mánudagur, september 25, 2006

Hver ætlar að koma á kvikmyndahátíð?


ég ákvað að peppa upp síðuna og gerast hamingjusöm alltaf!

sunnudagur, september 24, 2006

já helgin er búin. mánudagur ógnar manni með þurrkuntuskap og leiðindum. ég hef áður rætt um hatur mitt á g-strengsnærum en það er svo djúpstætt að ég hef ákveðið að ræða þetta enn frekar. hverjum datt þetta í hug? eins mikið og ég vildi geta kennt einhverjum karlfauskinum um þetta er ég nokkuð viss um að einhver kjánakonan hefur fundið upp á þess. konur eru konum verstar. hún hefur litið á tannþráð og vasaklút og ákveðið að spara og búa sér til nærur úr þessu. svo hefur vinkona hennar séð hana í fína dressinu og hugsað mikið er þetta smart og sniðugt, ég get leyft rasskinnunum að hlaupa frjálsar um í buxunum. eins get ég leyft hliðarböndunum að skerast inn í hliðarspikið og gert mig feitari en ella. maður getur litið út eins og bjúga með bandi! mikið er þetta góð hugmynd, ég vil koma þessu á sem tísku og til að tryggja það að þetta sé alveg örugglega óþægilegt fram í fingurgóma ætla ég að setja slaufur, semalíusteina og annars konar skraut alveg við rassboruna svo að það geti rispað rassinn á heimsku konugreyjunum sem asnast til þess að falla fyrir þessu.

til hamingju með ammilið helgipelg og hlöðver 37 og 21 grafarbakkinn bíður!

mánudagur, september 18, 2006

hvað er að íslendingum? er eitthvað í vatninu sem ég missti af?
jú jú gott hjá magna hann var ágætur í þessum rockstarþætti, en er ekki óþarfi að missa sig algerlega þegar manngreyið kemur heim?
það mætti halda að elvis hefði risið upp frá dauðum eins og fólk lét í smáralindinni í gær. ég ætlaði gjörsamlega að sniðganga þessa geðveilu en nei þessu var sjónvarpað og ég "neyddist" til þess að horfa á húsmæður úr borgarfirðinum missa hland þegar magni steig í salinn með sólgleraugu á nefinu í rigningunni á íslandi. manngreyið kemur heim til fjölskyldu sinnar eftir 3 mánaða fjarveru og íveru í sviðljósinu, finnst fólki líklegt að hann vilji koma í smáralindina og gefa 5 ára gömlum börnum eiginhandaráritanir í stað þess að fara heim til konu sinnar og barns og loka sig inni í mánuð! nei við heimtum að hann sýni og horfum svo á hann með aðdáun skekja sig á sviðinu syngjandi sama lagið og hann hefur sungið fjórum sinnum áður! jibbý!
velkominn heim magni

föstudagur, september 15, 2006

já september er hér. sumarið er horfið og venjuleiki vetursins að leggjast yfir mig. sumarið var nú ekkert spes reyndar en það er auðveldara að halda í vonina um gleði í júni en í október. það er augljóslega allt að fara til fjandans eins og svo oft áður. hamingjusamasti maður í heimi er dáinn og kjána grúppíurnar hans eru að skemmileggja fiskinn sem drap hann! já gáfumenni mikil augljóslega, fremjum tegundamorð út af einu skemmdu epli það í anda Irwins! sibbsið og drési eru stungin af til skotlandsins á ný og í þetta skipti ákváðu þau að stela áslaugu með sér! hrpmf. fengum þó lárus til baka þó að hún sé ægilega ástfangin og upptekin.
til að bæta gráu ofan á svart er ég orðin hreint alveg viss um að jónsi í sigurrós sé illmenni! hvert er heimurinn að fara þegar að maður sem lítur jafnsakleysislega út verður vondi gaurinn! ekki það að ég hafi neinar sannanir fyrir því. spænski rannsóknarrétturinn þurfti ekki sannanir ákkuru ætti ég að þarfnast þeirra!
ég vildi að snjórinn kæmi og frost mig vantar frost