þriðjudagur, desember 20, 2005

ég skaut mig í fótinn

Póstaðu í kommentin og ...

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð/matur minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér eða þá eftirminnilegustu
5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt fyrir mér lengi um þig
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!


jólin burt...

föstudagur, desember 16, 2005

skild' það vera jólahjól

af hverju eru allir svona glaðir? fólk valhoppar niður göturnar með skítaglott á vör í nístings kulda sem það lætur ekkert á sig fá. afgreiðslufólk í búðum keppist um að bjóða góðan dag og óska manni gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári... hvað í helvítinu kemur þeim við hvernig ég eyði jólunum eða hvort ég verð farsæl á næsta ári. ekkert.
gleðin í desember er of mikið fyrir mig. þegar ég fæ alla farsældina á næsta ári ætla ég að kaupa mér eyðieyju og vera þar í desember. jólalög í útvarpinu. jólaskraut allstaðar. jólasveinar.

kveðja Skröggur

fimmtudagur, desember 15, 2005

svefn er fyrir aumingja

ég er að hugsa um að banna jólin.. að minnsta kosti fresta þeim. já það væri gottt. við gætum haft jólin í júní. jólagjafir yrðu ódýrari því við gætum kveypt þær á sumarútsölum. einnig væri ekki alltaf dimmt þannig að óþarfi væri að hengja út jólaskraut. jólasveinarnir væru í dvala og við þyrftum ekki að kljást við þá. best væri samt að þá væri desember bara eins og hver annar mánuður. hann myndi hætta að hafa þessa sérstöðu og hinir mánuðirnir myndu ekki vera eins öfundsjúkir. júní er svo góður að hann myndi ekki monta sig. ég legg því til að 24 júní verði aðfangadagur. og að við leggjum niður restina af þessu rugli. engan annan í jólum eða jóladag eða svoleiðis vitleysu...

það er erfitt að vera á lífi svona snemma morguns...

jólaskapið er dautt

miðvikudagur, desember 14, 2005

jeppar og fólkið þeirra

ég hata jeppafólk. í umferðinni með símann á eyranu ekki horfandi í kringum sig. keyrandi hraðar en allir vegna þess að það er á jeppum. fólk sem fer aldrei út úr borginn, aldrei af malbikinu en á samt fjórhjóladrifinn risa jeppa með 1000" dekkjum. frábært. leggja í þrjú stæði af því að bíllinn er svo endalaust stór að annað gengur ekki. leggja fyrir fólk bruna yfir á gatnamótum í veg fyrir saklausa einstaklinga einungis vegna þess að "þeir" eru á jeppum. ég hata fólk á jeppum.

ég þoli ekki fólk í bíó sem hlær á óviðeigandi stöðum. var á The Iceharvest í gær, ágæt mynd sossum en það voru bjánar í salnum sem hlógu að öllu. konan þín er dauð AHahahahhahah. þú skaust konuna þína á aðfangadagskvöld ajahahahaah. og svo framvegis.

jólaskapið er mætt

gleðileg jól...

föstudagur, desember 09, 2005

ég fór í bíó í gær. og í miðjum fyrri helmingi myndarinnar þurfti ég á klósettið (blaðran mín fylgir ekki reglum um hlé og getur ekki beðið eftir því að myndin sé búin. það er núna eða þú skilur eftir blautan blett í bíósæti) ég klofa yfir fólk er fyrir og kemst loks út úr salnum, fer upp stiga og opna hurðina að kvennaklósettinu, á móti mér tekur þessi líka dramatíska tónlist á fullum hljóðstyrk. þegar ég fer að hlusta betur tek ég eftir því að ég er að pissa við þemalagið úr The Godfather. geri aðrir betur.. mér hefur aldrei liðið jafnmerkilega og á þessari stundu. ein inni á myntugrænu klósetti að pissa í takt við lagið úr the Godfather sem er blastað svo hátt að speglarnir víbra. hátindinum hefur verið náð, leiðin liggur niður á við héðan...

fimmtudagur, desember 08, 2005

þar af leiðandi að litlu systur minni hefur tekist að týna hulstrinu sem ég geymi flest alla geisladiskana mína hef ég upp á síðustu daga neyðst til þess að fara aftast í safnið og hlusta á elstu diskana mína, diska sem ekki eldast vel. ég þarf að hlusta á tónlist í vinnunni annars verð ég lasin svo ég greip gömludiskabunka með mér í vinnuna í gær. Lauren Hill var skemmtileg nostalgía og Kelis ekki svo mikið en vá hvað ég var búin að gleyma hversu skemmtilegir Incubus geta verið. hlusta á þá.

hvað er líka með versnandi heim. jólaleikur kók er hræðilegur. ég hélt að sumarleikurinn hefði verið ló point en nei.. man einhver eftir því þegar kók leikirnir höfðu almennilega vinninga, gsm síma og utanlandsferðir í stað einnota jójós og gerðu þína eigin skutlu leiðbeiningar. er kók að fara á hausinn eða?

skemmtilegt nokk

þriðjudagur, desember 06, 2005

ég er ein af þessu ó só skemmtilega fólki sem skiptir sífellt á milli stöðva þegar auglýsingahléin byrja. ég einfaldlega höndla ekki auglýsingar, finnst þær ósegjanlega pirrandi og óþarfi og bara asnalegar. þar af leiðandi hef ég ekki horft á auglýsingar í háa herrans tíð, og er sossum ekkert að væla yfir því. en þegar jólin nálgast virðast auglýsendur tryllast við að troða einhverjum óþarfa hlutum upp á saklausan almenning og sjónvarpsdagskránni seinkar á hverjum degi vegna yfirgengilegs magns auðvirðilegra auglýsinga sem keppast við að selja manni allan fjandann. þegar maður hefur einnungis 4 stöðvar kemur alltaf sá tími kvölds að maður skiptir milli stöðva þegar hið hræðilega auglýsingahlé hefst, maður reynir að komast í öryggið á hinum stöðvunum en sér manni til hrellingar að það er engrar undankomu auðið... það eru auglýsingar alls staðar, á öllum stöðvum. og þá sá ég auglýsingu sem nú hefur bjargað trú minni á mannkynið á auglýsinguna og á jólin.. og það var ilmvatnsauglýsing meira að segja... þetta er auglýsingin fyrir Calvin Klein ilmvatnið sem ég man ekkert hvað heitir... jólunum reddað neyðist ekki til að biðja foreldrana um slyddujeppa eða heimilistryggingu í jólagjöf.

mánudagur, desember 05, 2005

ammilisbarn

takk sibban mín fyrir frábært ammilisboð. fyrir dansinn sem olli blóði. fyrir allan góða matinn. og allt góða fólkið. fyrir húsnæðið og fyrir allt bara.
það eru myndir eins og alltaf þessa dagana...

fimmtudagur, desember 01, 2005

dauði og drepsóttir

keðjubréf eru eitthvað sem ég þoli ekki, hatur mitt á þeim jaðrar við þráhyggju. enga að síður get ég ekki hjátrúar minnar vegna sleppt því að svara þeim. (ég er líka uppfull af sjálfri mér líkt og hún auður) og þar af leiðandi að bæði auður og áslaug hafa tekið tíma úr annars erfiðri dagskrá til þess að kitla mig verð ég víst að svara.

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey
1. fallhlífastökk og/eða teygjustökk
2. læra að tala forn-grísku
3. gefa út leiðinlegustu bók í heimi
4. fá viðurkenningu í heimsmetabók guinness fyrir leiðinlegustu bók í heimi.
5. prjóna húfu
6. kaupa líkkistu
7. laga DVD spilarann minn

7 hlutir sem ég get gert
1. andað
2. kvartað
3. spilað kasínu
4. látið vaxa á mér hárið
5. reimað
6. drukkið bjór
7. drukkið bjór(ég veit að drukkið bjór er tvisvar ég geri það bara svo helvíti vel)

7 hlutir sem ég get ekki gert
1. margfaldað
2. þurrkað á mér hárið með hárþurrku
3. lagað DVD spilarann minn
4. talað hægt
5. stafað orðið þurka
6. eldað hrísgrjón
7. talað forn-grísku

7 frægir karlmenn sem heilla mig
1. Adrian Brody
2. johnny Depp
3. Vin Diesel (já það er rétt!)
4. Jack White
5. Clive Owen
6. Jordan Catalano
7. Seth Green

7 hlutir sem ég segi oftast
1. ég nenni því ekki


ég ætla hins vegar ekki að dreifa ógeði mínu og hef því ákveðið að kitla barasta engann.
þetta var nú skemmtilegt... (kaldhæðni ef það skildi fara á milli hluta)

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

ég vissi alltaf að ég ætti ekkert líf....

Your Monster Profile

Wild Vagabond

You Feast On: Pie

You Lurk Around In: Corn Fields

You Especially Like to Torment: Crybabies


... og það versnar bara í prófunum

föstudagur, nóvember 25, 2005

Aumingjahrollur

ég ákvað að eftir erfiðan fyrirlestur með áköfum Marilyn Monroeum (lára sjáðu þetta er rétt skrifað!) að ég ætti skilið langt og fallegt sjónvarpskvöld... ekki svo að skilja að ég horfi ekki á sjónvarpið annars.. ég bara átti það extra mikið inni...
en dagskrá dauðans... fyrst var ég nú að reyna að finna eitthvað áhugavert en festist mjög ófrálst í Bachelornum... vá hvað sá gaur er mikill sori... búinn að sofa hjá öllum stelpunum í úrslitunum og hefur augljóslega verið ansi lélegur því ein af þremur segir nei og ein vildi segja nei en gat það ekki vegna þess að hin var á undan! svo var skipt yfir á Herra Ísland sem í sjálfum sér er frekar súr keppni en hver haldiði að hafi verið að kynna! Brjánsi sýra já ég sagði Brjánsi! Gaurinn úr Sódómu... Unnuuuuur UUUUnnur akkuru ertu sona blá ertu að kafna....
skemmtilegt að sjá hann án fallegu gleraugnanna sinna!
allavega svo skipti ég yfir á sirkus og horfði á stelpurnar í Playboy mansion rassskella hvor aðra og komst að því að þær eru með útgöngu bann sem hefst klukkan 9 á kvöldin nema þegar þær eru úti með Hef... alltaf lærir maður eitthvað nýtt!

ég ætti kannski bara að lesa á kvöldin við kertaljós og súpa hamsatólg úr bolla...

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Um biturð

ég hef lengi verið kennd við orðið biturð... ekki af fúsum og frjálsum vilja en fólk í kringum mig virðist fast á því að ég sé bitur. og ég vil nýta þetta tækifæri til þess að segja við ykkur sem þetta haldið: ég er ekki rass bitur... eintóm blóm og sólargeislar hér...
það er bara ekki hægt að kalla mann bitran fyrir að segja endrum og eins álit sitt á örfáum hlutum... þið sem ekki gerið það eruð bara dauðyfli og hluti af samfélaginu sem er svoooo faux pas núna!
allavega ég er ekki bitur og þar hafiði það...


mikið eru íslensk orð asnaleg fiðrildi-rifrildi.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Heimsborgarar

Við Íslendingar höfum löngum talið okkur sem heimsborgara, Reykjavík þykist geta flokkað sig með borgum líkt og New York, London, París og Mílanó, þrátt fyrir að vera á stærð við hjólhýsagarð. Við erum sífellt að monta okkur af borginni, landinu og fólkinu... "við erum svo sérstök/falleg/öðruvísi." í gegnum tíðina höfum við geta platað okkur og aðra en ekki lengur... það getur ekki verið stórborg með heimsborgurum í sem leyfir hljómsveit líkt og Heitar Lummur að myndast! Nokkrir "krakkar" úr Idolinu sem eru of latir til þess að nenna að verða frægir einir og eru að stíla inn á heimsku landans hópa sig saman til þess að geta safnað saman nógu mikilli "frægð" til þess að komast á kortið. En letin endar ekki þar.. nei þau nenna ekki heldur að semja sína eigin tónlist enda flest búin að gefa út einn geisladisk í einhverju jóla/páska/sumar flóðinu sem gjörsamlega floppaði og enginn keypti nema ættingjar. svo núna stela þau bara gömlum lögum frá því fyrir 20 árum og setja í "nýjan" búning. Mömmur og pabbar tryllast við að heyra gömul lög æskunnar og kaupa diskinn í nostalgíu kasti til þess eins að komast að því að Bó og Rúni og allir þeir komu hvergi nálægt söngnum á þessum disk.
svo sitja heitar lummur sveitar í smáralindinni að árita diska fyrir áðurnefnda ættingja. Þess á milli kemur enginn upp að þeim og konan í kallkerfinu er orðin hás á því að reyna að fá fólk til að nálgast skífuna kaupa diskin og láta þessa bjálfa krota hann allan út. Frábært.

...það er heill gæsahópur í þessari færslu!

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

þegar ég heyri orðin based on a true story býst ég við að myndin sé í raun og veru bygggð á einhverjum sannnleika... kannnski er ég svona helvíti trúgjörn en mér var bara einfaldlega kennnt að trúa því sem mér eldra fólk segir... ég get því kannnski skammmað upppalendur mína fyrir vonbrigði mín yfir myndinni The Exorsism of Emily Rose. þannnig er nefnilega mál með vexti að ég held að þeir spili barasta hálft sekúndubrot af þesssum svoköllluðu uppptökum af andasæringunum og þeir selja nú marga miða út á það alllavega var minn keyptur til að heyra í þesssum uppptökum...
svo og að alllar staðreyndir eru ja hreynt út sagt vitlausar, prestarnir eru tveir til að byrja með og alllt þettta vesen með stigmata sárin killl me þau eru á vitlausum stað! hvernig væri að lesa sér til um málið áður en myndin er settt í umferð!
ég hélt líka að myndin myndi (hah) samfæra mig um tilvist andsetningu en nei í raun gerir hún akkkúrat öfugt við það... ég gekkk út af myndinni með það á bakinu að hafa látið kristna hvíta karl saksóknarann samfæra mig! og það er eittthvað sem ég bara vil ekkki hafa uppplifað... grátur og umræða um staðreyndir sem ekkki gefa möguleika samfærðu mig ekki og verjandinn getur bara farið heim að gráta í martininn sinnn.
helvíti eins og gærdagurinn var annnars góður...

ég puðra á þesssa mynd af ölllu afli.

sunnudagur, nóvember 20, 2005

djöfull eru White Stripes góðir... endalaust góð og gömul lög í bland við ný, og Jack White skipti oftar um gítar en góðu hófi gegnir. Vá hvað hann er góður á gítar og vá hvað hún er mikið æði og holy hvað tónleikarnir voru góðir.
Jakopína rína voru meira að segja stórgóðir þrátt fyrir að vera bara litlir strákar með stór hljóðfæri. söngvarinn var samt pínku pirrandi en það þroskast vonandi af honum þegar hann kemst upp úr grunnskóla.

Stórgott sunnudagskvöld þetta

The Bó Show

Broadway er alveg málið þessa dagana... Bó var æði og Vala var að missa sig yfir manninum eins og við allar
dansinn dunaði svo alla nóttina hjá vonda DJ-inum sem ekki vildi spila Foxy Lady fyrir mig og Lilju jafnvel þó við værum aleinar á dansgólfinu! góð musik enga að síður. maturinn var góður eins og myndirnar sýna svo glögglega og drykkirnir enn betri...
æði heima hjá sibbu og mohitoarnir voru stórkostlegir 100 rokkprik til sibbu fyrir þá.
Allavega Bó og það eru myndir


laugardagur, nóvember 19, 2005

það var kaffihúsadagur í gær. komst að því að stelpur hafa skringilegan smekk á stjörnum. sérstaklega þessar tvær sem ég var að ræða við í gær. þar af leiðandi að við erum orðnar uppiskroppa með slúður og merkileg málefni ákváðum við að raða útlenska stjörnukarlpeningnum niður í þá sem eru sætir og þá sem eru ekki svo mikið sætir... og hin ýmsu nöfn tóku að fljúga... við vorum allar sammála um að Jared Leto hafi breytt ásýnd kynþroskaskeiðs íslenskra smástelpna með leik sínum sem Jordan Catalano í My so called life...
hins vegar blöskraði mér þegar ónefnd ung dama fór að stynja yfir Sam Rockwell, ég verð að viðurkenna að gaurinn er sniðugur en sætur eða sexy verður maðurinn aldrei.
einnig gátum við sæst á að Christopher Walken væri sexy og þá sérstaklega í dansvideoinu sínu...
Clive Owen, Jude Law, Ewan Mcgregor, Stuart Townsend og margir margir fleiri fengu einnig að kíkja á þennan lista sem endalaust er hægt að bæta við.
en hinn listinn... ekki svo mikið sætir karlmenn voru erfiðari, ekki svo að segja að þeir séu færri, þeir eru bara ekki eins minnisstæðir.. Philip Seymour Hoffman var þar eiginlega einn á lista... einhverjar fleiri hugmyndir?

hvar eru sænskar lesbíur í threesome þegar maður þarf á þeim að halda?

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

gleði, jólahlaðborð. marta byrjaði að búa sig undir þetta á mánudaginn og vala kemur í bæinn og allt...
humm white stripes endalaust gleði
nýjar myndir á þessu dóti....

ekki sjá Elizabethtown hún er vond

mánudagur, nóvember 14, 2005

það er hræðilegt hvað það er orðið sjálfsagt að sýna kvikmyndir um líkamsmeiðingar. ég fór að sjá Hostel í gær. ég bjóst sossum við því að það yrði frekar mikið um blóðsúthellingar og þvíumlíkt vegna þess að myndin er samstarf Tarantínos og Eli Roth, maður á víst ekki að búast við öðru.
ég er ekki hrifin af hryllingsmyndum.. ég fór enga að síður á þessa mynd í von um að hjákátle sýn Tarantínos á blóð og afhöggna limi myndi skila sér í þessa mynd. svo var ekki..
ég held að ég hafi séð einn þriðja myndarinnar, restina voru hendurnar á mér að stökkva milli þess að vera að halda fyrir augun og eyrun. en í þessum litla parti sem ég sá var klippt á hásinarnar á gaur, borað gat á lærin og bringuna á honum með rafmagns bor hann skorinn á háls. stelpa missti augað og hún brennd í framan, strákur missti tvo fingur og fékk vélsög í fótinn...
og þetta er aðeins lítill hluti myndarinnar ég vil ekki einu sinni reyna að ímynda mér restina. (ekki mikið sofið í nótt ímyndun um að einhver sé að klippa á hásinina mína og mér þykir vænt um hana og vil ekki missa hana)
myndin er samt allt í lagi.. svefn er ekkert merkilegur

föstudagur, nóvember 11, 2005

moldvarpan hefur unnið sitt verk vel eins og moldvörpum er einum lagið!! hér kemur því emailið hjá yfirmanninum það er iris@samfilm.is allir að senda sem fyrst enda er sýningin á morgun.

skál

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

sameinuð sundrumst við...

eins og mikið hefur verið rætt var ég svipt þeirri gleði að fá að sjá Quentin Tarantino tjá sig kvikmynd... ég hef verið reið og sár í marga daga og verið í tíðu sambandi við mannfýluna sem sá um að rústa vonum mínum: Leó. Nú hefur því verið otað að mér í gegnum samböndin mín við undirheimana að maðurinn sé að reyna að leyna þessu fyrir yfirmönnum sínum. hann hefur ekki sagt manni né mús frá þessum mistökum sínum jafnvel þó að velgerðir starfsmenn hans hafi verið að reyna að tjá honum um þessi mistök löngu áður en hann uppgötvaði þau sjálfur! mér blöskrar...
en undirheimasamböndin mín ætla að redda mér emaili yfirmanns Leós (vá eignarfall) og ég ætla að senda viðkomandi harðorðað bréf um málið! ég ætla sem sagt að kjafta frá Leó lús!
það má líka benda á það að undirheimarnir tjáðu mér það að ef að farið verður yfir höfuð Leós mun maður ef til vill komast á sýninguna umræddu og fá að hitta goðið. nú vil ég að þið fólk þarna úti sem misstuð einnig af goðinu geri slíkt hið sama.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

mér datt í hug í gær að við Íslendingar eigum óskaplega fátæklegan orðaforða yfir blótsyrði. helvítis, djöfulsins, andskotans, fallbeygt mismundandi að vísu en samt. maður er nú ekki beint stressaður yfir því að einhver æpi helvítis þegar hann rekur tánna í eða er of seinn!!! ég yrði að minnsta kosti hræddari við manneskju sem hrópaði hástöfum appelsína ef hún missti af strætó. ég minntist á þetta í morgun og eftir að hafa rætt þetta aðeins þá komst ég að því að enska er einnig ansi fátæk af blótsyrðum. kannski er maður bara orðinn ónæmur fyrir þessu af því maður blótar svo
mikið sjálfur... ég veit ekki verða fullorðnir hneykslaðir ef maður blótar? það er líka einhvernveginn rosalegra að blóta á prenti...

skemmtilegt

sunnudagur, nóvember 06, 2005

ég fór að sjá "Ganga keisaramörgæsanna" um daginn. myndin var stórgóð, skemmtileg, dramatísk og agalega krúttleg með mörgæsir í öllum aðalhlutverkum. eftir myndina fengu áhorfendur síðan tækifæri til þess að tala við leikstjórann og spyrja hann um myndina. ég verð að viðurkenna að flest af því sem hann sagði fór fyrir ofan garð og neðan en eitt festist í hausnum á mér og ég hef eiginlega ekki getað hætt að pæla í þessu síðan. leikstjórinn sagðist hafa verið fyrst í 14 mánuði á Norðurheimskautinu (er það á eða í?) og þá hafi hann ákveðið að gera myndina, fór heim og fékk peninga til verksins og fer síðan aftur á Norðurheimskautið og nú í 13 mánuði. ekkert að þessu sossum... er það nokkuð? myndi ég eyða svona miklum tíma í úlegð fyrir eitthvað sem væri mér merkilegt? líklega ekki... hef ekki svona mikinn aga. ég dáist hins vegar takmarkalaust að þessum manni sem ég man ekki einu sinni hvað heitir... Luc eitthvað agalega franskt.
ætli honum hafi verið kalt í 27 mánuði? hvernig pakkar maður fyrir svona ferð? ætli hann hafi saknað restarinnar af heiminum?

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

ég var að eyða tímanum meðan ég var að bíða eftir strætó. ég ákvað að lesa myndbandablaðið. og þá rakst ég á þessa ágætu tilvitnun:
"ég segi ekki orð um það. Ég geymi það fyrir ævisöguna. Ég get samt sagt að það var mikið kynlíf."
og þessi ágætu orð átti Usher að hafa sagt um tímann þegar hann og P.Diddy voru herbergisfélagar! og hvað getur maður lesið úr þessu....

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

fyrir bílafólkið

svona líka ægilega fínn spoiler

útþrá

ég fæ útþrá svo til einu sinni í viku. en þessa vikuna er hún búin að vera svæsnari en venjulega. útlöndin bíða mín í hrönnum með hvert skemmtilegt ævintýrið á fætur öðru og ég kemst barasta aldrei í þau. á þesssu stigi málsins er útþráin orðin svo gífurleg að sálin að spila í kaupmannahöfn er orðin gífurlega spennandi kostur. ég heyrði af því á létt 96.7 sem ég hlusta núna stanslaust á í von um að vinna leik sem snýst um að koma manni á sálartónleikana umræddu! ég veit að þetta er ekki spennandi en ég get ekki að þessu gert, ég er viss um að þetta er einhvers konar sjúkdómur. ég er með útþrá á hæsta stigi læknir...
ég verð að fara annað en að vera á þessu klakastykki annars brjálast ég... verð orðin vitlaus um miðjan desember því lofa ég, það ætti að vera gaman að fylgjast með því.
ég vil líka minna ykkur enn og aftur á að það var fyrsti í gær.

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

föstudagur, október 28, 2005

ég varð bara að deila því með fólki að mér finnst þessi mynd hilaríus..
ég grét mig í svefn í gær. eftir langa og erfiða bið kom loksins að því að kíkja á nýju stopmotion myndina hans Tims Burton... Corpse bride og hún olli miklum vonbrigðum. Lassí var skemmtilegri!
ég get ekki að því gert að gráta mikinn snilling, hans gamla sýn á allt er horfin og eftir situr hollywood krakkamynd. eins mikla von og Charlie and the chocolate factorie skildi eftir í brjósti mínu um gæði Corpse bride brustu þær í gær. vonin liggur í þúsund molum á gólfinu í háskólabíó og ég fæ hana aldrei til baka. ég mun aldrei líta glaðan dag framar og veit að nú fer heimurinn til fjandans Dómsdagur er í nánd!

þriðjudagur, október 25, 2005

þá er kvennafrídagurinn liðinn og 30 ár í næsta. þessi dagur var nú bara góður og blessaður. ég verð að viðurkenna að ég fann til stolts yfir því að vera kona þegar ég sá galvaskar kynsystur mínar ganga niður laugaveginn með sultardropa í nös og baráttuorð á vör. Baráttuorðin hefðu nú mátt vera betri, svona fótboltasöngvar eru ekki alveg málið, en allt í góðu samt.
en ekki fengu allar konur frí. sum fyrirtæki gáfu öllum starfsmönnum sínum frí sem er náttúrulega gott og blessað, jafnréttið þið skiljið. en önnur létu það bara vera, sérstaklega fannst mér um það að konur væru að vinna í afgreiðslu, í sjoppum og á þessum miðbæjarkaffi húsum. og engin virtist kippa sér neitt upp við það. rjóðar konur með frí í vinnunni til að mótmæla launamismuninum pöntuðu kaffi af konum með lægstu launin sem neyddust til að vinna. eitthvað skrýtin mynd það? stelpukindin sem ég keypti af í sjoppunni tjáði mér það að "hún væri í vaktavinnu og hefði ekki tíma fyrir kvennafrídaginn". ég dauðvorkenndi henni og sárskammaðist mín fyrir að versla af henni, bað hana afsökunnar og hef hugsað mér að bjóðast til að vinna fyrir hana á næsta kvennafrídegi. svo að ég er bókuð 24 okt 2035...

en þrátt fyrir þetta var þessi dagur velheppnaður og ég sofnaði með von í hjarta um að við fengjum ef til vill jöfn laun fyrir næsta kvennafrídag.

mánudagur, október 24, 2005

kvennafrídagurinn

í dag er hinn margumtalaði kvennafrídagur. og það er ekkert nema gott mál. það þarf að beina sjónum fólks að því að konur hafa 44%lægri laun en karlar. en ég lenti í umræðum um þetta í morgun við vinkonu mína og við sömdum þá kenningu að karlar hefðu þetta hærri laun vegna fimmta útlimsins hver maður getur séð að fimm vinna meira en fjórir ekki sattt? og þá datt okkur í hug að við konur gætum grætt á okkur handlegg og þá væri málið leyst. handleggsígræðsla hlýtur að vera einfaldari en kynskipti aðgerð! valt þá upp mikilsverð spurning sem ég ýti yfir á ykkur : eru brjóst útlimir? erum við þá með 6 útlimi og ættum að hafa meiri laun en karlar! þá höfum við eitthvað að kvarta yfir! ég spyr því aftur Eru brjóst útlimir?

sunnudagur, október 23, 2005

úfff

já þetta var erfið helgi, djamm bæði föstudag og laugardag... ég er gömul kona og svona er erfitt fyrir mig!! furðuleg kvöld bæði og ég leyfi bara myndunum að tala sínu máli....
RITSKOÐAÐ

föstudagur, október 21, 2005

önnur helgi... hvernig er þetta eiginlega er það bara ég eða eru vikurnar að hlaupa fram hjá? Það var febrúar í gær og nú er október að verða búinn, sér enginn neitt rangt við þetta...við verðum eldri með hverri mínútunni og höfum ekki einu sinni tíma til að njóta þess að fá hrukkur vikurnar fljúga svo hratt fram hjá.
Annars ekki að kvarta, önnur helgi er alltaf gott...

miðvikudagur, október 19, 2005

bless bergur

Bergur litli er farinn á vit ævintýranna í Tælandi. Bless bless Murkur minn og góða skemmtun ég kveð með tár á hvarmi og öfund í hjarta. Liljan mín við knúsum þig þanngað til hann kemur aftur. Öl í kvöld skál fyrir Murki.

Í algjörlega ótengdum hlutum---- ég byrja allar svona innfærsludót á jæja, of nota þetta orð líklega bæði á prenti og í máli verð að bæta það, svo lengi lærir sem lifir. eða er það öfugt svo lengi lifir sem lærir? drepst maður þá ef maður neitar að læra nokkurn skapaðan hlut? einhver til í að prófa? nei líklega er það hinseigin...

jæja...
Bless Murkur drauma okkar!

mánudagur, október 17, 2005

ég hef gaman að bíómyndum... það er sossum ekki leyndarmál að ég hef gaman að asnalegum myndum. Skemmti mér iðulega mjög vel yfir einhverri kjánamyndinni um ekkert, mynd sem ég gleymi hvað var um 7 sekúndum eftir að þær enda. En þær skemmta mér vel í þessa tvo tíma svo ég kvarta ekki yfir því en hvernig getur það verið að við séum orðin svo firrt að þeir eru að gera fleiri og fleiri kvikmyndir eftir tölvuleikjum, eins og þessari af hverjum megum við ekki bara hafa eðlilega þróun á hlutunum og fá tölvuleikinn eftir á?? hvernig vitum við hvort kom á undan... nógu slæmt er að geta ekki lengur fengið fólk til að lesa bækur því að bráðum kemur kvikmyndin og þá þurfa heilalausir meðborgarar mínir ekki að erfiða of mikið. Ok ef einhver er í skýunum yfir þessari þróun vinsamlega ekki segja mér frá því.. heimstyrjaldir hafa hafist af minna tilefni!

p.s. það er mánudagur, helgin var erfið og ég er pirruð og bitur þ.e. meira en venjulega....


ljós punktur það var partý gleði um helgina, takk fyrir það Marta og Sirrý, Mojito eru nýji fjólublár og appelsínugulur og bara allir litir

bara frægt fólk "má" vera með sólgleraugu í myrkri.
mmmmm...spongebob er flottastur

föstudagur, október 14, 2005

jæja af gefnu tilefni(og þrýstingi) takk Davíð fyrir að koma myndunum hérna inn. Ég er fatlafól á tölvur og get engan veginn bjargað mér neitt svo gott að hafa tölvugúrú(a.k.a. nörd) sér til aðstoðar....

nei í fyllstu alvöru Takk heimurinn þakkar þér


vil líka taka pláss til að óska hinni stórgóðu Láru til hamingju með daginn, og það á ekki verri degi en föstudegi sem kellan verður 22 stórgóður aldur það. Frétti frá ónefndum aðilum að Usher ætti líka ammili í dag en hann fær eigi hamingjuóskir frá mér enda Lára mun merkilegri!! Gleðilegt ammili Lárus afi
jæja myndir loksins komnar inn á þessa síðu! reyndar er þetta allt í einhverju hassi, allar möppur skringilega merktar og aðalmappan heitir london sem hún átti alls ekki að heita en svona yfirgripsmikil er tölvukunnátta mín að ég get ekki breytt þessu!

ég varð þeirrar lukku aðnjótandi að fara í hádegismat með Láru Kláru fyrir nokkru síðan. Í miðri máltíðinni þurfti ég að pissa sem er nú ekki frásögu færandi nema að á leiðinni á klósettið datt mér dálítið í hug. Við vorum inn á Apótekinu og þar er ansi erfitt að finna klósettið og þá datt mér hug hvort að staðir Reykjavíkurborgar mældu gæði sína á því hversu erfitt er að finna klósettið, því erfiðara, því fínni staður. jú sjáiði til, fyrst á svona fínni stað þarf maður yfirleitt að leita að hurðinni á klósettið sem að nær undantekningarlaust er falið bak við einhvert fatahengið eða barinn. Þá taka við ótal gangar og stigar með skiltum sem lofa því að klósettið sé á næsta horni. Þegar maður hefur gengið í nokkurn tíma og er orðinn nokkuð langeygur eftir klósetti finnur maður að lofthæðin lækkar og rakin eykst til muna, maður er kominn ofan í kjallara. Kjallara þar sem dvergur ætti í erfiðleikum með sig hvað risi líkt og ég...
þegar loks maður eygir hurð er það undantekningarlaust einhver krúttleg mynd framan á sem bendir til þess að karlmenn létti á sér innan þessarar hurðar. svo við konur örkum ögn lengra og myndin segir að sem kvenkyns megi ég ganga inn og ljúka mínum verkum. þegar inn á klósettið kemur er harkaleg breyting á umhverfi, það sem áður var saggalegur kjallari fram á gangi er nú orðið draumur innanhúsarkitektúrsins, nýjasta nýtt í baðvarningi. Ekki þar með sagt að nýtingin sé góð enda skiptir útlitið öllu ekki satt. klósettin í nýtískulit ( mér er sagt að fjólublátt sé nýji appelsínuguli) og vaskarnir svo flóknir að ekki öllum er gert að kveikja á þeim. eitthvert listaverkið er þarna inni og tekur upp mest plássið enda þurfum við list þegar við sitjum á klósettinu. speglarnir eru ógurlega flottir en maður getur yfirleitt ekki nýtt þá, tískan fyrirbyggir hentugleikann. Svo þegar maður hefur lokið sér af tekur við göngutúrinn til baka.. þegar að borðinu kemur situr langeygur vinur manns og spyr hvað varstu eiginlega að gera þarna niðri.. þú varst svo lengi í burtu...

næst pissa ég úti, það tekur styttri tíma....

laugardagur, október 08, 2005

octobrrrrrfest

já í gær var svo oktoberfest. Helvíti gaman haaaa? Mér finnst að við ættum að gefa þýsku nemum verðlaun fyrir þetta partý? eina fólkið sem nennir að standa í að halda partý fyrir alla háskólanemana gott framlag í bjórsarpinn það...
þetta var kannski pínku troðið og með pínku þá meina ég að ég gat ekki dregið andann án þess að fá hárið á einhverri skutlunni upp í nefið, ekki að það sé vondur hlutur en mig vantar súrefni mun meira. vonir mínar glæddust þegar ég sá að fólkið hafði náð á einhvern undraverðan hátt í sæti, hverjum þau sváfu hjá til að ná í þetta forláta borð veit ég ei en allavega þurfti ég ekki lengur að anda að mér hári sem er alltaf gottt mál.tónlistin á þessu shindiggi var alveg með eindæmum góð, og ég hitti marga drauga úr fortíðinni sem er líka gott mál. fullt af bjór, fékk meira að segja forláta krús til eignar, svo að ef á allt er litið var þetta bara ansi gott partý.
svooo ákvað ég að labba heim! það var ekki góð hugmynd! ég kann ekkert að labba heim yfir þessa vegavinnu maniu jafnvel þó að mér hafi verið leiðbeint oftar en einu sinni. svo að ég óð drullu og sand upp í nára, synti í pollum á stærð við haf og þurfti að brjóta ísinn með nefinu til að komast áfram. þegar upp úr pollinum var komið var stóór gjóta fyrir framan mig sem ég þurfti að klifra ofan í og upp úr aftur, stökk svo yfir læk og komst yfir hindranir margar alltaf með bjórkrúsina í hendinni, svo er sagt að ungdómurinn kunni ekki að bjarga sér! ævintýri vikunnar lokið ;) Áfram Þýskunemar

fimmtudagur, september 29, 2005

meira klukk

ætla að klukka þórunni London búa einnig og Sirrý þú ert líka klukkuð. og svo benti Lára mér á að Davíð hefur ekki svarað klukkinu hennar, hann er því hér með klukkaður af mér líka og verður því að skila 10 ónauðsynlegum upplisýngum um sjálfan sig svo að þið hin sjáið að það borgar sig ekki að bíða mú hhahahahhah mú hahahha.
og helga systir ef þú einhvern tímann slysast hingað inn þú ert klukkuð líka.

miðvikudagur, september 28, 2005

klukk

ég hef verið klukkuð..... og fyrir ykkur sem ekki skiljið hvað það er (ég var að læra það fyrir 2 dögum) þýðir það að maður á að skrifa 5 tilgangslaus atriði sem enginn vissi um þig......

# ég les Ísfólkið. kemur kannski engum á óvart en það sem þið ekki vitið er að þessar bækur eru snilld ég sem og aðrir gerum grín að þessum bókum og ég skammast mín stöðugt þegar ég er að lesa þær. en það verður að hafa það þó ég verði grýtt í næsta bókmenntafræðipartý....ísfólkið er æði! Klám galdrar og drama allt í litlum 47 bókum og þar hafið þið það...

# ég hekla. Þetta er það ónauðsynlegasta sem ég kann og samt er úr miklu að velja... ég get heklað töskur og hatta og allir fjölskyldumeðlimir mínir eiga tvennt af hvoru....

# ég horfi religiously á Buffy the vampire slayer og mér finnst hún æði!! og ég er ekki að horfa vegna þess að Sarah Michelle Geller er svo sæt eða svo flott eða hvaða rugludallaástæður fólk hefur fyrir því að glápa á þessa þætti... mér finnast þeir einfaldlega svona skemmtilegir punktur.

# ég hef talað við Penelope Cruz í símann.. og ég var ekki að hringja í hana...

# það allra leiðinlegasta sem ég geri er að sofa. Að sofa meira en 5-7 tíma á sólarhring er það asnalegasta sem til er, og að leggja sig á daginn er eitthvað sem fullfrískt fólk ætti ekki að gera maður sefur þegar maður er dauður. hatur mitt á miðdagsblundinum er slíkt að það jaðrar við þráhyggjuáráttu. þeir einu sem hafa leyfi til að eyða lífinu í að leggja sig eru eldra fólk sem hefur gert meira en ég í lífinu og ég get því ekki skammast í þeim og svo veikir vegna þess að já þeir eru veikir...

núna skal klukkinu haldið áfram og ég klukka hér með Lilju og Sibbu og þið hinar sem ekki eruð skráðar á þessa síðu eigið barasta að skrá ykkur og vera klukkaðar

laugardagur, september 24, 2005

ammili

jæja nú eiga systur mínar báðar amili 23 og 24 sept. frekar illa skipulagt hjá foreldrum vorum. ég er fegin að fá minn einka afmælismánuð!
litla systir mín er orðin 20 ára og lætur mér líða eins og ég sé hundrað. LITLA systir er 20 ára!! þarf að segja meira. árin fljúga fram hjá og ég verð eldri með hverri mínútunni, og anda rólega í bréfpoka, virkar plast poki nei að kafna!! gömul og vitlaus og með enga stefnu bý hjá mömmu og pabba sem að jaðrar við að vera perralegt og sé fram áað vera hér lengur vegna fjárskorts. ég erí fullorðinna manna tölu og á við fjárskort að stríða sökum yfireyðslu, mig vantar bara að eiga slyddujeppa og hús í grafarholti og þá er lífið fullkomið.
til hamingju með afmælin elsku helga og jóna 20 og 36 við erum á grafarbakkanum greyin mín.
yfir og út geitin Sylvía

þriðjudagur, september 06, 2005

byrjuð í skólanum. Loksins verð ég barasta að segja, sumarið er búið að vera fínt en ekkert topp sumar og ég bara hlakkaði til að byrja í skólanum aldrei þessu vant. Lýst vel á hlutina svona fyrstu tvo dagana og held jafn vel að ég eigi eftir að reyna að standa mig betur en á síðustu önn þar sem allt gekk svona helst til letilega!
það var gaur að byrja laga hjá okkur garðinn, soldið seinn finnst mér en allt er betra heldur enn rusla/arfa frumskógurinn sem búinn er að vera hérna fyrir utan í sumar og gefa til kynna að inni í húsinu búi fólk sem að er haldið mikilli félagsfælni og geti ekki stigið út úr húsi nema á´jónsmessunótt til að baða sig nakinn í dögg arfans í garðinum!
vonandi verður garðurinn almennilegur eftir snyrtinguna
gleðilegt skólaár

fimmtudagur, september 01, 2005

símadót

núna finnst mér gsm síma þróunin komin út í vitleysu, við verðum bókstaflega að eiga síma sem getur tekið myndir sent email tekið við faxi verið með infared sem enginn virðist þó kunna að nota almennilega!! og ég er alveg viss um að þegar að maður kaupir síma virðast þessir hlutir lífsnauðsynlegir.. ég get ekki verið án þess að síminn minn geti tekið upp hljóð jafnvel þó ég noti þann fítus aldrei! en eitt er það þó sem ég myndi vilja losna við úr símanum og það er að geta séð sms sem maður hefur sent sjálfur út! þetta er fáránlegur fítus, ég vil ekkert vita hvaða bull og vitleysu ég var að senda fólki í mjög misjöfnu ástandi, eða lesa aftur dramatísku smsin sem maður sendir fólki af djamminu þegar að það liggur heima í rúminu. maður lemur hausnum nógu mikið í vegginn yfir einhverju sem maður sagði að maður vill helst bara gleyma því sem maður skrifaði en það er ekki hægt því það er skráð inn á símann og maður getur lesið það daginn eftir og blótað sjálfum sér í sand og ösku fyrir fáránleg orðin sem frá manni koma á tólfta g´n t!!!!
stofnið með mér samtök gegn þessu!
heimurinn hefur ekki þörf fyrir svona.

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

ég vil taka þessa stund frá í það að gráta yfir því að þurfa að fara í sumar próf. reyndar get ég bara sjálfri mér um kennt að hafa ekki lært nægilega vel undir prófið síðast en ég vil enga að síður að þið vorkennið mér og öðrum sem neyðast til þess að taka slík próf um mitt sumar í góða veðrinu.. ok í rigningu og roki en samt þið vitið sumar...
ok ég er bara að kaffæra sjálfa mig gleði.
svo vil ég enn og aftur blóta stúdentagörðunum: blót:
og stelpur mínar heittelskaðar reynum nú að vera aktívari í þessu og getur einhver sagt mér hvernig hann skráði sig sem blogger hérna því ég var að reyna að skrá elínu og gat það ekki því tölvur hata mig og grátur...
yfir og út

föstudagur, ágúst 05, 2005

sumarið er að verða búið

jæja nú fer þessu sumri að ljúka! ég kláraði í dag síðasta daginn minn í Öskjuhlíðinni innan um unglinga og gamla perra.
ég er ekki alveg viss hvað ég á að hugsa um þetta, sumarið hefur verið allt of stutt, það er varla byrjað áður en því lýkur svo maður tali nú ekki um veðrið!
ég fer til London (a.k.a Súdan) á morgun. hlakka til en sprengjur..
partur af öllum íslendungum er þannig að maður neyðist til að fá sér bjór upp á leifstöð jafnvel þó klukkan sé 6 um morgun og maður sé með stírur í augunum eftir svefninn. Hlakka til að fá mér bjór á leifstöð. hvernig er sumarið ykkar?

sunnudagur, júlí 31, 2005

Bátafólkið

váá við kíktum í artic rafting í gær, urðum að sína Teis útlendingunum hvernig íslendingar haga sér í vatni!! og gvvvvvuð hvað þetta var gaman!!
Þetta byrjaði nú reyndar á því að bátafólkið hafði bókað allt of marga svo að við lentum í því að þurfa að vera í hundrað ára gömlum flotgöllum í stað últra kool blautbúninga ( ég hef bátafólkið grunað um að hafa ekki viljað sjá mig í leggings!!) en maður sættir sig við allt frá fólkinu sem að er að fara að "bjarga lífi" þínu á leið niður ánna!
Við fórum af stað einna síðust af stað og ég var búin að fylgjast með fólki í fyrstu flúðunum og gera grín af þeim sem duttu út í rétt komnir tvo metra!! ég hefði ekki átt að gera það ;) ... ég datt út í eftir hálfa mínútu og Nína hetjan mín kom mér til bjargar.. ég hló svo mikið að ég gat varla róið meira! æði...
svo fengum við að stökkva af klettum, synda í flúðum, leika jafnvægislistir á blöðrunni og við veltum bátnum og silgdum honum öfugt!! 3 tímum síðar blaut köld og ánægð var komið að landi og þá tók við 15 mínútna gangur upp í móti að húsinu sem hefði alveg mátt sleppa svona blautur með stígvélin full af vatni!
en ég mæli með þessu og sting upp á að við fáum fleiri með næst og gerum þetta að árlegum hlut... það er 12 tíma rafting ferð sem Nína var búin að fá augastað á fyrir næsta skipti allir með ;)

kveðja blauta rottan

sunnudagur, júlí 24, 2005

Kleprahengið

Ég vil bara nefna að þessi sumarbústaða ferð sem farin var núna um helgina var sú besta í manna minnum og ef elstu menn muna lengur skulu þeir bara gera svo vel og gleyma því.
Sólin fór ekki bak við ský nema rétt undir nóttina og þegar við hugsuðum til fallina vina í Reykjavík sem ekki komust sökum anna!! Ykkar var sárt saknað!

En eitt var það sem lærðist nýtt um helgina og það er hversu gott orð orðið kleprahengi er... við þ.e. ég og Steinunn eyddum stórum hluta laugardags að flissa yfir þessu orði en nú spyr ég getið þið sagt mér hvað orðið merkir?? ég veit það og núna veit steinunn það en vitið þið það??

Einnig hefur Sirrý löngum kvartað yfir því að hún hafi ekkert "nick name" innan hópsins, en á þessari helgi gleðinnar var það fundið héðan í frá verður hún ástúðlega kölluð Bremsufarið!! Geri aðrir betur! (Hún er svoooo brún eftir þýskaland íverið að við erum öfundsjúkar þess vegna fær hún þetta gæða nick ekki af því hún er með bremsufar!!)

alla vega vonandi verður þessi helgi endurtekin ár hvert og helst oftar... við komum með áfengi heim hvernig væri að fara aftur um næstu helgi??

Gleðileg jól kveðja páskahænan

fimmtudagur, júlí 14, 2005

enn meiri Höskuldur og Fjalar

Ég vildi bara nýta þetta tækifæri til að þakka auðsýndan stuðning við fæðingu þessarar nýju bloggsíðu. Við stelpurnar erum nýjar í heimi bloggsins og höfum átt í örðugleikum með að stíga okkar fyrstu skref. En tveir ungir menn hafa samt alltaf stutt við bakið á okkur á þessum erfiðu tímum. Í gegnum súrt og sætt hafa þessir drengir verið til staðar fyrir okkur, takk Höskuldur og Fjalar fyrir að bjarga þessari bloggsíðu frá stóru ruslafötunni á himnum. kossar og knús

.... takk líka þið hin

miðvikudagur, júlí 13, 2005

%&$#%&%$#!!!

helvíti, djöfull lífið er búið!!!
nú í hamingju minni hélt að ég væri að komast á lista yfir fólk sem er alveg að fara að fá húsnæði á stúdentagörðum, ég var komin niðurfyrir 20!
Núna sit ég eftir í skítnum með sárt ennið númer 81 á listanum, ég fæ aldrei húsnæði og neyðist til að búa heima hjá m og p alla ævi. Ég mun ekki áfellast ykkur fyrir að hætta að vilja þekkja mig, hver vill þekkja einhvern sem býr heima hjá foreldrum sínum um 40! Núna verð ég að vera atvinnulaus aumingi með hor! það sem stúdentagarðarnir hafa lagt á mig..
Grátúr ....sniff ... vorkenna mér....

föstudagur, júlí 08, 2005

Má ég spyrja hvað í helvítinu gengur eiginlega að okkur Íslendingum að kjósa mann eins og Halldór Ásgríms sem forsætisráðherra??
Maðurinn er fífl, sá einhver viðtalið við hann um sprengingarnar í London?' Umm... já þetta er ekki sambærilegt við 11 september en gott er að bera það saman....... já málsnillingur.... Þetta kemur ekki bara bretum við, það á að hugsa um heiminn í þessu samhengi líka.... já svoldið fljótur að snúa þessu uppa samúð fyrir okkur.... Íslendingar eiga eftir að eiga erfitt með þessar fréttir.... humm já en ekki breta sem búa í London, allt skal vera um okkur aumingja við......

Manninum tókst að snúa sprengju árás upp í einka samúðarstund Íslendinga í 3 setningum, ekkert nefndi hann heldur um að styðja breta eða veita þeim samúð okkar, ekkert var nefnt um Íslendinga sem eru búsettir í London af hans hálfu neiiii bara aumingja við út af þessu.

Samúð mína til London. Hörmungar sem þessar mega ekki kenna hatur.

Hvert fara týndir sokkar?

laugardagur, júlí 02, 2005

Væl

jæja vælukjóar!!!
hér hefur ansi mikið verið vælt um að við séum ekki nógu duglegar að blogga hérna inni!! það vonda við að reyna að laga þetta er að líf mitt er svo ómerkilegt þessa dagana að ég hef ekkert um að skrifa! svo þið sem vælið yfir þessu þið vitið hver þið eruð: takk fyrir að minna mig á hve innantómt líf mitt er og hversu ómerkileg ég og mitt vinafólk er. ég vona að þið sofið vel í nótt þið sem eigið meira líf en ég vitandi vits að þarna úti er einstaklingur sorglegri en þið!! ;)
kveðja bitrasta manneskja sunnan alpanna ( norðan þeirra er víst maður sem er bitrari en ég, ég verð að hitta hann, hann er tvíburasálin mín)
Gleðilegt sumar!!!

föstudagur, júní 17, 2005

Gamla gamla kona

tíminn er ansi afstæður ekki satt?
ég "lenti" í því í sumar að vinna sem leiðbeinandi hjá Vinnuskólanum sem þýðir að ég er hangandi með 15 krökkum úr níunda bekk alla virka daga. Mér finnst ég nú ekkert rosamikið eldri en þau!! ok kannski langt síðan ég var 15 ára en ég er nú ekkert á grafarbakkanum. enga að síður eru þessar elskur handviss um að ég sé að minnsta kosti 30, og ég var einnig spurð hvað ég ætti mörg börn!! ekki hvort ég ætti börn! þegar ég játaði fyrir þeim að eiga ekki eitt einasta kom spurnar svipur á þau og einn sagði " af hverju áttu ekki börn, þú ert orðin svo gömul?" Allt í lagi! ég er ekki enn þá fallega 14 en óþarfi að láta eins og maður sé að dauða kominn! 6ára börn og yngri mega spyrja svona ekki 15 ára gamlir krakkar! Ég er að hugsa um að mæta með göngugrind í vinnuna ámánudaginn!
Kveðja Elsta konan í Öskjuhlíðinni

miðvikudagur, júní 08, 2005

´Greinamerkjanotkun

Því var fleygt hérna á síðunni að ég nota of mikið af greinarmerkjum og þá helst upphrópunarmerkjum. Ég vil verja þessa notkun mína aðeins, til að byrja með þá finnast mér greinarmerki og þá sérstaklega upphrópunarmerki góð til þess að lýsa ástandi mínu og tilfinningum mínum þegar greinin er skrifuð og lesin. Það er ekki þar með sagt að ég myndi nota slík merki undir öllum kringumstæðum , en mér finnast þau eiga við á síðu sem þessari og svo eru þau líka bara svo skemmtileg. Hættið svo að kvarta, næst nota ég bara endalausa broskalla muhhhahahahahahmuhahah !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Skál fyrir greinamerkjum og notkun þeirra og þrefalt húrrahróp fyrir upphrópunarmerkjum: HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA.

sunnudagur, júní 05, 2005

helvíti

andskotinn...... ég er núna búin að vera á lista hjá stúdentagörðunum í heilt ár!!!!!!´og í síðustu viku hélt ég að það væri alveg að fara að koma að mér, ég var númer 14 á listanum en neiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii núna ákveða þeir að ég sé ekki nógu merkileg og það er búið að bömba mér í sæti 22 hvað er það eiginlega.,.......... djöfulli ómerkilegt þykir mér!!!!!!!!!!!!!!! ekki sátt to say the least..................

föstudagur, júní 03, 2005

Dauðinn

halló.........
ég fékk fréttir dauðans í dag, vinnan mín sem ég var svooooo ánægð með hefur breyst í dauðans angist mína!!!! ég er að fara að vera flokkstjóri yfir únglíngum og var bara helvíti ánægð með þá vinnu en núna........ núna er ég komin með upplýsingar um flokkinn minn og hvar ég á að vera...... ég er í Breiðholtinu með alla gettó krakkana.......... ég er hrædd mjög mjög hræddddddddd....... hvað á ég að gera við svona gettó krakka hummm hræðslan er að komast á hættulegt stig......... ef ég lifi ekki sumarið af þá elska ég ykkur öll og sakna ykkar sem krækiber í helvíti.

mánudagur, maí 30, 2005

´bored................

jæja nú er litla systir útskrifuð og engin veisla lengur að undirbúa..... og enn er 1 vika í vinnuna..... hvað á ég af mér að gera ............. hugmyndir eru ótrúlega vel þegnar......
til hamingju helga!

þriðjudagur, maí 24, 2005

Bless bless liljan mín!!

jæja eins og sést hér fyrir neðan er Lilja horfin til Tælands, beyglan sú arna!! Og fékk í dag veður af því að hún hefði sést flaksandi um á fílsbaki strax á fyrsta degi, sumir geta bara ekki tekið lífinu rólega!!
ég var að koma heim frá Kaupmannahöfn og ég verð bara að nefna að Reykjavík er ekki eins spennandi og Köben, og það er barasta ekkert gaman að vera komin heim!! (nema rétt þá tiil að hitta fólk, Íslendingar eru svo ansi skemmtilegir!)
hvað var þetta líka á fimmtudaginn með hana Selmu, ég var í mestu makindum að horfa á þessa keppni fullviss um getu Íslenska lagsins til að komast áfram, ég var umkringd dönum sem voru sama sinnis og svo gerist hörmungin....... Selma komst ekki áfram...... ég gjörsamlega missti andilitið og hef ekki enn fundið hluta af því!!! Þvílík sóun!! Gríska gellan var fín og hún vann alveg sanngjarnlega á laugardeginum en ég hefði viljað sleppa því að sjá gaurinn í bleika jakkanum gaula sig bláan í framan, Selma hefði alveg mátt fá hans pláss......
100 rokkprik til Noregs, þeir voru æði!!!
Hlakka til að sjá þig heima Lilfríður Jóns og stappaðu á svona eins og einni risakönguló í mínu nafni!!

þriðjudagur, maí 10, 2005

hrrrrffffppp

Eihverntímann fyrir ekki svo löngu sagði einhver(þú veist hver þú ert) að við ættum að gera blogg síðu, ég er að því hvar eru þið??

Svona til að segja eitthvað annað........ ég sá Bobby Fisher á röltinu niðri í bæ um daginn, hver leyfði honum eiginlega að koma hingað?? af hverju var sent eftir honum í einkaþotu?? Af hverju sækjum við ekki fleiri "flóttamenn" í einkaþotum??Og eru Íslendingar ekki alltaf að kvarta yfir of miklum innflytjendum á íslandi?? Samt eru allir voða stoltir af því að Bobby Fisher sé hérna?? hvað hefur hann nokkurn tímann gert merkilegt? Spilað skák? Vúúpíí ég get það líka............kannski ekkert sérstaklega vel en ég er að minnsta kosti ekki að taka pólitískar ákvarðanir með skákleik mínum. Við ættum að henda Bobby bleika úr landi og gefa peningana sem það kostaði okkur(eða vin hans) að koma hingað til góðgerðarmála, og hætta svo að kvarta yfir of mörgum innflytjendum!!!Burt með Bobba bleika!!!!!!!!!!!!

laugardagur, maí 07, 2005

Áfengisvíman

í þessari áfengisvímu verð ég að fá að bölva út í heiminn fyrir að auðvelda manni ekki hlutina!! af hverju þarf ég að borga? af hverju þarf ég að læra? af hverju þarf ég að vinna? af hverju þarf ég að gera nokkurn skapaðan hlut yfir höfuð? hvers vegna segir fólk að "til þess að njóta lífsins þarftu að gera eitthvað leiðinlegt (lesa í kaldhæðnistón) ??
Takk vinir fyrir að vera svona áhugaverðir og vekja lukku innra með mér og svo hægri snú!!!

Geðveila mín er snúin aftur....................

föstudagur, maí 06, 2005

Sokkar!!

Mig fýsir að vita hvað verður um alla stöku sokkana sem hverfa í þvottavélinni?? Því var fleygt í eyra mér um daginn að hringir Satúrnusar væru samansettir úr horfnum sokkum?? Fleiri hugmyndir einhver??
Kannski er sokkaþjófur á ferðinni sem er bara með einn fót?? Hann hefur þá verið ansi lengi að án þess að nást!! Og hann er þá búinn að finna hinn fullkomna glæp!!

Geðveila mín ágerist bara...........

miðvikudagur, maí 04, 2005

Geðheilsan

nú er ég búin í prófum og búin að fá geðheilsu mína til baka, þann hluta sem ég átti skilið að fá aftur það er.

og ég verð bara að minnast á þetta : Það er helvítis rigning og rok úti!!! um leið og ég klára prófin!! lífið er eintóm gleði!!

og stelpur hætta nú að hafa ekkert að segja, eina ráðið til að fá mig til að hætta að skrifa svona mikið er að skrifa meira sjálfar.
(svona inni í sviga verð ég líka að nefna að klukkan er ekki orðin 10 að morgni og ég er vöknuð!! það er helvíti skítt svona þegar maður er í prófum! Gleði mín er takmarkalaus.)

sjáiði stelpur hvað síðan er komin með mikið dót?? ég er svo klár ( Reyndar er Þórunn svo klár en ég ætla að hirða creditið! Muhhahahahahhah)
geðheilsa mín er ekki komin til baka

mánudagur, maí 02, 2005

%&$#%&%$#!!!

ég missti það litla vit sem ég hef akkurat núna..........

einhver verður að gefa mér smá af sínu.......................
góða nótt.........zzzzz...

sunnudagur, maí 01, 2005

hmmmm..

Þessi próf eru að gera mig geðveika, og ég hef ekkert leyfi til að kvarta því ég fer bara í eitt!! en ég ætla engu að síður að kvarta fyrir mína hönd sem og allra annarra sem nokkurn tíman hafa verið í prófum!
Prófin eru alltaf á leiðinlegum tíma, ALLTAF! rétt fyrir jól þegar maður verður að vinna meira en venjulega til að eiga fyrir gjöfum handa öllum ættingjum og vinum sem spretta upp um jól! og svo vill maður bara eyða þeim litla frítíma sem maður hefur í að baka smákökur og labba laugaveginn í nístings frosti... en neeeeeeeiiiii þá þarf maður að fara að lesa undir próf, húkandi eins og hæna á priki með bók í hönd (væng) langt fram á nótt til að geta klárað því að nóttin er eini tíminn sem maður hefur!
og svo kemur nýjárið og páskarnir allt voðafljótt að líða (af því ég er orðin svo hundgömul!!) og svo er komið gott veður sól í haga og maður sér sumarið fyrir sér, orðin glöð með að vera komin með sumarvinnu og lífið brosir við 3mánuðir af fríi búmmmmmmmm þú ert núna í prófum vinan, jafnvel þó að fyrsti sólargeislinn sem þú hefur séð í níu mánuði sé úti skalt þú vera inni að lesa undir próf 1000 bls hér 1000 bls þar allt til að passa að þú náir ekki eina sólargeislanum yfir sumarið. Því að um leið og þú ert búin í prófum þá kemur rigningin og þegar það klárast þá já þá koma fluguhelvítin, svo kemur kuldi vetur og allt byrjar aftur! og þið sem eruð algjörar Pollýönnur skuluð ekkert segja mér að ég geti bara lesið úti í sólinni til prófs því það er barasta engin sárabót, fyrir utan að blaðsíður bókanna eru svo hvítar í yndislegum sólargeislum vorsins að ég verð bókstaflega blind og sé aldrei sumar meir!!!!!
þessar línur eru kvartaðar af mér jafnvel þó ég sé bara í 1 prófi, þær eru kvartaðar fyrir ykkur hin sem ekki sjáið ykkur fært að skrifa þessar línur sökum tímaleysis í prófalestri. Góðan lestur og gott sumar, það sem maður fær að sjá af því !!!!!!!!
Inga

föstudagur, apríl 29, 2005

Loksins....

jæja stelpur. nú hef ég endanlega gefist upp fyrir tækninýjungum heimsins og skapað þessa síðu okkur til nota! Við höfum nú gengið í lið með öðrum meðlimum kvartliðsins og getum hér með kvartað að vild um allt og alla! Tími til kominn til að leggja morsvélarnar á hilluna! Gott kvart Inga