldur sig innan dyra.
að labba um götur reykjavíkur í rokrassi með sandinn í augum og saltið á skónum er eitt það haustlegasta sem til er.
SYTYCD eru bjánar sem kusu út uppáhaldið mitt ég grét stórum söltum tárum! og ég ætla að drekkja sorgum mínum í bjór annað kvöld einhver með?
einnig ætla ég að drekka rauðvín í fagnaði fyrir því að vera búin með fyrstu lokaritgerðina mína.
gleðirauðvín og sorgarbjór á morgun?

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Markús Logi Hauksson

nýja nafnið í bænum er Markús Logi, til hamingju með nýja nafnið, bumbi minn og góða ferð austur bið að heilsa mömmu þinni.
litli mjói sæti strákurinn hennar völu fékk nafnið Markús Logi. presturinn var kona sem hefur ekkert breyst frá því að hún fermdi móður barnsins og vinkonur hennar. presturin neyddi okkur til að syngja, hún vissi augljóslega ekki hverjir voru gestirnir í partýinu, hún biður ókunnuga aldrei framar um lag tileinkað jesú. Krúsi svaf allt partýið í fallega dior kjólnum, partýljón í myndun

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

hver segir að það sé ekki hægt að læra eitthvað af bandarískum glæpaþáttum....jesú reis upp frá dauðum er hægt að flokka hann sem zombie?

mánudagur, nóvember 13, 2006

við reykvíkingar höfum alltaf talið okkur trú um að við séum stórborgarar sem búum í borg á heimsmælikvarða. í dag sá ég sönnun að svo sé ekki. við erum í raun sama sveitaþjóðin í litla fiskiþorpinu okkar og við höfum alltaf verið.
ég var að keyra í átt að nýju miklubrautinni og festist þar í umferðarteppu, ég leit á klukkuna og sá að það átti ekki að vera umferðarteppa á þessum tíma. þegar ég komst að staðnum þar sem teppan myndaðist tók ég eftir orsökum teppunnar, gæsahópur, gæsahópur sem augljóslega þurfti að labba í hægðum sínum yfir götuna. ég hef sjaldan hlegið jafnmikið ein með sjálfri mér og hætti einungis að hlægja þegar fólk í næstu bílum var farið að horfa undarlegum augum á mig og taka upp símann til þess líklega að hringja í hvítusloppakarlana. við þá er ég hrædd svo ég hætti að hlægja.
ég var að flaksast eitthvað um í bókahillunni minni í gær og fann Emily the Strange bók sem ég er ekki búin að kíkja á í langan tíma. ég verð að segja að ég var einfaldlega búin að gleyma hversu fabúlus hún er.


til að bæta við ég er í Stefnum í bókmenntafræði og verð að segja að ég hlusta yfirleitt ekki mikið en eitt orð sat þó eftir í síðasta tíma...fallógósentrismi... ekki það að ég viti hvað þetta þýðir. en orð sem maður hefur aldrei heyrt áður eru alltaf skemmtileg svo hérna nú sleppi ég því á ykkur.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

þetta hefur verið stórkostleg helgi, helgi sem mun fara niður í sögunni sem ein af stóru helgunum(ohhh ég kann svo vel að þýða) vala er orðin mamma. eins og lilfríður segir hér að neðan átti vala lítinn strák á laugardaginn. hann er fædddur 11/11 sem er endalaust flottur ammilisdagur. hann er pínkulítill með stórar krumlur og kartöflunef (vala sagði það ég verð að viðurkenna að ég sá það ekki) 13 og hálf merkur og 3350 gr ekki stór en langur og mjór eins og mamman!
hann vildi ekki yfirgefa móður sína og lét hana bíða í tvær vikur fram yfir settan dag, hafði það bara kósí meðan vala var að tryllast. mjög sniðugur ungur maður, pirra móður sína áður en hann kemur í heiminn.
það að einhver sé til í heiminum sem kallar völu mömmu finnst mér með eindæmum skrýtið, svo ekki sé minnst á að völu tókst að framleiða heila persónu meðan við hinar vorum að drekka bjór og vera asnalegar! Vala þú ert hetja. (svo ekki sé minnst á mamma einhvers!)

ég vil bara enda á því að koma því á framfæri að mér finnst drengurinn líkjast mér.

laugardagur, nóvember 04, 2006


Það er laugardagur og óveður.
maður á að vera að dansa í svona veðri

föstudagur, nóvember 03, 2006

ungar konur og tilvistarkreppur

nóvember. þetta ár er að hverfa og hvað hefur maður til þess að sýna að maður hafi lifað árið 2006, ekkert skal ég ykkur segja ekkert. ég las á síðunni hennar auðar að hún og fleiri ungar konur væru í tilvistarkreppu og það kom mér til að hugsa. ekki svo gott. og ég komst að því að ég er lí´ka í eins konar tilvistarkreppa. svo takk dömur gott að uppgötva svona lagað áður en ég verð einbúi í mosó með 67 ketti i vasanum. málið er þannig vaxið að eftir tæplega 3 mánuði verð ég eldri en ég er núna. ég verð gömul og samkvæmt sjálfri mér um 5 ára aldur var sá aldur sem ég nálgast nú aldurinn sem ég yrði gömul. 15ára sjálfið mitt færði aftar það sem ´5ára sjálfið mittt ákvað og nú líður að skuldadögum. 5 ára sagðist ég ætla að vera komin með líf þegar ég væri 20 það er ætlaði að vera komin með vinnu í banka með börn og saumaklúbb og eiga hund. merkilega ætlaði ég að gera þetta allt saman án nokkurar hjálpar. þegar ég varð 15 ára hló ég að 5 ára sjálfinu mínu og seinkaði fullorðins aldri mínum til 25 ára. ég breytti líka áherslunum í þessu fullorðinsfantasíu minni örlítið. ætlaði ekki að vera að vinna í banka og langaði ekki lengur í hund eða börn en eitt átu ég 5 og 15 ára sameiginlegt ég ætlaði svo sannarlega að vera orðin eitthvað og ég ætlaði að gera það sjálf. og núna hef ég þrjá mánuði til að verða eitthvað. ég hef þrjá mánuði til þess að valda sjálfi mínu ekki vonbrigðum og ég hef þrjá mánuði til að drullast til að fullorðnast. ég er ekki viss um að ég nái því. á ég að fresta eins og 15 ára sjálfið mitt og ákveða að verða ekki fullorðin fyrr en 30 ára eða á ég barasta að hætta í þessu skóladubli mínu sækja um í kbbanka og kæta að minnsta kosti sjálfa mig þegar ég var 5 ára?

kannski verð ég fullorðin ef ég drullast til að fara að sofa

miðvikudagur, október 25, 2006

Lára og Eiki

....allt fyrir þig lára mín....

mánudagur, október 23, 2006

worthless friend

ég asnaðist til þess að svara í símann fyrir tveimur vikum þegar leyninúmer var við það að hringja í mig. ekki frásögu færandi. en þegar ég svaraði var á hinni línunni ung kona sem hreiti því út úr sér að ég væri í einhvers konar úrtaki hjá capacent og hvort ég gæti svarað nokkrum spurningum bara örfáar mínútur þið skiljið. af einskærri forvitni hugsaði ég mmm capacent hvað ætli það sé og konan skynjaði hikið mitt og stökk á slagæðina þetta er ekkert mál bara smástund hjálpar okkur ótrúlega mikið og þú getur unnið svona og hins segin verðlaun. jæja hugsaði akkuru ekki kannski er þetta skemmtilegri spurningar en hjá gallup. og svo hófust spurningarnar, þær voru ekkert skemmtilegri en hjá gallup. og eftir um það bil 15 mín af þessu bulli næ ég að spyrja, hvaða fyrirtæki er þetta capacent? þetta er nýja nafnið á gallup segir unga konan að mér finnst skömmustulega. ég hefði átt að skellla á þarna ég þoli ekki gallup en nei ég er veiklunduð og hélt að þetta væri nú að fara að klárast. korteri seinna og 1000 spurningum um hugsanir mínar um byko sem ég hef ekki komið inn í fjölda ára segir unga konan jæja núna ætla ég að spyrja þig nokkrar spurningar sem við notum til úrlausnar á þessari könnun. til úrlausnar hugsaði ég til hvers voru þá allar hinar? er hún að gera grín að mér? þegar ég var orðin úrkula vonar um að sleppa nokkurn tímann aftur úr símanum og viljastyrkur minn og lífsvilji voru brotnir og nær horfnir þá segir þessi nýja vinkona mín. jæja þessu er lokið hvorn vinninginn viltu eiga von á: 5000kr fyrir þig í verslunarmiðstöð eða gefa í þínu nafni 2000 kr til fátækra barna einhver staðar í heiminum. mmmm já hvort vil ég. ég valdi börnin auðvitað mig vantar sossum ekkert. þegar hún var síðan búin að brjóta mig algerlega vílaði hún mig til að skrá mig í eitthvað sem hún kallaði viðhorfshóp. og núna þarf ég að svara 20 mín netkönnunum einu sinni í viku.

er að hugsa um að henda símanum mínum.


vil minnast á það að ég er erworthless friend. til hamingju með ammilið lárus minn og líka eiki ammili sem ég gleymdi. eru þa fleiri? alla vega ég ber við elliglöpum afsakið og til hamingju með hækkandi tölustafi

sunnudagur, október 22, 2006

amilissaungur

þær eiga afmæli í dag
þær eiga afmæli ídag
þær eiga afmæli, nína og marta,
þær eiga afmæli í dag

þær eru 24 ára í dag
þær eru 24 ára í dag
þær eru 24 ára, nína og marta,
þær eru 24 ára í dag.

og þrefalt´húrra fyrir þeim húrra húrra húrra.

fimmtudagur, október 12, 2006

hvernig finnst ykkur þesssi bleiku ósköp hérna? ég er engan vegin viss um að ég höndli þetta öllu lengur! bleik gleði og sykurpúðar eru einungis eitthvað sem ég get feikað í svo og svo langan tíma!

og hver ætlar að nýta sér gjafmildi og gleði þýskunema og koma í risatjald að drekka ódýran bjór í lederhausen og jóðla?

sunnudagur, október 08, 2006

hvernig stendur á því að það eru 7 manneskjur skráðar á þessa guðdómlegu síðu en ég virðist vera sú eina sem á nægilega lítið líf til þess að röfla á þessari síðu? hvar eruð þið dömur og af hverju hafið þið ekkert að segja! finnið tíma ég þarf eitthvað að lesa í þessu leiðindalífi mínu!

kvikmyndahátíðin var að klárast, allaf auðvitað of stutt og endar of hratt. ég er ekki ánægð með hversu fáar myndir ég hef séð en ég hef í það minnsta verið heppin, prinsessa var mjög góð og líka Taxidermia, hún kom líklega mest á óvart. guantanamo vakti mann til hugsunar og viðvera mannanna tveggja jók það hversu hneykslaður maður getur orðið yfir runnabjálfanum.

í hamingjusömum fréttum kláraði ég ritgerð í miklum flýti áðan, var ekki ánægð en tímalaus eins og alltaf, svo kíkti ég inn á netið, stolna heimanetið mitt og sá frétt á uglunni um fallega fallega frestun fram á miðvikudag! nú get ég klárað ritgerðina almennilega. og fréttin við hlið þessarar var sú að það er frí í síðasta tímanum mínum á morgun. all in all góður góður sunnudagur, ekki þunn, góður matur a la mamsa og frestur og frí júbdí þessi bleika síða virðist barasta vera að virka.

skál

mánudagur, september 25, 2006

Hver ætlar að koma á kvikmyndahátíð?


ég ákvað að peppa upp síðuna og gerast hamingjusöm alltaf!

sunnudagur, september 24, 2006

já helgin er búin. mánudagur ógnar manni með þurrkuntuskap og leiðindum. ég hef áður rætt um hatur mitt á g-strengsnærum en það er svo djúpstætt að ég hef ákveðið að ræða þetta enn frekar. hverjum datt þetta í hug? eins mikið og ég vildi geta kennt einhverjum karlfauskinum um þetta er ég nokkuð viss um að einhver kjánakonan hefur fundið upp á þess. konur eru konum verstar. hún hefur litið á tannþráð og vasaklút og ákveðið að spara og búa sér til nærur úr þessu. svo hefur vinkona hennar séð hana í fína dressinu og hugsað mikið er þetta smart og sniðugt, ég get leyft rasskinnunum að hlaupa frjálsar um í buxunum. eins get ég leyft hliðarböndunum að skerast inn í hliðarspikið og gert mig feitari en ella. maður getur litið út eins og bjúga með bandi! mikið er þetta góð hugmynd, ég vil koma þessu á sem tísku og til að tryggja það að þetta sé alveg örugglega óþægilegt fram í fingurgóma ætla ég að setja slaufur, semalíusteina og annars konar skraut alveg við rassboruna svo að það geti rispað rassinn á heimsku konugreyjunum sem asnast til þess að falla fyrir þessu.

til hamingju með ammilið helgipelg og hlöðver 37 og 21 grafarbakkinn bíður!

mánudagur, september 18, 2006

hvað er að íslendingum? er eitthvað í vatninu sem ég missti af?
jú jú gott hjá magna hann var ágætur í þessum rockstarþætti, en er ekki óþarfi að missa sig algerlega þegar manngreyið kemur heim?
það mætti halda að elvis hefði risið upp frá dauðum eins og fólk lét í smáralindinni í gær. ég ætlaði gjörsamlega að sniðganga þessa geðveilu en nei þessu var sjónvarpað og ég "neyddist" til þess að horfa á húsmæður úr borgarfirðinum missa hland þegar magni steig í salinn með sólgleraugu á nefinu í rigningunni á íslandi. manngreyið kemur heim til fjölskyldu sinnar eftir 3 mánaða fjarveru og íveru í sviðljósinu, finnst fólki líklegt að hann vilji koma í smáralindina og gefa 5 ára gömlum börnum eiginhandaráritanir í stað þess að fara heim til konu sinnar og barns og loka sig inni í mánuð! nei við heimtum að hann sýni og horfum svo á hann með aðdáun skekja sig á sviðinu syngjandi sama lagið og hann hefur sungið fjórum sinnum áður! jibbý!
velkominn heim magni

föstudagur, september 15, 2006

já september er hér. sumarið er horfið og venjuleiki vetursins að leggjast yfir mig. sumarið var nú ekkert spes reyndar en það er auðveldara að halda í vonina um gleði í júni en í október. það er augljóslega allt að fara til fjandans eins og svo oft áður. hamingjusamasti maður í heimi er dáinn og kjána grúppíurnar hans eru að skemmileggja fiskinn sem drap hann! já gáfumenni mikil augljóslega, fremjum tegundamorð út af einu skemmdu epli það í anda Irwins! sibbsið og drési eru stungin af til skotlandsins á ný og í þetta skipti ákváðu þau að stela áslaugu með sér! hrpmf. fengum þó lárus til baka þó að hún sé ægilega ástfangin og upptekin.
til að bæta gráu ofan á svart er ég orðin hreint alveg viss um að jónsi í sigurrós sé illmenni! hvert er heimurinn að fara þegar að maður sem lítur jafnsakleysislega út verður vondi gaurinn! ekki það að ég hafi neinar sannanir fyrir því. spænski rannsóknarrétturinn þurfti ekki sannanir ákkuru ætti ég að þarfnast þeirra!
ég vildi að snjórinn kæmi og frost mig vantar frost

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

ég las á bloggi hlunkberts hins fræga að stalkerinn hefði fært sig yfir á tölvuöldina og maður mætti ekki lengur hitta neinn án þess að hafa einhverjar illa fengnar upplýsingar um viðkomandi sem hann/hún/það vill engann veginn að þú vitir. ég að sjálfsögðu var ansi sjokkeruð, sérstaklega þegar ég uppgötvaði að ég hef barasta aldrei prufað að gúgla einn né neinn. ákvað því að prófa. og af vöntun af spennandi fólki í lífi mínu ákvað ég að gúgla gleðidýrið sjálfa mig. það gekk ekki vel. fyrst prufaði ég nafnið á venjulega gúglinu. ekkert. fullt af ingum jónsdætrum og þórum jónsdætrum og allar hafa þær gert eitthvað merkilegt en ekki komma um frábær afrek mín í lífinu! svo ég ákvað að friða egóið, það hlyti að vera ein mynd af mér einhverstaðar ekki satt, maður er nú svo sætur. færði mig á myndagúglið. ekkert það kom reynar ertu viss um að hafa stafað leitarorðið rétt og gæti þetta verið eitthvað annað! egóið er í molum og ég er ekki til í stafrænum heimi.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

bananananas

ég trúi þessu ekki þjófnaður hefur átt sér stað. þeir sem hafa hitt mig í sumar hafa án efa heyrt mig segja orðið bananananas oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þetta fallega orð hefur gjörsamlega tekið yfir heilann minn litla! ég var síðan í sakleysi mínu að skoða fallegu síðuna hennar láru og þar sá ég að einhver hópur fólks hefur skírt bloggið sitt þessu íðilfagra nafni! ég get svvvooo guðsvarið það að ég hélt að þetta orð væri einkafáránleikinn minn en hrfffmp áfram bananananas!

banananas banananas

föstudagur, júlí 28, 2006

þetta hefur verið sumar einangrunnar... ekki af valfrelsi heldur vegna of mikils súrefnis og gífurlegrarleti og þreytu sem ofnotkun þess leiðir til. í þessari einangrunn minni hef ég verið að horfa á myndir sem ég hef ekki séð í dágóðan tíma og notið þess mjög. ég er búin að sjá virgin suicides, gattaca, almost famous og indiana jones myndirnar ásamt mynd barnæsku minnar the good,the bad and the ugly. svo fékk ég líka félagsfælni og skítuga skó í keilu, kannski ekki sumar einangrunnar heldur sumar til að rifja upp unglingsárin!

sá pirates 2 í kvöld með tvíburunum góð einsog við var að búast en minn ástkæri sparrow er fullmikill vondi kall fyrir mig... maðurinn er guðdómur og þó 2 sé alltaf verri en 1 og 3 verst af þeim öllum get ég ekki beðið eftir því þegar guðirnir mætast á skjánum í númer 3 kannski hefur skósólinn fundi´ð nýja köllun og skákar hetju vorri

föstudagur, júlí 07, 2006

ég hef löngum kvartað yfir hækkandi aldri mínum.. en ég er ekki viss um að vanlíðan yfir sífjölgandi árum sé lengur til staðar. ég er umkringd fólki á aldrinum 14-16 alla daga og ég verð að viðurkenna að ég var einfaldlega búin að gleyma því hversu erfitt það er að vera á milli fullorðins og barns. greyin mín geta ekki ákveðið sig hvort ég sé þess virði að umgangast sem hundgömul kerling eða bara alveg ágæt og því koma dagar þar sem umræðurnar eru um allt og maður er spurður spurninga sem engin viti borin manneskja vill svara. næsta dag fær maður undarleg augnatillit og bakinu er snúið í mann. skapið hjá þessum greyjum breytist líka hraðar en veðrið, gott gott vont gott vont vont vont vont og svo framvegis. uggh ég minnist þess ekki að hafa verið svona óákveðin á þessum aldri(ojjj ég er að nota "á þessum aldri" eins og gömul kelling) .. ég man reyndar bara ekkert frá þessum árum einhver....

föstudagur, júní 30, 2006

það eru allir að flytja út frá foreldrum sínum um þessar mundiR betra seint en aldrei. martan er að flytja inn á stúdentagarðana og nanna líka til hamingju fólk! mmm fór að skoða íbúðina hennar mörtu í gær og sótti í leiðinni myndavélina mína sem hefur verið í heimsókn hjá ungri dömu í hálft ár! nýjar myndir af síðasta djamminu sem þessi myndavél var viðstödd er því á myndasíðunni. myndirnar eru frá 13 jan.... geri aðrir betur

miðvikudagur, júní 28, 2006

ég get svo svarið að biturðin minnkar með hækkandi sól og hita. bláminn hverfur einnig og ein og ein frekna stingur sér inn. sífelld innivera er horfin og útivistarveran í mér vaknar. útilega á næsta horni og til hamingju með miðvikudaginn. burtflognar kjánalýs snúa heim í hreiðrið og bjórdrykkja í hádeginu er merki um sól ekki alkahólisma. gleðilegt sumar loksins fólk

þriðjudagur, júní 27, 2006

það er með ólíkindum hvað tímasetningar geta skipt miklu máli. tíminn frá júni fram í september er til að mynda að mínu mati töluvert skemmtilegri en október og febrúar og mars. veit ekki hvers vegna samt. ú ég ætla að kjafta lára er komin heim velkomin heim tútts

föstudagur, júní 09, 2006

hin hliðin

ég hef komist í tæri við dökku hliðar íslands. ég fór mér til mikillar hrellingar í ljós áðan! við gengum þarna inn við systurnar, hún að sjálfsögðu á heimavelli og ég eins og eskimói í afríku! við biðum í röð í þúsund gráðu hita og ég byrjaði að sjá eftir þessari ákvörðun minni! meðan á biðinni stóð hófst ég handa við að skoða fólkið í kringum mig og leið enn meira eins og álfi út úr hól! allir þarna inni voru mjög dökkir á hörund og réðu vel við fyrrnefndann þúsund gráðu hita. ég hins vegar stóð þarna skjannahvít og fallega bleik í framan að kafna úr hita. svo var nafn systur minnar kallað og hún skildi mig eftir meðal ókunnugra og steig í bakherbergið. ég beið þó ekki lengi áður en mitt nafn var öskrað upp og ég hrökklaðist bak við. þar hófst leit mín að klefa nr. 6. ég opnaði sturtur og klósett og skáp áður en nr.6 blasti við mér. þegar í klefann kom stóð upp við vegginn risastór geimskip! eitthvað hafa ljósabekkirnir breyst síðan ég fór síðast. ég lagðist í bekki og setti á mig gleraugun og beið ljósin kviknuðu stiknunin hófst. geimskipið rumdi og humdi og splæsti jafnvel í það að spreyja á mig volgu vatni öðru hverju, góð hugmynd en ekki sú besta án viðvörunnar... fólkið í kring hefur haldið að ég væri að farast, öskrandi í tíma og ótíma. þegar loks slökknaði á bekknum hrökk ég í kút og klæddi mig æddi fram með skónna í hendinni og út í andrúmsloftið, eins og karfi í framan og það eina sem upp úr krafsinu fékkst var bleikara litarraft en áður og handfylli af freknum. og ég er 850 kr fátækari!
það verður langt í næsta tíma! ætli bekkurinn verði enn stærri þá?

miðvikudagur, maí 17, 2006

það er alveg ótrúlegt hversu heimskulegt dagatalið er! af hverju eru 365 dagar og 1/4 í árinu og af hverju eru ekki bara allir mánuðirnir jafnlagnir, við þurfum einhverja heimskulega vísu til þess að muna hvort það séu 31 dagur eða færri í hverjum mánuði og samt tekst manni að verða fyrir vonbrigðum þegar fyrsti er ekki fyrsti heldur 31 og maður er barasta ekkert að fá útborgað! hver stjórnar þessu eiginlega? við ættum bara að hafa mánuðina númeraða frá einum og upp í 12 og þeir væru allir 30 daga. biturð mín minnkar ekkert og ég þoli ekki vorið og þar hafiði það

hvað finnst ykkur svo um glæsimennið Eyþór Arnalds?

mánudagur, maí 08, 2006

sumar sól og stanslaus hamingja bíða mín handan við miðvikudaginn og enga að síður er ég full af reiði og biturð ekki nýtt sossum. ég er viss um að sólin og sumarið verða horfin á miðvikudaginn, sólin kemur ekki aftur í sumar það er ég líka viss um og er ég sitt hér í odda upplýsinganna og horfi út um gluggan í von um að geta að minnsta kosti horft út og notið sólarinnar í glugganum yfir fallegum stíg og grænu grasi eru vinnuvélar skítur og drulla það eina sem ég sé. hljóðin gera mig vitlausa, að minnsta kosti vitlausari og ég er að hugsa um að slá prófinu upp í kæruleysi og hlaupa út í sólina og fá mér bjór. veit samt að ef ég læt undan löngunum mínum myndi rigna eldi og brennisteini og hamingjusama eftirmiðdegið mitt myndi hverfa í snjóstormi.

biturð reiði og vonbrigði lita þessa síðustu daga prófa vonandi er lífið handa miðvikudags betra, vonin er þó þunn

miðvikudagur, apríl 26, 2006

ég hef verið að velta því fyrir mér í langan tíma hvað vantar eiginlega í okkur íslendinga, erum við svona af því að forfeðurnir eru of skildir eða er uppeldið bara svona heimskulegt? við sættum okkur við allan andskotann, látum taka okkur aftan frá af olíurisum og brosum svo framan í heiminn þegar þeir þurfa að borga einn tíunda af illa fengnum gróða sínum í sekt og svo lækkar bensínverðið barasta ekki boffs.
við höfum líka löngum talið okkur trú um að hlutirnir hérna séu svona dýrir vegna þess að það er svo helvíti dýrt að flytja þá inn... af hverju kosta þá helvítis páskaeggin milljóna kall á grammið. og af hverju látum við selja okkur kælt slef í glasi með járnbragði á 600 kr. 600 kr. ég þykist nokkuð viss um að "aumingja" bareigendur þessa lands kaupi ekki bjórbyrgðirnar sínar á 600 kall glasið, ekki einu sinni 60 kall og við brosum bara enn breiðar beygjum okkur framm enn einu sinni. og svo ég haldi nú áfram af hverju lækka gamlir geisladiskar ekki í verði, ég vil ekki kaupa mér 2unlimited disk frá 92 á sama verði og glænýja ofurdiska! (ég vil reyndar barasta ekki eiga 2unlimited)
við vinnum alltof mikið fyrir þessum örfáu aurum sem við svo eyðum í allt allt allt of dýra hluti, já að vera íslendingur er frábært, gerist ekki betra, en við hverju var svo sem að búast af fólki sem kaus davíð oddson yfir sig 100 sinnum í röð.

spurning um að yfirgefa landið eða hlusta á rússneska herforingjann og gera ísland að fangaeyju fyrir hættulegustu glæpamenn heims, segðu þeim að sígarettur kosti 580 kall pakkinn og reyndu svo að lifa það af!

þriðjudagur, apríl 11, 2006

hvað varð eiginlega um þetta ár og kannski bara síðasta ár líka? ég verð orðin 100 ára eða dauð hvort sem kemur á undan áður en ég hef tíma til þess að bregðast við. það er eins gott að einhver ykkar þarna úti finni upp vél til að gera mann ódauðlegann annars kem ég engu í verk framar. hmmm það sem ég gæti gert með ódauðleika ú eða ósýnileika og að geta flogið. er ekki einhver til í að redda þessu bara sem fyrst?

föstudagur, mars 31, 2006

að horfa á sjónvarpið er eitthvað sem ég geri meira af en hollt getur talist...ég ætla ekki að hætta því, en ég komst nokkuð nálægt því að vilja aldrei framar kveikja á heittelskuðu sjónvarpinu mínu í gær, á skjá einum voru þeir að sýna beint frá ungfrú reykjavík, jújú það er sossum pirrandi í sjálfu sér að eyða tveim tímum af fínum dagskrá tíma í þessar beyglur(biturð) en þegar að þær tóku að dansa þrjár og þrjár saman við eitthvert hippeti hopp lag þá hélt ég að dagar mínir væru taldir. þetta er með því vandræðalegra sem ég hef séð í íslensku sjónvarp og stelpugreyin sem örugglega hafa ekkert búist við að þurfa að skekja á sér rassin fyrir framan alþjóð voru hreint alveg jafn vandræðalegar. ég held að nýr aumingjahrollur hafi verið fundinn. svo var stelpuafglapinn sem vann alveg kostuleg á svipinn, eins og hreindýr í framljósum! skilið þessum tveimur tímum til baka líf mitt verður aldrei samt.

miðvikudagur, mars 29, 2006

skattaógeðisviðbjóður

laugardagur, mars 25, 2006

það er alveg stórmerkilegt að eyða deginum í smáralindinni, ekki þar með sagt að maður geri það án þess að fá borgað. fólkið sem mætir í smáralindina fallegu klukkan 11 á fallegum laugardagsmorgni þegar sól skín í heiði og maður ætti að sitja í heita potti einhverstaðar úti á landi er ekki í lagi. en það er mjög skemmtilegt að fylgjast með því út um neon upplýstan glugga bodyshop. ég sá elstu konu í heimi labba framhjá á furðugóðum hraða. ég sá mann í wifebeater og stuttbuxum og sandölum með flugstjóragleraugu, hann greip sólina með báðum höndum hélt að það væri komið sumar. ég sá fullt fullt af skemmtilegum útlendingum með bros á vörum sem aðeins fólk sem er ekki í heimalandi sínu getur sýnt. ég sá lítinn strák að þefa upp úr ruslatunnu og verða steinhissa yfir því að lyktin væri ekki góð. ég sá konu með skrýtnar augabrýr og mann með eina alveg eyrnanna á milli. ég sá og hlustaði á konu segja mér frá því að það væri víst til krullukrem í bodyshop jafnvel þó að ég væri búin að sýna henni fram á að það væri ekki satt. ég fékk lífssögu húsmóður sem býr í hafnafirðinum á fimm mínútum, býst við að það hafi verið styttri útgáfan.
ég sá minnsta hund í heimi.

það var ekki mikið að gera í vinnunni

föstudagur, mars 17, 2006

mér hefur löngum þótt alveg nóg um fjölda ofurhetja og hæpið sem er í kringum teikningar/teiknimyndir/bíómyndir með þessu fólki í aðalhlutverki. það er allt saman gott og blessað að fagna því að vitleysingar í allt of þröngum fötum ákveða að bjarga heiminum einn glæpamann í einu en hvers eiga misheppnuðu ofurhetjurnar að gjalda? hver gerir bíómynd um næstumósýnilegamanninn eða skrifar teiknimyndasögu um meðofnæmifyriröllukonuna?
á tímum umburðalyndis ættum við að taka höndum saman og styðja þessar misskildu hetjur, þær eru eins og rauðhærðir: meingallaðir en geta bara ekkert gert að því.

allt vald til minnihlutans

þriðjudagur, mars 14, 2006

mamma mín sokkastelarinn

hmmm ég var að velta fyrir mér upphafi sitthvorsokkurinnveikinnar sem ég hef þjáðst af í nokkur ár og komst að þeirri niðurstöðu eftir vandlega ígrundaðar hugsanir og margar kjánalegar hugmyndir að líklegasta lausnin væri sú að móðir mín er sokkaþjófur! mind jú að það telst kannski ekki þjófnaður ef hún hefur verslað á mig sokkana í einskærri skömm yfir fallegum götóttum sokkum með blúndu á. en enga að síður fékk þessi grunur minn byr undir báða þegar ég flutti burt frá fyrrgreindri móður... ég hef fundið æ fleiri samstæða sokka með hverjum deginum sem líður og býst við að von bráðar hverfi þessi sjúkleiki af fótum mér og við getum minnst þessa daga með bros á vör og tár á hvarmi.

þriðjudagur, mars 07, 2006

í fyrsta skipti í mörg ár entist ég út allan óskarinn bara til þess að sjá hver fengi verðlaunin fyrir bestu myndina. þetta var leiðinleg athöfn með leiðinlegum þakkarræðum og hóstinn var ekkert spes fyndinn og leiðindaliðið var sífellt að gjamma yfir brandarana til þess að útskýra eitthvað sem enginn vill vita. og svo þegar að maður er búinn að fá að vita hver vinnur hitt og þetta hlusta á leiðinda venjulegt fólk sem er ekkert frægt þakka mömmu sinni fyrir stuðninginn og verða fyrir vonbrigðum með akademíuna með val hennar á nær öllu þá galdra þeir ásinn úr erminni og segja mér að leiðindamyndin Crash vinni fyrir bestu myndina á árinu! hún var meira að segja ekki sýnd á árinu! frábært gleði að vaka yfir þessu dóti!


vildi að það snjóaði meira eða kæmi meiri sól, að einhver sem stjórnar þesssu gæti bara ákveðið sig! og að ég myndi hætta að tala svona mikið um veðrið!

fimmtudagur, mars 02, 2006

þetta er ekki dagur daganna.
til að byrja með var ritgerðarpróf í dag og kennarinn minn ákvað að taka af mér glósurnar sem ég hafði gert fyrir ritgerðaprófið, ætli hún haldi að ég hafi svindlað? hún sagðist bara vilja skoða þær í samræmi við ritgerðina mína? það væri nú alveg eftir mér að láta reka mig úr háskólanum vegna svindls og ég fékk ekki einu sinni að svindla almennilega, hent út fyrir asnalegann misskilning töff.

og ofan í það þá gleymdi ég að kaupa árshátíðarmiða, jæja það er alltaf næsta ár. að vera heima á föstudegi að horfa á charmed er ekki svo slæmt er það nokkuð?

og það er allt í drasli heima og ég er ekki með stöð 2 og er alveg dottin úr nágrönnum.

ljóti helvítis dagurinn vona að hann komi aldrei aftur

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

sól skín í heiði og boðar að það sé sumar á næsta leyti. og mikið er ég fegin, maður getur skriðið upp úr svartnættis púpunni og brosað hamingjusamur út í lífið. leiðindavetur með engum snjó alveg að baki og mál til komið að dusta ryk af sandölum og sólgleraugum. árshátíð handan við hornið og maður veit ekkert hvað skal gera eða í vera. kannski bara grímuball í staðinn.

sibba á leið til láru öfundsýkin alveg að drepa mann og mús og vonandi skemmta þær sér jafnvel og við eigum eftir að gera í allsherjarpartýinu sem við höldum alltaf þegar þær fara af landi brott.

bless sibbiribbit og knús til láru kláru

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

mmm erfið helgi.... hefði ekki átt að djamma held ég svona á leiðinni í próf. gerði nákvæmlega ekkert á sunnudaginn þanngað til móðir mín ástkær sendi handrukkarann sinn að sækja mig í mat vegna þess að hún hafði gert svo stóra máltíð.... ætli hún sé að reyna að senda mér skilaboð... hringjum í Ingu af því eigum svo mikinn mat? mmmm nei kýs að taka því ekki þannig...
hver ákvað að setja kennarana yfir ég bara spyr.. tvö próf í verkefnavikunni? hver stakk upp á því og svo er líka tími á föstudaginn, það er ekki það sem vikan gengur út á. búið að ala mann upp í að fá þessa fallegu fríviku til þess að ná upp bjórdrykkju fyrir páskafrí en neiiii höfum próf og svo annað og svo hmmm tíma.
segjum þessum kennurum upp og fáum okkur öl á þeirra kostnað.

skál fyrir stundakennaranum.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

mér er ekki vel við daginn í dag. ég vaknaði í morgun og hélt að það væri þriðjudagur. ég hélt mér í þeirri veiku von þar til út fyrir húsins dyr var komið og allir löbbuðu um með sykursætt bros á vör og önduðu frá sér bleiku skýi valentínusar. ég hélt áfram að halda í von um venjulegan þriðjudag þar af leiðandi að við erum íslensk og ekki jafn væmin þjóð og margar aðrar. svo fór ég inn í strætó. þar var enn fleira fólk með bleikt bros á vör og bílstjórinn óskaði mér til hamingju með valentínusardaginn. en þar af leiðandi að ég er vongóð og geðgóð ung kona ákvað ég að halda í vonina um venjulega þriðjudag ögn lengur. og fór inn í búð. þar réðst á mig eldri kona og spurði hvað ég hefði fengið í valentínusargjöf. þegar ég hváði og sagði ekkert horfði hún á mig með samúðaraugnaráði og sagði "kannski næsta ár". áður en ég náði að bregðast við var hún horfin inn í ostadeildina. vonin er brotin og þessi þriðjudagur verður ekki venjulegur framar, hans verður minnst sem dagsins þar sem vonin dó.

mánudagur, febrúar 13, 2006

með hverri mínútunni sem líður þar sem í bý fallega pöddufulla húsinu mínu elska ég miðbæinn og tilveruna þar meira. hvar annarsstaðar getur maður legið upp í rúmi og hlustað á rigninguna leka niður skemmdu skemmdu þakrennuna með fallegu fosshljóði. og ef maður þarf ekki að pissa á 7 sekúndna fresti af þessu fallega fosshljóði sjá nágrannarnir um það að vera sífellt á klósettinu. nei annars ég er ánægð með sumarbústaðastemminguna í fallega fallega húsinu mínu og á eftir að eyða löngum stundum þar, með öllum nýju silfurlituðu gæludýrunum mínum.

þetta er skrýtin byrjun á ári, Láran horfin, komin með eigin íbúð, orðin gömul, skil ekki skólann(reyndar ekki svoo skrýtið, og svo ofan á allt annað er bara komið sumar í febrúar. sannir íslendingar vilja ekki sumar í febrúar sérstaklega þegar almennilegur snjóvetur á enn eftir að láta sjá sig.

kveðjur frá öllum pöddunum á bergþórunni

föstudagur, febrúar 10, 2006

það er ekki góð byrjun á fallegum föstudegi að maður drulli sér framúr fyrir allar aldir til þess að labba í grenjandi rigningu niður í skóla! maður er blautur þreyttur svangur og ansi hreint pirraður og svo sest maður niður og er að kafna úr hita og bíður þess að kennarablókin komi... sem gerist ekki! hann mætti ekki í tíma helvískur, rúmið mitt var svo freistandi en ég stóðst freistinguna. hefði betur sleppt því. jukkk vona að bjórinn hjálpi mér að skríða upp í venjulegan pirrileikastöðul

mánudagur, febrúar 06, 2006

burt með silvíu

sunnudagur, febrúar 05, 2006

og ég stel af vitleysing

hah ég vissi alltaf að spandex færi mér vel...

Your results:
You are Spider-Man
Spider-Man
90%
Catwoman
85%
Green Lantern
70%
Wonder Woman
62%
Robin
60%
Iron Man
60%
Superman
55%
Batman
55%
Supergirl
52%
The Flash
50%
Hulk
40%
You are intelligent, witty,
a bit geeky and have great
power and responsibility.
Click here to take the Superhero Personality Test

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

ég stel frá þórunni

heimurinn hefur löngum verið að segja mér að ég sé fúllynd og bitur... en maður trúir engum ekki fyrr en maður fær það sannað í strumpum...



Strumpapróf.

mánudagur, janúar 30, 2006

ég er orðin gömul. og eins og það sé ekki nógu slæmt þá er ég líka farlama. bjartir punktar samt flutningur yfirvofandi og verð komin með mitt heimili í lok vikunnar. upplifði líka frægð í svona 3 mínútur áðan. spes. á ennþá eftir 12 mínútur. hvernig stendur á því að konur eiga ekki að vita nokkuð um nokkurn skapaðan hlut, nema ef væri kynlíf og já hvernig íslenskum karlmönnum hefur tekist að klúðra málunum. "bitrir bókmenntafræðinemar sem vilja ekki eignast börn og sakna smokksins!" hvernig væri það sem fyrirsögn? þetta verður ekki fagur lestur hefðum átt að taka með okkur eigið upptökutæki!

það er flóknara en ég hélt að flytja milli húsa, samningur hér og samningur þar umsókn og þinglýsingar! hvernig á maður að vita þetta allt? af hverju er ekki gerð bókin "moving for dummies". ég vil ekki flytja lögheimili mitt, það erof fullorðinslegt. má ég ekki bara vera skráð mitt á milli? þarf ég að eiga þvottavél og vita hvað þinglýsing er? næst er það grafarholtið og slyddujeppinn

föstudagur, janúar 27, 2006

hóst hóst... ég hef fengið ótal kvartanir vegna myndadótsins sem er hér svo hér er nýr myndatengill. hættiði svo að væla........

miðvikudagur, janúar 25, 2006

þá er hann kominn dagurinn.

það hefur lengi legið við að ég sé að verða of gömul. á síðustu árum hef ég misst getuna til margs sökum aldurs og ég er ekki einu sinni skriðin yfir þrítugsaldurinn. ég er hætt að geta drukkið mörg kvöld í röð án þess að finna hið minnsta fyrir því. ég er hætt að geta sofið til 4 án þess að rumska. ég er hætt að fíla He-man. ég kvarta stöðugt yfir verði á hlutum (það er eitthvað sem maður á bara að gera eftir 70). og ég eyddi 10 mín í gær í að tala um veðrið! VEÐRIÐ. þegar maður er orðinn svo uppiskroppa með málefni að maður fer að ræða veðrið í smáatriðum og hafa gaman af þá er maður kominn yfir hlíðina. ég bjóst ekki við þessu strax. ég ætla að fara að anda í bréfpoka. ég fann hrukku! ætli það sé bréfpokinn?

kveðja úr afmælislandi

föstudagur, janúar 20, 2006

grátt

janúar ætlar ekki að standast væntingar mínar. snjórinn kom að vísu en í fylgd með honum kom viðbjóðsleg hálka og svo hláka þannig að núna er allt grátt brúnt og mjög dramatískt. ég held að þegar heimurinn sé grár geti maður ekki annað en verið dramatískur. til að auka á vanlíðan mína hef ég verið að horfa á band of brothers og já ég veit kaninn beint í æð en enga að síður eru þessir þættir æði erfiðir í meltingu og ég verð að viðurkenna að ég hef fellt nokkur tár í áttina að þessum þáttum. til að bæta móralinn skellti ég mér á tónleika í gær. Silla og sunna voru að syngja með Ljamala (veit ei hvernig það er skrifað) að spila undir. fullkomið kvöld fyrir ´þann janúar sem ég tel þennan mánuð geta verið. fullt af fólki og góð tónlist. smá þröskuldur þó að bjórinn kostaði 700 krónur sem að mér finnst ansi blóðugt fyrir einn flatan pilsner.

hamingjan og gröfin á næsta leiti 5 dagar í eftirlaun

mánudagur, janúar 16, 2006

í áframhaldandi tuði mínu út í alla hluti langar mig að grenslast fyrir um hvort einhver viti hver ákvað að breyta VHS í DVD? diskarnir virka barasta ekki. þetta rusl rispast á nokkrum notkunum og ef maður á hin fallega elfunk dvd spilara vill bara spila fullkomna diska gengur ekkert að horfa á þá. það er ekkert meira pirrandi en að vera að horfa á spennandi mynd þegar allt í einu allt frís og upp á skjáinn kemur unable to read disk. ekki minnist ég þess að það hafi komið fyrir þegar maður horfði á venjulega gamaldagsvídeó spólu! og ofan í það hvers vegna er þessum diskum skipt upp í tvö kerfi? til þess að maður geti alveg örugglega ekki horft á diska frá öðrum löndum? eða til þess að maður kaupi einn og verði síðan að kaupa annan vegna þess að hinn er ekki hægt að horfa á nema í fjarkistan! VHs spólur gáfu manni ekki svona mikinn pirring og mér finnst þær bara heillandi stórar... maður getur að minnsta kosti geymt þær eins og maður vill án þess að þurfa pakka þeim inn í bómul í hvert skipti sem þær eru teknar úr hulstrunum helvíti´

ég kíkti upp í Klink og bank í nótt, þeir eru að fara að loka í dag og nýjir eigindur að taka við húsnæðinu. við fórum til þess að skoða leifarnar af stórkostlegri hugmynd og urðum ekki fyrir vonbrigðum. það er ótrúlega gaman að skoða dótið sem skilið var eftir. vonandi finnur einhver sig knúinn til þess að lána þessu brilliant fólki annað húsnæði.

laugardagur, janúar 14, 2006

hver skapaði eiginlega g-strenginn? þetta eru án efa ljótustu nærbuxur sem litið hafa dagsins ljós. nógu slæmt var þetta nú þegar að 18 -25 stelpur voru gangandi í þessu en nú er svo komið að maður er litinn hornauga ef maður hefur ekki áhuga á því að ganga um með spotta uppi í rassgatinu og efni að framan sem lætur vasaklúta fá mikilmennskubrjálæði. þeir eru farnir að framleiða g-strengi fyrir börn... fyrir litlar stelpur.. hérna barnaníðingar gó nuts... og þegar að miðaldra konur fara að ganga í þessu líka ughhhh maður er í mesta sakleysi í einhverjum búningsklefanum lítur upp og langar mest til þess að klóra úr sér augun og fara í minniseyðslu til að losna við sjónina af 65 gamalli konu að troða sér í spotta og pjötlu sem ekki einu sinni er falleg á módelum. nei heyrðu nú gefið mér frekar nærbuxur sem sinna sinni skildu, þekja á manni feitan rassinn og halda sig í burtu frá borunni á manni.
við ættum að stofna undirskrifta lista gegn nærupjötlunni.

fimmtudagur, janúar 12, 2006



það er nýársheitið mitt að vera jákvæð og styðja góð málefni. ég get ekki verið jákvæð það er ekki í blóðinu svo ég verð víst að styðja málefnin, þetta er ágætt losna við DV

miðvikudagur, janúar 11, 2006

hvernig stendur á því að foreldrar ungra barna eru vissir um að allir elski litlu "englana" þeirra? það er nógu slæmt úti í veröldinni en þegar maður er lokaður inni í litlu rými með litla manneskju fyrir aftan sig sem ekki getur hamið sig er eins og helvíti hafi opnast og sé að sýna manni hvað bíður. litli engilinn vælir og vælir hálfa ferðina á meðan að faðirinn sem er að ferðast með því reynir að fá það til að hætta. hann brosir samt stoltur af lungnastærð sonarins og virðist ekki skammast sín hið minnsta að barnið sé að halda fyrir 100 manns vöku og trufla mikið hina 30! þegar að engillinn ákveður síðan að hætta að væla og fara að sofa og allir umhverfis hann anda léttar nei þá ákveður faðirinn að ýta við barninu og vekja það til að fara að syngja! já syngja. barnið vill ekki syngja en faðirinn gerir það enga að síður á fullum hljóðstyrk. þegar nokkrum hundleiðinlegum barnalögum er lokið geispar barnið og býr sig undir að fara að sofa aftur. faðirinn vill það augljóslega ekki heldur rífur barnið upp í "gönguferð um vélina" fáviti! strákanginn labbar því á eftir föður sínum upp og niður ganginn og er augljóslega orðinn jafn pirrraður á honum og við hin og sparkaði í sköflunginn á föðurnum jafnötullega og við hin vildum gera. Eggið að kenna hænunni.

Raunverulegi heimurinn er snúinn aftur

fimmtudagur, janúar 05, 2006

ég beiðist margfaldlega afsökunnar. svo virðist vera að ég hafi gleymt mjög einni manneskju í þessu klukkeríi mínu það var engan vegin viljandi og verður leiðrétt nú þegar:

Auður
1. þú býrð næstum því á Víðimelnum
2.Tarnation
3.vitabar matur þó ég hafi aldrei séð þig borða hann og einungis borðað þar einu sinni sjálf
4.í MH man mest eftir þér í efnafræði hjá Vésteini það er samt ekki fyrsta skiptið sem ég sá þig
5.órangútan kannski jafnvel útaf rauða hárinu
6.hefuru verið ljóshærð?

ég biðst aftur forláts vegna þessara mistaka minna.

þriðjudagur, janúar 03, 2006

hvernig stendur á þessari blogger vitleysu? getur einhver sagt mér það?
allavega loforð er loforð og þetta klukkerí er ekkert að fara so here goes...

Sibba
1. það verslar enginn eins og þú
2. girl from Ipenima
3. hrísgrjónaostabolludjúpsteikingardótið sem ég man ei hvað heitir
4. með hvítan eyeliner í russel peysu með ef þú böggar mig þá.. svip sem engum tekst að leika eftir. í 8bekk
5. lítinn sætan simpansa (veit ekki afhverju sorry)
6. af hverju ertu aldrei í lokuðum skóm?

Már
1. selfyssingar eru ekki eins og þú...
2. idle hands
3. bjór
4. að ganga inn á kvikmyndahátíðarfund, ægilega skerí. hélt þú hefðir villst
5. ekki bamba
6. af hverju kúrekastígvél?

Lára
1. stundvísi er dyggð
2. toggalag og howls moving castle
3. nings rækjur
4. langa stelpan bak við barinn á jónatan sem kynnti sig þrisvar.
5. letidýr með ægilega langar lappir
6. hvenær er jólaglögg?

Áslaug
1. kimonostelpan
2. disco 2000 með pulp
3. bjór já bjór
4. í MH. í líffræðitíma minnir mig þú varst sú eina sem ég kannaðist við. og þá úr rauða herberginu
5. flamingo
6. stinguru þér í sundi?


Davíð
1. perm er ekki smart
2. peaches allt með peaches
3. kjúklingur á prjóni í kokteilpartýi
4. ægilega einbeittur í bókmenntum minnihlutahópa. hélt þú værir mállaus. horfðir á okkur láru eins og við værum að villast
5. markött
6. hvar er restin af otrinum?

Sirrý
1. ich been einen kugelscreber
2. stuðmenn (hmmm ball á nesinu sorry)
3. lambið sem þú gerir svooo vel
4. þegar þú gekkst inn í rauða herbergið og ég þoldi þig ekki. urðum vinkonur 2 mín seinna
5. höfrung
6. er Bogart til sölu?

Sölvi
1. rauðvín hreinsar ekki föt
2. close up
3. rauðvín ekki í glasi
4. útataður í rauðvíni í torfhildarpartý sjá
5. hreindýr
6. drekkuru hvítvín?

þar kom það..

jólabarnið er dáið á ný. jólin búinog ég slpp víst ekki við þau núna... kannski næsta ár.