þriðjudagur, febrúar 28, 2006

sól skín í heiði og boðar að það sé sumar á næsta leyti. og mikið er ég fegin, maður getur skriðið upp úr svartnættis púpunni og brosað hamingjusamur út í lífið. leiðindavetur með engum snjó alveg að baki og mál til komið að dusta ryk af sandölum og sólgleraugum. árshátíð handan við hornið og maður veit ekkert hvað skal gera eða í vera. kannski bara grímuball í staðinn.

sibba á leið til láru öfundsýkin alveg að drepa mann og mús og vonandi skemmta þær sér jafnvel og við eigum eftir að gera í allsherjarpartýinu sem við höldum alltaf þegar þær fara af landi brott.

bless sibbiribbit og knús til láru kláru

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

mmm erfið helgi.... hefði ekki átt að djamma held ég svona á leiðinni í próf. gerði nákvæmlega ekkert á sunnudaginn þanngað til móðir mín ástkær sendi handrukkarann sinn að sækja mig í mat vegna þess að hún hafði gert svo stóra máltíð.... ætli hún sé að reyna að senda mér skilaboð... hringjum í Ingu af því eigum svo mikinn mat? mmmm nei kýs að taka því ekki þannig...
hver ákvað að setja kennarana yfir ég bara spyr.. tvö próf í verkefnavikunni? hver stakk upp á því og svo er líka tími á föstudaginn, það er ekki það sem vikan gengur út á. búið að ala mann upp í að fá þessa fallegu fríviku til þess að ná upp bjórdrykkju fyrir páskafrí en neiiii höfum próf og svo annað og svo hmmm tíma.
segjum þessum kennurum upp og fáum okkur öl á þeirra kostnað.

skál fyrir stundakennaranum.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

mér er ekki vel við daginn í dag. ég vaknaði í morgun og hélt að það væri þriðjudagur. ég hélt mér í þeirri veiku von þar til út fyrir húsins dyr var komið og allir löbbuðu um með sykursætt bros á vör og önduðu frá sér bleiku skýi valentínusar. ég hélt áfram að halda í von um venjulegan þriðjudag þar af leiðandi að við erum íslensk og ekki jafn væmin þjóð og margar aðrar. svo fór ég inn í strætó. þar var enn fleira fólk með bleikt bros á vör og bílstjórinn óskaði mér til hamingju með valentínusardaginn. en þar af leiðandi að ég er vongóð og geðgóð ung kona ákvað ég að halda í vonina um venjulega þriðjudag ögn lengur. og fór inn í búð. þar réðst á mig eldri kona og spurði hvað ég hefði fengið í valentínusargjöf. þegar ég hváði og sagði ekkert horfði hún á mig með samúðaraugnaráði og sagði "kannski næsta ár". áður en ég náði að bregðast við var hún horfin inn í ostadeildina. vonin er brotin og þessi þriðjudagur verður ekki venjulegur framar, hans verður minnst sem dagsins þar sem vonin dó.

mánudagur, febrúar 13, 2006

með hverri mínútunni sem líður þar sem í bý fallega pöddufulla húsinu mínu elska ég miðbæinn og tilveruna þar meira. hvar annarsstaðar getur maður legið upp í rúmi og hlustað á rigninguna leka niður skemmdu skemmdu þakrennuna með fallegu fosshljóði. og ef maður þarf ekki að pissa á 7 sekúndna fresti af þessu fallega fosshljóði sjá nágrannarnir um það að vera sífellt á klósettinu. nei annars ég er ánægð með sumarbústaðastemminguna í fallega fallega húsinu mínu og á eftir að eyða löngum stundum þar, með öllum nýju silfurlituðu gæludýrunum mínum.

þetta er skrýtin byrjun á ári, Láran horfin, komin með eigin íbúð, orðin gömul, skil ekki skólann(reyndar ekki svoo skrýtið, og svo ofan á allt annað er bara komið sumar í febrúar. sannir íslendingar vilja ekki sumar í febrúar sérstaklega þegar almennilegur snjóvetur á enn eftir að láta sjá sig.

kveðjur frá öllum pöddunum á bergþórunni

föstudagur, febrúar 10, 2006

það er ekki góð byrjun á fallegum föstudegi að maður drulli sér framúr fyrir allar aldir til þess að labba í grenjandi rigningu niður í skóla! maður er blautur þreyttur svangur og ansi hreint pirraður og svo sest maður niður og er að kafna úr hita og bíður þess að kennarablókin komi... sem gerist ekki! hann mætti ekki í tíma helvískur, rúmið mitt var svo freistandi en ég stóðst freistinguna. hefði betur sleppt því. jukkk vona að bjórinn hjálpi mér að skríða upp í venjulegan pirrileikastöðul

mánudagur, febrúar 06, 2006

burt með silvíu

sunnudagur, febrúar 05, 2006

og ég stel af vitleysing

hah ég vissi alltaf að spandex færi mér vel...

Your results:
You are Spider-Man
Spider-Man
90%
Catwoman
85%
Green Lantern
70%
Wonder Woman
62%
Robin
60%
Iron Man
60%
Superman
55%
Batman
55%
Supergirl
52%
The Flash
50%
Hulk
40%
You are intelligent, witty,
a bit geeky and have great
power and responsibility.
Click here to take the Superhero Personality Test

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

ég stel frá þórunni

heimurinn hefur löngum verið að segja mér að ég sé fúllynd og bitur... en maður trúir engum ekki fyrr en maður fær það sannað í strumpum...



Strumpapróf.