þriðjudagur, ágúst 23, 2005

ég vil taka þessa stund frá í það að gráta yfir því að þurfa að fara í sumar próf. reyndar get ég bara sjálfri mér um kennt að hafa ekki lært nægilega vel undir prófið síðast en ég vil enga að síður að þið vorkennið mér og öðrum sem neyðast til þess að taka slík próf um mitt sumar í góða veðrinu.. ok í rigningu og roki en samt þið vitið sumar...
ok ég er bara að kaffæra sjálfa mig gleði.
svo vil ég enn og aftur blóta stúdentagörðunum: blót:
og stelpur mínar heittelskaðar reynum nú að vera aktívari í þessu og getur einhver sagt mér hvernig hann skráði sig sem blogger hérna því ég var að reyna að skrá elínu og gat það ekki því tölvur hata mig og grátur...
yfir og út

föstudagur, ágúst 05, 2005

sumarið er að verða búið

jæja nú fer þessu sumri að ljúka! ég kláraði í dag síðasta daginn minn í Öskjuhlíðinni innan um unglinga og gamla perra.
ég er ekki alveg viss hvað ég á að hugsa um þetta, sumarið hefur verið allt of stutt, það er varla byrjað áður en því lýkur svo maður tali nú ekki um veðrið!
ég fer til London (a.k.a Súdan) á morgun. hlakka til en sprengjur..
partur af öllum íslendungum er þannig að maður neyðist til að fá sér bjór upp á leifstöð jafnvel þó klukkan sé 6 um morgun og maður sé með stírur í augunum eftir svefninn. Hlakka til að fá mér bjór á leifstöð. hvernig er sumarið ykkar?