fimmtudagur, september 18, 2008

nýtt blogg
ingaijapan.blogspot.com
jæja ég er búin að setja fullt af myndum inn á fésbókina... þið getið þá séð lífið mitt í japan í myndum! þetta land er ótrúlegt og fólkið sömuleiðis. ég er búin að læra dálítið í japönsku að minnsta kosti aðeins til að bjarga mér! bjór, stór og takk! hehe ég er búin að smakka ál og kolkrabba og fullt fullt af sushi! og svo erum við líka alltaf að smakka fullt af nýjum kryddum! já maður er nú orðinn heimsborgaralegur!! (þess má geta að þetta fór allt saman mjög illa í mig og fer ei framar í minn munn!!) jæja ætla bara að hafa þetta stutt er að fara að læra undir próf Sayonara

föstudagur, september 12, 2008

eg aeladi ad bua til ykt flott blogg annarsstadar en eg get tad ekki fyrr en eg fae netid heim tvi allt netkerfid herna er med japonskum stofum svo eg veit ei hvort eg er ad bua til heimasidu eda skra mig a klamrasina! hedan er allt gott ad fretta nema ad eg var haldin teim misskilningi adur en eg kom hingad ad tad vaeri ordid kalt herna eins og heima.... og i framhaldi af teim misskilningi akvad eg ad eg myndi bara sleppa tvi ad taka med mer lett fot kaupa tau frekar bara naesta sumar tegar hitinn kaemi! hitinn herna nuna er 22-25 gradur! og eg er ad kafna and I dont do that gracefully! ahhh tad kolnar vonandi bradum! eg byrjadi i japonsku kennslunni a fimmtudaginn og tetta gengur bara vel er ad laera ad telja og kynna mig og gefa ut business card...very useful stuff. eg komst ad tvi ad tad bjo minkur i herberginu minu a undan mer og tad utskyrir lyktina sem var tar tegar eg kom! hun er farin sem betur fer. er buin ad hitta fullt af krokkum asamt tessum islensku, tyskum, amriskum og kinverskum og eftir 2 vikur koma restin af krokkunum sem ekki turftu ad taka intensive beginners cource i japonskunni. eg skradi mig sem geimveru i gaer og er nuna ad fara ad saekja um bankareikning! vid turfum hann til ad geta sott um simareikning og internet svo eg geti nu farid ad heyra i ykkur! og japanirnir eru bara med 3 g simakerfi svo eg get ekki einu sinni notad simann minn fagra sem var ad koma ur vidgerd! jaeja verd ad skjotast i bankann tad er verid ad bida eftir mer saknadarkvedjur til ykkar allra bjallidi endilega i mommu mina einhver og lati hana vita af tessu bloggi eg get ekki hringt i neinn strax nema i tikallasima sem er langt langt i burtu ogtad er dyrt knus kossar

miðvikudagur, september 10, 2008

Japan

jaeja tha er madur kominn til Japan. Er nuna i skolastofu med interneti ad reyna ad rada fram ur tessu japanska lyklabordi... thad er miklu floknara en tad hljomar.
ferdin hingad var rosalega long 2 dagar af engu nema flugvelum og flugvollum agalegt stud! for i dag med hinum islendingunum ad kaupa hluti sem vantadi og hringja i momsu ad lata vita ad matdur vaeri a lifi! siminn minn virkar ekki herna og madur verdur vist ad kaupa 3G sima til ad geta notad japonsk simkort svo tad verdur einhver timi tar til madur faer ser sima! internetid tekur vist lika sinn tima ad fa heim til sin svo tetta blogg verdur ofurstutt og laggott bara til ad sina ad madur er a lifi! eg sakna islands strax og er eiginlega med halfgerda heimthra a sama tima og eg er ad deyja ur spenningi og hamingju yfir tvi ad vera herna... jet laggid er ad gera skringilega hluti vid mig! herbergid mitt er fint daldid skitugt og litid en alveg fint! allt til alls sossum meira ad segja sjonvarp med fullt af japonskum rasum agalega fint! set myndir inn a facebook thegar eg fae netid inn a herbergi. skrifa lika meira tha og stofna nyja bloggsidu, thad er frekar erfitt her thvi allar skipanirnar eru a japonsku kossar og knus til allra ur asiunni

miðvikudagur, júlí 09, 2008

Honey, Sugar....

... var að horfa á þátt áðan og hitti í honum par, par að nafni Honey og Truck Sugar. Já það er rétt rithöfundum með vonandi heilt geð þótt í fínasta lagi að fleygja í mann hjónakornum að nafni Honey og Truck Sugar. og ekki má gleyma að þau voru frá Nashville. Sjónvarpið geymir alla draumana það er nokkuð ljóst....

mánudagur, júní 09, 2008

us single girls

sumum gengur betur en öðrum að halda leyndarmáli leyndu.
ég var í rólegheitum í IKEA í gær, arfaþunn og frekar þreytt svona á sál og líkama. Sibba hringdi og sagðist þurfa að tala við okkur Völu strax og að við þyrftum að koma í heimsókn. minn litli heili fór strax að vinna... hvað gæti verið svona alvarlegt? gerði ég eitthvað af mér? ætli hún sé ólétt? hmmm vonandi er enginn lasinn!! nei aldeilis ekki... þau eru gift.... gift.... þau eru hjón! eiginmaður og eiginkona.... mmm já ég er hissa. Af myndunum sem þau sýndu okkur var þetta afskaplega fallegt brúðkaup eins og við var að búast :) og við einhleypu höfum misst eina í valinn. Til hamingjum með Sibbu Andri minn og til hamingju með Andra Sibban mín. Ég óska ykkur hjónakornunum ástar og velfarnaðar í lífinu og veit að það líf verður fullkomið. og við hér á gervahverfinu kynnum...........
Herra og Frú Birgisdóttir / Herra og Frú Klausen. Til hamingju mín kæru.

fimmtudagur, maí 29, 2008

ég er að farast úr stressi... ekki sossum óvenjulegt svona nema að í þetta skiptið er stressið að drepa mig vegna þess að ég er að kaupa mér ferð til Japan með 1000 millilendingum og ég kann ekkert allt of vel að ferðast! hefur einhver flogið með Emirates airlines? ég fann afskaplega ódýrt fargjald á lastminute.com reyndar með einni auka millilendingu. þá flýg ég frá íslandi til london til dubai til kansai og til sapporo!!
uggggh ég er að fá magasár!!!

fimmtudagur, maí 22, 2008

jæja fyrsta lota júróvisjón búin og ég er strax orðin svekkt. Ég grét stórum söltum tárum yfir að missa belgíska lagið út, fannst það agalega krúttlegt og skemmtilegt. ég var líka hissa yfir því að bæði pólland og noregur komust í gegn með ofur döll og alveg eins lögin sín. Bosnía Hersegóvína komst áfram og ég fann gleðina á ný. Vona samt að franski gaurinn vinni, hann er ofur svalur og vídjóið hans er endalaust töffaralegt.
ég las það einhvers staðar að frakkar væru brjálaðir yfir því að hann syngur bara á ensku svo hann var neyddur til þess að bæta inn tveimur línum á ensku..... dáldið öðruvísi en við svona ha? ætli við munum einhvern tímann senda inn annað lag á íslensku?

mánudagur, maí 19, 2008



bara fyrir sibbu og lilju :)

miðvikudagur, maí 07, 2008

ég var búin að gleyma hvað rigningin er góð

mánudagur, apríl 28, 2008

ugghhh þá er vorönn 2008 lokið, loksins. það versta er að sumarið getur ekki byrjað strax.... sumarönnin er strax byrjuð á stórkostlega áfanganum PROM. Gott nafn ekki satt?
endurkoma mín í siðmenninguna var mjög skemmtileg þó að ég hafi ekki fengið að hitta sibbuna mína eða alla hina sem ég komst ekki í að hitta. það kemur vonandi helgi eftir þessa helgi.
mmm já 10 ár síðan ég útskrifaðist úr grunnskóla! reunion í sumar.... veit ekki alveg hvað mér finnst um það... gaman.. vonandi...
eurovision. sumar. verslunarmannahelgin. Japan. mikið framundan ha?

föstudagur, apríl 18, 2008

já nú er eurovision handan við hornið og þó að ég sé nú kannski ekki stærsti aðdáandi eurotrip techno pop brjálæðis laganna sem oftast skipa stærstan hluta þessarar ágætu keppni þá get ég ekki annað en verið pínku sona spennt þetta árið. ég held að þrátt fyrir að Friðrik Ómar sé einn bjánalegasti maður Íslands og hún Regína hafi farið oftar í eurovision en sænska pían þarna sem ég man ekki hvað heitir, að þau hafi nú aldrei þessu vant barasta hitt á markið. vaninn er að senda út einhvers konar útgáfu af sigurlaginu í fyrra og við áhorfendur getum engst í sætunum okkar heima í stofu yfir vandræðanleikanum að vera með eina lagið sem er rólegt eða eina lagið sem er techno eftir því einfaldlega hver vann árið áður. Eina skiptið sem eitthvað nýtt kom inn var árið sem Palli fór með sófann sinn út... og þá vorum við einu ári á undan öllum öðrum. Myndbandið sem fylgir Eurobandslagin fannst mér einstaklega fyndið og var alveg hissa að þeim hefði dottið þetta í hug. Gaman gaman. svo var ég minnt á þennan gaur....



soldið svipað sona finnst mér....fyndið enga síður.

mánudagur, mars 31, 2008

farvel óðal

fallega fallega óðalið mitt í heiðardalnum verður kvatt nú í vikunni. ég fékk afhentan í dag lykil að fjöldaframleiddu Hamragarðaíbúðinni minni og mun nú búa meðal litla fólksins á campus. Ég ákvað að ég væri að missa tengsl við almúgann þarna í höllinni minni og að ég þyrfti að prufa á lífsleiðinni að búa í blokk, svo nú slæ ég tvær flugur í einu höggi.
kveðjur úr sveitinni
Inga fyrirverandi óðalsbúandi

fimmtudagur, mars 13, 2008

Japanarnir halda að ég sé fín kona og eru búnir að bjóða mér í eitthvað teiti í sendiráðinu á föstudaginn.... það er eins gott að læra að halda á glasi án þess að sulla og kaupa sér eitthvað sem hefur ekki teiknimynd framan á!!

þriðjudagur, mars 11, 2008

ég hef ekki verið veik lengi. þetta hugsaði ég fyrir um það bil viku og það hlakkaði í mér, hah hver segir að maður geti ekki lifað óhollu lífi og samt aldrei verið veikur! mmmm já það gekk eftir karma kom og lamdi mig í klessu fyrir að voga mér að hugsa svona. ég er með kvef í nefi og augum, með hálbólgu, magakveisu og hósta bara svona til að gera lífið yndislegt í síðustu viku þessarar annar. ég var einnig búin að gleyma hvað maður hljómar fallega með nefið, ennisholur og aðra kirtla fulla af hor. rödd mín bergmálar um sali Bifrastar sem rödd þroskahefts frosks með smámælgi og skánskt skroll sem vinkonu minni er svo tíðrætt um. það er fallegt að fá undarleg augnatillit í tíma þegar maður gerir þau mistök að opna munninn og það frá kennaranum. þá ég heldur ekki við þessi venjulegu augnatillit fyrir heimskulegar bjánaspurningar heldur er nú kominn aukinn viðbjóður í augu kennara minna og samnemenda, viðbjóður sem birtist eftir að karmað kom og gaf mér það sem ég átti skilið. vonandi verður þetta orðið betra þegar ég fer til Danmerkur, það er nóg að vekja viðbjóð einnar þjóðar, sjálfsálit mitt þolir ekki viðbjóð annarar. karma bítur. gott að vera að fara flýja land.

föstudagur, mars 07, 2008

Orð dagsins

orð dagsins er studmuffin... gott orð sem maður heyrir bara ekki lengur, mjög sorglegt. breytum því!!

fimmtudagur, mars 06, 2008


þetta er húsið mitt í Otaru er það ekki fínt....

mánudagur, mars 03, 2008

R.I.P.

Hann Húsi er allur. Hann var hrifsaður úr þessum heimi allt of snemma í blóma lífsins. Óþekktur sjúkdómur tók hann frá okkur og hans verður saknað sárt. Jarðaförin fer fram í kyrrþey og blóm og kransar afþakkaðir. Fjölskylda og aðstandendur Húsa þakka stuðning á þessum erfiðu tímum.

fimmtudagur, febrúar 28, 2008

ég hef verið að velta því fyrir mér upp á síðkastið hvað maður er í rauninni vitlaus! ég er búin að vera í skóla í 21 ár og á enn eftir slatta! mér finnst ég ekki vera neitt viturri en þegar ég var 5 ára að byrja í Ísaksskóla... þá var lífið einfalt, skólinn var geðveikt skemmtilegur mest megnis bara að syngja og lita ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu nema kannski að týna húslyklunum mínum en það gerðist einu sinni í viku svo ég var orðin nokkuð góð í að klifra upp á svalirnar og troða mér inn um gluggann (n.b. ég var svona 80 cm á hæð á þessum tíma svo þetta er ekki möguleiki mér til skemmtunar núna). engar peningaáhyggjur, engar áhyggjur af tilvonandi flutningum, engar áhyggjur af því að snjórinn sem bara vill ekki hætta að myndast hefti leið mína í skólann, engar áhyggjur af framtíðinni, fortíðinni, nútíðinni bara lita og syngja og troða sér inn um glugga. þegar ég var 5 ára þá vissi ég allt, ég vissi að þeir fullorðnu stjórnuðu í rauninni engu, maður þurfti bara að galdra fram eitt og eitt tár og þá fékk maður nákvæmlega það sem maður vildi ( var meira að segja með vikulegt grátatriði í sunnubúðinni til að góðu konurnar þar myndu gefa mér snúð og það virkaði í hvert einasta skipti!) ég vissi líka að ég ætlaði sko ekki að vera eins og hitt fullorðna fólkið þegar ég yrði fullorðin, ég ætlaði sko að halda í það að vera krakki a.m.k innra með mér, maður gerði það ekki. ég vissi hvað ég vildi og hvenær ég vildi það. ég vissi allt sem ég vildi vita já það var gott að vera 5 ára allt var svo svart og hvítt þá .... mmm já var nú reyndar að muna að mér fannst það ekkert gaman á þeim tíma verandi minni en allir og mér fannst ekkert gaman að hafa ekki val um neitt og ég gjörsamlega hataði þegar móðir mín klæddi mig í eins föt og litlu systur mína, sem gerðist ansi oft....... biturðin spyr víst ekki um aldur og ég held að mín hafi byrjað þá og farið versnandi með árunum. ég þakka guði fyrir það samt að vera ekki lengur 80 cm á hæð, það hefði verið vandræðalegt.

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

hérna á bifröst verður maður að sækja um leyfi til þess að sækja um í skiptiskólana út í heimi. Það eru til að mynda bara tveir sem fá leyfi til þess að sækja um í háskólann í Otaru og venjulega er það þannig að þeir sem bifröst mælir með þeir komast inn.
OG ÉG VAR AÐ FÁ ANNAÐ AF TVEIMUR LEYFUM TIL AÐ SÆKJA UM! JAPAN HÉR KEM ÉG!!

mánudagur, febrúar 04, 2008

mmm já ég varð eldri um daginn. og af því ég er að verða svona gömul ákvað ég að sækja um skiptinám svo ég geti frestað því ennfrekar að verða ábyrg og fullorðin! ég sótti um að fara til Otaru unversity, í fallega fallega Japan, um University of Manitoba sem er í Winnipeg, Kanada og Portobello College í Dublin, Írlandi. Ohhhhh langar samt mest að fá Otaru!

föstudagur, janúar 18, 2008

það er snjór mikill snjór! Ég ákvað að kíkja í bæinn á þriðjudag til að hitta sibbiribbit sem var að koma úr snjó í Norge og Veilí sem kom í bæinn að skoða föt ekki með sveitabragði. Á leiðinni heim lenti ég í óveðri var rúma 2 og hálfan tíma að komast leið sem venjulega tekur rúman klukkutíma! var á þrjátíu alla leiðina frá Borganesi, hef sjaldan eða aldrei verið jafn þakklát fyrir stikur fallegar fallegar stikur sem héldu mér á veginum. En ég komst heil og höldnu heim í heiðardalinn. Daginn eftir var meiri snjór og hvað ákveð ég að gera við fallegu fallegu rauðu þrumuna mína sem hafði svo listilega bjargað mér í gegnum óveðrið án þess að æmta né skræmta kvöldið áður... ég ákvað athuga hvort ég gæti nú ekki komist á stað í skólann á þessum fallega bíl. ég startaði bílnum og jú hún rauk í gang þó ég hefði gleymt ljósinu inní henn alla nóttina. Nú var bara eftir að losa hana úr skaflinum.... en jú hún rauk af stað... aftur á bak því þanngað var minni snjór..... og ég í gleði minni yfir hæfileikum hennar spæni á stað án þess að horfa og beint ofan í skurð. Og nú situr stolt mitt og gleði ofan í skurði og við erum báðar með tár á hvarmi hún ofan í skurði og ég að hugsa um hana ofan í skurði. aumingja aumingja rauða þruman fyrir að þurfa að þjást með svo slæman ökumann innanborðs.

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Já nóg búið að gerast síðan síðast: jól, vinna inn að beini, áramót, sibba ammili, vala ammili, tóta ammili og já jesú líka. er komin aftur í sveitina og er í endalausri stærðfræði sem ég veit ekki alveg hvernig æxlaðist að ég er komin í! ég minnist ungrar og saklausrar (já fólk saklausrar) dömu sem leið út úr dyrum MH og lofaði sjálfri sér og öðrum háum rómi að koma aldrei nálægt stærðfræði á ný, a.m.k ekki ótilneydd. En hér er ég í þremur stærðfræðiáföngum og get engum um kennt nema sjálfri mér læst í sveitinni í heimi diffrunar og heildunar sárungra lögfræðikennara með mikilmennsku brjálæði og léttra og laggóðra verkefna í rekstrarhagfræði sem reynast í raun mjög þung og engan vegin laggóð. Já það er gott að vera til... eða eins og lilja hin frækna sagði "lífið er dans á rósum á bleiku skýi"