mánudagur, mars 31, 2008

farvel óðal

fallega fallega óðalið mitt í heiðardalnum verður kvatt nú í vikunni. ég fékk afhentan í dag lykil að fjöldaframleiddu Hamragarðaíbúðinni minni og mun nú búa meðal litla fólksins á campus. Ég ákvað að ég væri að missa tengsl við almúgann þarna í höllinni minni og að ég þyrfti að prufa á lífsleiðinni að búa í blokk, svo nú slæ ég tvær flugur í einu höggi.
kveðjur úr sveitinni
Inga fyrirverandi óðalsbúandi

fimmtudagur, mars 13, 2008

Japanarnir halda að ég sé fín kona og eru búnir að bjóða mér í eitthvað teiti í sendiráðinu á föstudaginn.... það er eins gott að læra að halda á glasi án þess að sulla og kaupa sér eitthvað sem hefur ekki teiknimynd framan á!!

þriðjudagur, mars 11, 2008

ég hef ekki verið veik lengi. þetta hugsaði ég fyrir um það bil viku og það hlakkaði í mér, hah hver segir að maður geti ekki lifað óhollu lífi og samt aldrei verið veikur! mmmm já það gekk eftir karma kom og lamdi mig í klessu fyrir að voga mér að hugsa svona. ég er með kvef í nefi og augum, með hálbólgu, magakveisu og hósta bara svona til að gera lífið yndislegt í síðustu viku þessarar annar. ég var einnig búin að gleyma hvað maður hljómar fallega með nefið, ennisholur og aðra kirtla fulla af hor. rödd mín bergmálar um sali Bifrastar sem rödd þroskahefts frosks með smámælgi og skánskt skroll sem vinkonu minni er svo tíðrætt um. það er fallegt að fá undarleg augnatillit í tíma þegar maður gerir þau mistök að opna munninn og það frá kennaranum. þá ég heldur ekki við þessi venjulegu augnatillit fyrir heimskulegar bjánaspurningar heldur er nú kominn aukinn viðbjóður í augu kennara minna og samnemenda, viðbjóður sem birtist eftir að karmað kom og gaf mér það sem ég átti skilið. vonandi verður þetta orðið betra þegar ég fer til Danmerkur, það er nóg að vekja viðbjóð einnar þjóðar, sjálfsálit mitt þolir ekki viðbjóð annarar. karma bítur. gott að vera að fara flýja land.

föstudagur, mars 07, 2008

Orð dagsins

orð dagsins er studmuffin... gott orð sem maður heyrir bara ekki lengur, mjög sorglegt. breytum því!!

fimmtudagur, mars 06, 2008


þetta er húsið mitt í Otaru er það ekki fínt....

mánudagur, mars 03, 2008

R.I.P.

Hann Húsi er allur. Hann var hrifsaður úr þessum heimi allt of snemma í blóma lífsins. Óþekktur sjúkdómur tók hann frá okkur og hans verður saknað sárt. Jarðaförin fer fram í kyrrþey og blóm og kransar afþakkaðir. Fjölskylda og aðstandendur Húsa þakka stuðning á þessum erfiðu tímum.