fimmtudagur, febrúar 28, 2008

ég hef verið að velta því fyrir mér upp á síðkastið hvað maður er í rauninni vitlaus! ég er búin að vera í skóla í 21 ár og á enn eftir slatta! mér finnst ég ekki vera neitt viturri en þegar ég var 5 ára að byrja í Ísaksskóla... þá var lífið einfalt, skólinn var geðveikt skemmtilegur mest megnis bara að syngja og lita ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu nema kannski að týna húslyklunum mínum en það gerðist einu sinni í viku svo ég var orðin nokkuð góð í að klifra upp á svalirnar og troða mér inn um gluggann (n.b. ég var svona 80 cm á hæð á þessum tíma svo þetta er ekki möguleiki mér til skemmtunar núna). engar peningaáhyggjur, engar áhyggjur af tilvonandi flutningum, engar áhyggjur af því að snjórinn sem bara vill ekki hætta að myndast hefti leið mína í skólann, engar áhyggjur af framtíðinni, fortíðinni, nútíðinni bara lita og syngja og troða sér inn um glugga. þegar ég var 5 ára þá vissi ég allt, ég vissi að þeir fullorðnu stjórnuðu í rauninni engu, maður þurfti bara að galdra fram eitt og eitt tár og þá fékk maður nákvæmlega það sem maður vildi ( var meira að segja með vikulegt grátatriði í sunnubúðinni til að góðu konurnar þar myndu gefa mér snúð og það virkaði í hvert einasta skipti!) ég vissi líka að ég ætlaði sko ekki að vera eins og hitt fullorðna fólkið þegar ég yrði fullorðin, ég ætlaði sko að halda í það að vera krakki a.m.k innra með mér, maður gerði það ekki. ég vissi hvað ég vildi og hvenær ég vildi það. ég vissi allt sem ég vildi vita já það var gott að vera 5 ára allt var svo svart og hvítt þá .... mmm já var nú reyndar að muna að mér fannst það ekkert gaman á þeim tíma verandi minni en allir og mér fannst ekkert gaman að hafa ekki val um neitt og ég gjörsamlega hataði þegar móðir mín klæddi mig í eins föt og litlu systur mína, sem gerðist ansi oft....... biturðin spyr víst ekki um aldur og ég held að mín hafi byrjað þá og farið versnandi með árunum. ég þakka guði fyrir það samt að vera ekki lengur 80 cm á hæð, það hefði verið vandræðalegt.

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

hérna á bifröst verður maður að sækja um leyfi til þess að sækja um í skiptiskólana út í heimi. Það eru til að mynda bara tveir sem fá leyfi til þess að sækja um í háskólann í Otaru og venjulega er það þannig að þeir sem bifröst mælir með þeir komast inn.
OG ÉG VAR AÐ FÁ ANNAÐ AF TVEIMUR LEYFUM TIL AÐ SÆKJA UM! JAPAN HÉR KEM ÉG!!

mánudagur, febrúar 04, 2008

mmm já ég varð eldri um daginn. og af því ég er að verða svona gömul ákvað ég að sækja um skiptinám svo ég geti frestað því ennfrekar að verða ábyrg og fullorðin! ég sótti um að fara til Otaru unversity, í fallega fallega Japan, um University of Manitoba sem er í Winnipeg, Kanada og Portobello College í Dublin, Írlandi. Ohhhhh langar samt mest að fá Otaru!