þriðjudagur, ágúst 14, 2007

uppgefningur

ég gefst upp algerlega. ég hef löngum verið á eftir landanum þegar kemur að tækninni. ég neita að fá mér nýtt sjónvarp þó mitt sé háaldrað og svo lítið að stækkunarglerið fær mikla notkun(það er þó nýrra en tryllitækið hennar Lilfríðar... reyndar erum við öll yngri en tryllitækið hennar lilfríðar heimurinn varð til á eftir tryllitækinu hennar Lilfríðar) síminn minn var gamall ekki með myndavél, ekki með pólófónmókónówhatchamacallit tónum og engu hringja í og úr eitt og eitt sms. kunni smá á tölvur, word, exel og fínt lítið teikniforrit sem fylgdi með tölvunni. tímarnir hafa breyst, núna er ég komin með nýjan síma sem getur kíkt á emailinn minn á meðan hann tekur upp samtöl og myndir og bluetoothar hvað sem það nú er. hann hringir með silfurbarkarödd James Brown og sms hljóðið hræðir gamlar konur í bónus. ég kann á msn, ég blogga og núna nýverið er ég komin á myspace sem eftir því sem ég best fæ séð er allt fullkomlega tilgangslaust því eina fólkið sem ég tala við á þessu dóti er fólk sem ég hitti andlit í andlit með reglulegu millibili. ég kann líka að dánlóda og er meira að segja í "elítunni" á torrent.is. hvað varð eiginlega um einföldu tímana þegar maður fékk ekki fráhvarf við það eitt að yfir gefa tölvuna og andarteppu þegar síminn náði ekki sambandi. fallegir gullnir dagar þegar einhver dínglaði á dyrabjölluna og spurði hvort inga væri heima og mætti koma út í leiki. dagar þar sem maður var ekki grýttur fyrir að kunna ekki á myspace og skyrpt á mann fyrir að eiga síma sem var tæplega tveggja ára. og nú eru þeir komnir með eina vitleysuna enn... maður er ekki maður með mönnum ef maður er ekki með facebook hvað sem það nú er. ég gefst upp. ég er flutt upp í sveit. veriði bara margblessuð og sæl.