laugardagur, desember 16, 2006

ég hef misst öll tengsl við venjulegt samfélag, samfélag sem ekki byggist upp á yfirstrikunarpennum og verðlaunum í formi sígarettupása fyrir vel lesinn kafla. í dag keyrði ég í öfuga átt á hringtorgi. í dag keyrði ég á vitlausum vegar helmingi og í dag notaði ég yfirstrikunarpennagreyið hennar mörtu til dauða. í dag er ekki dagur daganna. eins og mér var vel við laugardaga fyrir laugardaginn í dag.

miðvikudagur, desember 13, 2006

fór á bensínstöð um daginn. ekki frásögu færandi en ég fór að velta þvi fyrir mér hversu fallusartengdar bensínstöðvar eru í raun og veru, öll þessi tól sem geymast í götum, bensíndælan ryksugan olídælan rúðupissmælarnir og so on...