sunnudagur, júlí 31, 2005

Bátafólkið

váá við kíktum í artic rafting í gær, urðum að sína Teis útlendingunum hvernig íslendingar haga sér í vatni!! og gvvvvvuð hvað þetta var gaman!!
Þetta byrjaði nú reyndar á því að bátafólkið hafði bókað allt of marga svo að við lentum í því að þurfa að vera í hundrað ára gömlum flotgöllum í stað últra kool blautbúninga ( ég hef bátafólkið grunað um að hafa ekki viljað sjá mig í leggings!!) en maður sættir sig við allt frá fólkinu sem að er að fara að "bjarga lífi" þínu á leið niður ánna!
Við fórum af stað einna síðust af stað og ég var búin að fylgjast með fólki í fyrstu flúðunum og gera grín af þeim sem duttu út í rétt komnir tvo metra!! ég hefði ekki átt að gera það ;) ... ég datt út í eftir hálfa mínútu og Nína hetjan mín kom mér til bjargar.. ég hló svo mikið að ég gat varla róið meira! æði...
svo fengum við að stökkva af klettum, synda í flúðum, leika jafnvægislistir á blöðrunni og við veltum bátnum og silgdum honum öfugt!! 3 tímum síðar blaut köld og ánægð var komið að landi og þá tók við 15 mínútna gangur upp í móti að húsinu sem hefði alveg mátt sleppa svona blautur með stígvélin full af vatni!
en ég mæli með þessu og sting upp á að við fáum fleiri með næst og gerum þetta að árlegum hlut... það er 12 tíma rafting ferð sem Nína var búin að fá augastað á fyrir næsta skipti allir með ;)

kveðja blauta rottan

sunnudagur, júlí 24, 2005

Kleprahengið

Ég vil bara nefna að þessi sumarbústaða ferð sem farin var núna um helgina var sú besta í manna minnum og ef elstu menn muna lengur skulu þeir bara gera svo vel og gleyma því.
Sólin fór ekki bak við ský nema rétt undir nóttina og þegar við hugsuðum til fallina vina í Reykjavík sem ekki komust sökum anna!! Ykkar var sárt saknað!

En eitt var það sem lærðist nýtt um helgina og það er hversu gott orð orðið kleprahengi er... við þ.e. ég og Steinunn eyddum stórum hluta laugardags að flissa yfir þessu orði en nú spyr ég getið þið sagt mér hvað orðið merkir?? ég veit það og núna veit steinunn það en vitið þið það??

Einnig hefur Sirrý löngum kvartað yfir því að hún hafi ekkert "nick name" innan hópsins, en á þessari helgi gleðinnar var það fundið héðan í frá verður hún ástúðlega kölluð Bremsufarið!! Geri aðrir betur! (Hún er svoooo brún eftir þýskaland íverið að við erum öfundsjúkar þess vegna fær hún þetta gæða nick ekki af því hún er með bremsufar!!)

alla vega vonandi verður þessi helgi endurtekin ár hvert og helst oftar... við komum með áfengi heim hvernig væri að fara aftur um næstu helgi??

Gleðileg jól kveðja páskahænan

fimmtudagur, júlí 14, 2005

enn meiri Höskuldur og Fjalar

Ég vildi bara nýta þetta tækifæri til að þakka auðsýndan stuðning við fæðingu þessarar nýju bloggsíðu. Við stelpurnar erum nýjar í heimi bloggsins og höfum átt í örðugleikum með að stíga okkar fyrstu skref. En tveir ungir menn hafa samt alltaf stutt við bakið á okkur á þessum erfiðu tímum. Í gegnum súrt og sætt hafa þessir drengir verið til staðar fyrir okkur, takk Höskuldur og Fjalar fyrir að bjarga þessari bloggsíðu frá stóru ruslafötunni á himnum. kossar og knús

.... takk líka þið hin

miðvikudagur, júlí 13, 2005

%&$#%&%$#!!!

helvíti, djöfull lífið er búið!!!
nú í hamingju minni hélt að ég væri að komast á lista yfir fólk sem er alveg að fara að fá húsnæði á stúdentagörðum, ég var komin niðurfyrir 20!
Núna sit ég eftir í skítnum með sárt ennið númer 81 á listanum, ég fæ aldrei húsnæði og neyðist til að búa heima hjá m og p alla ævi. Ég mun ekki áfellast ykkur fyrir að hætta að vilja þekkja mig, hver vill þekkja einhvern sem býr heima hjá foreldrum sínum um 40! Núna verð ég að vera atvinnulaus aumingi með hor! það sem stúdentagarðarnir hafa lagt á mig..
Grátúr ....sniff ... vorkenna mér....

föstudagur, júlí 08, 2005

Má ég spyrja hvað í helvítinu gengur eiginlega að okkur Íslendingum að kjósa mann eins og Halldór Ásgríms sem forsætisráðherra??
Maðurinn er fífl, sá einhver viðtalið við hann um sprengingarnar í London?' Umm... já þetta er ekki sambærilegt við 11 september en gott er að bera það saman....... já málsnillingur.... Þetta kemur ekki bara bretum við, það á að hugsa um heiminn í þessu samhengi líka.... já svoldið fljótur að snúa þessu uppa samúð fyrir okkur.... Íslendingar eiga eftir að eiga erfitt með þessar fréttir.... humm já en ekki breta sem búa í London, allt skal vera um okkur aumingja við......

Manninum tókst að snúa sprengju árás upp í einka samúðarstund Íslendinga í 3 setningum, ekkert nefndi hann heldur um að styðja breta eða veita þeim samúð okkar, ekkert var nefnt um Íslendinga sem eru búsettir í London af hans hálfu neiiii bara aumingja við út af þessu.

Samúð mína til London. Hörmungar sem þessar mega ekki kenna hatur.

Hvert fara týndir sokkar?

laugardagur, júlí 02, 2005

Væl

jæja vælukjóar!!!
hér hefur ansi mikið verið vælt um að við séum ekki nógu duglegar að blogga hérna inni!! það vonda við að reyna að laga þetta er að líf mitt er svo ómerkilegt þessa dagana að ég hef ekkert um að skrifa! svo þið sem vælið yfir þessu þið vitið hver þið eruð: takk fyrir að minna mig á hve innantómt líf mitt er og hversu ómerkileg ég og mitt vinafólk er. ég vona að þið sofið vel í nótt þið sem eigið meira líf en ég vitandi vits að þarna úti er einstaklingur sorglegri en þið!! ;)
kveðja bitrasta manneskja sunnan alpanna ( norðan þeirra er víst maður sem er bitrari en ég, ég verð að hitta hann, hann er tvíburasálin mín)
Gleðilegt sumar!!!