miðvikudagur, maí 17, 2006

það er alveg ótrúlegt hversu heimskulegt dagatalið er! af hverju eru 365 dagar og 1/4 í árinu og af hverju eru ekki bara allir mánuðirnir jafnlagnir, við þurfum einhverja heimskulega vísu til þess að muna hvort það séu 31 dagur eða færri í hverjum mánuði og samt tekst manni að verða fyrir vonbrigðum þegar fyrsti er ekki fyrsti heldur 31 og maður er barasta ekkert að fá útborgað! hver stjórnar þessu eiginlega? við ættum bara að hafa mánuðina númeraða frá einum og upp í 12 og þeir væru allir 30 daga. biturð mín minnkar ekkert og ég þoli ekki vorið og þar hafiði það

hvað finnst ykkur svo um glæsimennið Eyþór Arnalds?

mánudagur, maí 08, 2006

sumar sól og stanslaus hamingja bíða mín handan við miðvikudaginn og enga að síður er ég full af reiði og biturð ekki nýtt sossum. ég er viss um að sólin og sumarið verða horfin á miðvikudaginn, sólin kemur ekki aftur í sumar það er ég líka viss um og er ég sitt hér í odda upplýsinganna og horfi út um gluggan í von um að geta að minnsta kosti horft út og notið sólarinnar í glugganum yfir fallegum stíg og grænu grasi eru vinnuvélar skítur og drulla það eina sem ég sé. hljóðin gera mig vitlausa, að minnsta kosti vitlausari og ég er að hugsa um að slá prófinu upp í kæruleysi og hlaupa út í sólina og fá mér bjór. veit samt að ef ég læt undan löngunum mínum myndi rigna eldi og brennisteini og hamingjusama eftirmiðdegið mitt myndi hverfa í snjóstormi.

biturð reiði og vonbrigði lita þessa síðustu daga prófa vonandi er lífið handa miðvikudags betra, vonin er þó þunn