föstudagur, október 28, 2005

ég varð bara að deila því með fólki að mér finnst þessi mynd hilaríus..
ég grét mig í svefn í gær. eftir langa og erfiða bið kom loksins að því að kíkja á nýju stopmotion myndina hans Tims Burton... Corpse bride og hún olli miklum vonbrigðum. Lassí var skemmtilegri!
ég get ekki að því gert að gráta mikinn snilling, hans gamla sýn á allt er horfin og eftir situr hollywood krakkamynd. eins mikla von og Charlie and the chocolate factorie skildi eftir í brjósti mínu um gæði Corpse bride brustu þær í gær. vonin liggur í þúsund molum á gólfinu í háskólabíó og ég fæ hana aldrei til baka. ég mun aldrei líta glaðan dag framar og veit að nú fer heimurinn til fjandans Dómsdagur er í nánd!

þriðjudagur, október 25, 2005

þá er kvennafrídagurinn liðinn og 30 ár í næsta. þessi dagur var nú bara góður og blessaður. ég verð að viðurkenna að ég fann til stolts yfir því að vera kona þegar ég sá galvaskar kynsystur mínar ganga niður laugaveginn með sultardropa í nös og baráttuorð á vör. Baráttuorðin hefðu nú mátt vera betri, svona fótboltasöngvar eru ekki alveg málið, en allt í góðu samt.
en ekki fengu allar konur frí. sum fyrirtæki gáfu öllum starfsmönnum sínum frí sem er náttúrulega gott og blessað, jafnréttið þið skiljið. en önnur létu það bara vera, sérstaklega fannst mér um það að konur væru að vinna í afgreiðslu, í sjoppum og á þessum miðbæjarkaffi húsum. og engin virtist kippa sér neitt upp við það. rjóðar konur með frí í vinnunni til að mótmæla launamismuninum pöntuðu kaffi af konum með lægstu launin sem neyddust til að vinna. eitthvað skrýtin mynd það? stelpukindin sem ég keypti af í sjoppunni tjáði mér það að "hún væri í vaktavinnu og hefði ekki tíma fyrir kvennafrídaginn". ég dauðvorkenndi henni og sárskammaðist mín fyrir að versla af henni, bað hana afsökunnar og hef hugsað mér að bjóðast til að vinna fyrir hana á næsta kvennafrídegi. svo að ég er bókuð 24 okt 2035...

en þrátt fyrir þetta var þessi dagur velheppnaður og ég sofnaði með von í hjarta um að við fengjum ef til vill jöfn laun fyrir næsta kvennafrídag.

mánudagur, október 24, 2005

kvennafrídagurinn

í dag er hinn margumtalaði kvennafrídagur. og það er ekkert nema gott mál. það þarf að beina sjónum fólks að því að konur hafa 44%lægri laun en karlar. en ég lenti í umræðum um þetta í morgun við vinkonu mína og við sömdum þá kenningu að karlar hefðu þetta hærri laun vegna fimmta útlimsins hver maður getur séð að fimm vinna meira en fjórir ekki sattt? og þá datt okkur í hug að við konur gætum grætt á okkur handlegg og þá væri málið leyst. handleggsígræðsla hlýtur að vera einfaldari en kynskipti aðgerð! valt þá upp mikilsverð spurning sem ég ýti yfir á ykkur : eru brjóst útlimir? erum við þá með 6 útlimi og ættum að hafa meiri laun en karlar! þá höfum við eitthvað að kvarta yfir! ég spyr því aftur Eru brjóst útlimir?

sunnudagur, október 23, 2005

úfff

já þetta var erfið helgi, djamm bæði föstudag og laugardag... ég er gömul kona og svona er erfitt fyrir mig!! furðuleg kvöld bæði og ég leyfi bara myndunum að tala sínu máli....
RITSKOÐAÐ

föstudagur, október 21, 2005

önnur helgi... hvernig er þetta eiginlega er það bara ég eða eru vikurnar að hlaupa fram hjá? Það var febrúar í gær og nú er október að verða búinn, sér enginn neitt rangt við þetta...við verðum eldri með hverri mínútunni og höfum ekki einu sinni tíma til að njóta þess að fá hrukkur vikurnar fljúga svo hratt fram hjá.
Annars ekki að kvarta, önnur helgi er alltaf gott...

miðvikudagur, október 19, 2005

bless bergur

Bergur litli er farinn á vit ævintýranna í Tælandi. Bless bless Murkur minn og góða skemmtun ég kveð með tár á hvarmi og öfund í hjarta. Liljan mín við knúsum þig þanngað til hann kemur aftur. Öl í kvöld skál fyrir Murki.

Í algjörlega ótengdum hlutum---- ég byrja allar svona innfærsludót á jæja, of nota þetta orð líklega bæði á prenti og í máli verð að bæta það, svo lengi lærir sem lifir. eða er það öfugt svo lengi lifir sem lærir? drepst maður þá ef maður neitar að læra nokkurn skapaðan hlut? einhver til í að prófa? nei líklega er það hinseigin...

jæja...
Bless Murkur drauma okkar!

mánudagur, október 17, 2005

ég hef gaman að bíómyndum... það er sossum ekki leyndarmál að ég hef gaman að asnalegum myndum. Skemmti mér iðulega mjög vel yfir einhverri kjánamyndinni um ekkert, mynd sem ég gleymi hvað var um 7 sekúndum eftir að þær enda. En þær skemmta mér vel í þessa tvo tíma svo ég kvarta ekki yfir því en hvernig getur það verið að við séum orðin svo firrt að þeir eru að gera fleiri og fleiri kvikmyndir eftir tölvuleikjum, eins og þessari af hverjum megum við ekki bara hafa eðlilega þróun á hlutunum og fá tölvuleikinn eftir á?? hvernig vitum við hvort kom á undan... nógu slæmt er að geta ekki lengur fengið fólk til að lesa bækur því að bráðum kemur kvikmyndin og þá þurfa heilalausir meðborgarar mínir ekki að erfiða of mikið. Ok ef einhver er í skýunum yfir þessari þróun vinsamlega ekki segja mér frá því.. heimstyrjaldir hafa hafist af minna tilefni!

p.s. það er mánudagur, helgin var erfið og ég er pirruð og bitur þ.e. meira en venjulega....


ljós punktur það var partý gleði um helgina, takk fyrir það Marta og Sirrý, Mojito eru nýji fjólublár og appelsínugulur og bara allir litir

bara frægt fólk "má" vera með sólgleraugu í myrkri.
mmmmm...spongebob er flottastur

föstudagur, október 14, 2005

jæja af gefnu tilefni(og þrýstingi) takk Davíð fyrir að koma myndunum hérna inn. Ég er fatlafól á tölvur og get engan veginn bjargað mér neitt svo gott að hafa tölvugúrú(a.k.a. nörd) sér til aðstoðar....

nei í fyllstu alvöru Takk heimurinn þakkar þér


vil líka taka pláss til að óska hinni stórgóðu Láru til hamingju með daginn, og það á ekki verri degi en föstudegi sem kellan verður 22 stórgóður aldur það. Frétti frá ónefndum aðilum að Usher ætti líka ammili í dag en hann fær eigi hamingjuóskir frá mér enda Lára mun merkilegri!! Gleðilegt ammili Lárus afi
jæja myndir loksins komnar inn á þessa síðu! reyndar er þetta allt í einhverju hassi, allar möppur skringilega merktar og aðalmappan heitir london sem hún átti alls ekki að heita en svona yfirgripsmikil er tölvukunnátta mín að ég get ekki breytt þessu!

ég varð þeirrar lukku aðnjótandi að fara í hádegismat með Láru Kláru fyrir nokkru síðan. Í miðri máltíðinni þurfti ég að pissa sem er nú ekki frásögu færandi nema að á leiðinni á klósettið datt mér dálítið í hug. Við vorum inn á Apótekinu og þar er ansi erfitt að finna klósettið og þá datt mér hug hvort að staðir Reykjavíkurborgar mældu gæði sína á því hversu erfitt er að finna klósettið, því erfiðara, því fínni staður. jú sjáiði til, fyrst á svona fínni stað þarf maður yfirleitt að leita að hurðinni á klósettið sem að nær undantekningarlaust er falið bak við einhvert fatahengið eða barinn. Þá taka við ótal gangar og stigar með skiltum sem lofa því að klósettið sé á næsta horni. Þegar maður hefur gengið í nokkurn tíma og er orðinn nokkuð langeygur eftir klósetti finnur maður að lofthæðin lækkar og rakin eykst til muna, maður er kominn ofan í kjallara. Kjallara þar sem dvergur ætti í erfiðleikum með sig hvað risi líkt og ég...
þegar loks maður eygir hurð er það undantekningarlaust einhver krúttleg mynd framan á sem bendir til þess að karlmenn létti á sér innan þessarar hurðar. svo við konur örkum ögn lengra og myndin segir að sem kvenkyns megi ég ganga inn og ljúka mínum verkum. þegar inn á klósettið kemur er harkaleg breyting á umhverfi, það sem áður var saggalegur kjallari fram á gangi er nú orðið draumur innanhúsarkitektúrsins, nýjasta nýtt í baðvarningi. Ekki þar með sagt að nýtingin sé góð enda skiptir útlitið öllu ekki satt. klósettin í nýtískulit ( mér er sagt að fjólublátt sé nýji appelsínuguli) og vaskarnir svo flóknir að ekki öllum er gert að kveikja á þeim. eitthvert listaverkið er þarna inni og tekur upp mest plássið enda þurfum við list þegar við sitjum á klósettinu. speglarnir eru ógurlega flottir en maður getur yfirleitt ekki nýtt þá, tískan fyrirbyggir hentugleikann. Svo þegar maður hefur lokið sér af tekur við göngutúrinn til baka.. þegar að borðinu kemur situr langeygur vinur manns og spyr hvað varstu eiginlega að gera þarna niðri.. þú varst svo lengi í burtu...

næst pissa ég úti, það tekur styttri tíma....

laugardagur, október 08, 2005

octobrrrrrfest

já í gær var svo oktoberfest. Helvíti gaman haaaa? Mér finnst að við ættum að gefa þýsku nemum verðlaun fyrir þetta partý? eina fólkið sem nennir að standa í að halda partý fyrir alla háskólanemana gott framlag í bjórsarpinn það...
þetta var kannski pínku troðið og með pínku þá meina ég að ég gat ekki dregið andann án þess að fá hárið á einhverri skutlunni upp í nefið, ekki að það sé vondur hlutur en mig vantar súrefni mun meira. vonir mínar glæddust þegar ég sá að fólkið hafði náð á einhvern undraverðan hátt í sæti, hverjum þau sváfu hjá til að ná í þetta forláta borð veit ég ei en allavega þurfti ég ekki lengur að anda að mér hári sem er alltaf gottt mál.tónlistin á þessu shindiggi var alveg með eindæmum góð, og ég hitti marga drauga úr fortíðinni sem er líka gott mál. fullt af bjór, fékk meira að segja forláta krús til eignar, svo að ef á allt er litið var þetta bara ansi gott partý.
svooo ákvað ég að labba heim! það var ekki góð hugmynd! ég kann ekkert að labba heim yfir þessa vegavinnu maniu jafnvel þó að mér hafi verið leiðbeint oftar en einu sinni. svo að ég óð drullu og sand upp í nára, synti í pollum á stærð við haf og þurfti að brjóta ísinn með nefinu til að komast áfram. þegar upp úr pollinum var komið var stóór gjóta fyrir framan mig sem ég þurfti að klifra ofan í og upp úr aftur, stökk svo yfir læk og komst yfir hindranir margar alltaf með bjórkrúsina í hendinni, svo er sagt að ungdómurinn kunni ekki að bjarga sér! ævintýri vikunnar lokið ;) Áfram Þýskunemar