föstudagur, júlí 28, 2006

þetta hefur verið sumar einangrunnar... ekki af valfrelsi heldur vegna of mikils súrefnis og gífurlegrarleti og þreytu sem ofnotkun þess leiðir til. í þessari einangrunn minni hef ég verið að horfa á myndir sem ég hef ekki séð í dágóðan tíma og notið þess mjög. ég er búin að sjá virgin suicides, gattaca, almost famous og indiana jones myndirnar ásamt mynd barnæsku minnar the good,the bad and the ugly. svo fékk ég líka félagsfælni og skítuga skó í keilu, kannski ekki sumar einangrunnar heldur sumar til að rifja upp unglingsárin!

sá pirates 2 í kvöld með tvíburunum góð einsog við var að búast en minn ástkæri sparrow er fullmikill vondi kall fyrir mig... maðurinn er guðdómur og þó 2 sé alltaf verri en 1 og 3 verst af þeim öllum get ég ekki beðið eftir því þegar guðirnir mætast á skjánum í númer 3 kannski hefur skósólinn fundi´ð nýja köllun og skákar hetju vorri

föstudagur, júlí 07, 2006

ég hef löngum kvartað yfir hækkandi aldri mínum.. en ég er ekki viss um að vanlíðan yfir sífjölgandi árum sé lengur til staðar. ég er umkringd fólki á aldrinum 14-16 alla daga og ég verð að viðurkenna að ég var einfaldlega búin að gleyma því hversu erfitt það er að vera á milli fullorðins og barns. greyin mín geta ekki ákveðið sig hvort ég sé þess virði að umgangast sem hundgömul kerling eða bara alveg ágæt og því koma dagar þar sem umræðurnar eru um allt og maður er spurður spurninga sem engin viti borin manneskja vill svara. næsta dag fær maður undarleg augnatillit og bakinu er snúið í mann. skapið hjá þessum greyjum breytist líka hraðar en veðrið, gott gott vont gott vont vont vont vont og svo framvegis. uggh ég minnist þess ekki að hafa verið svona óákveðin á þessum aldri(ojjj ég er að nota "á þessum aldri" eins og gömul kelling) .. ég man reyndar bara ekkert frá þessum árum einhver....