föstudagur, apríl 27, 2007


og sibbsen kemur heim í dag í faðm fósturjarðarinnar velkomin heim sibban mín.

föstudagur, apríl 20, 2007

fór í bíó í gær í miðjum ritgerðarsmíðum, gáfulegt ekki satt?
allavega fór að sjá Perfect stranger og bjóst nú sossum ekki við neinu og hún var alveg ágæt, bara svona bandarísk skemmtun. það sem kom mér hins vegar á óvart var hversu mikið magn af áfengi var í myndinni ( og já ég veit ég hljóma eins og gömul skorpnuð kelling en mér er bara alveg sama) aðalpersónurnar sáust nær aldrei án þess að hafa bjór, vín eða kokteil í hönd og öll atriðin hófust á einhvers konar áfengisflöskuopnunum. og aðalpersónan sást held ég einu sinni án áfengis og það var í sturtu og hún hljóp nánast í ískápinn á eftir til að sækja sér bjór. gott líf, skorpulifur er töff

mánudagur, apríl 16, 2007

allt í lagi ég er vön að væla, að kvarta, að skammast og vera yfirleitt fremur reið út í heiminn og íbúa hans. og allt í lagi ég geri mér fyllilega grein fyrir að ég hljóma eins og asni mestan hluta tímans en ég reyni þó að halda ranti mínu og orðagubbi fyrir mig og fólki sem er næst mér þá og þá stundina. og ég ætla ekki að hætta því. hefur einhver gluggað í tímaritið sem kom inn um lúgur landsmanna í vikunni, blaðið sem heitir því fjálega nafni 103 tímarit. á að vera einhvers konar auglýsingabæklingur um kringluna og verslanir hennar. jú jú allt gott og blessað, greip þennan bækling gluggaði í hann sjá sætan kjól, skó sem mig langar í og allt allt allt of dýrt hálsmen. svo fór ég að skoða blaðið nánar. framan á blaðinu er mynd af fjölskyldu, krakkinn er einn upp á eldhúsborð að skreyta köku á meðan mamma situr fyrir neðan í snípsíðum kjól með útglenntar lappir. var ekki verið að kvarta yfir fermingarbæklingnum og dónalegum myndum af smástelpum. svo fletti ég lengra, þetta virðist vera eitthvað þema í blaðinu svona fjölskyldu þema þar sem fleiri myndir af þessari hamingjusömu fjölskyldu. mamman sífellt í fínum fötum og horfir ekki á börn sín, hálf nakin í kynæsandi náttkjól í rúminu umkringd börnunum. ok smart. svo kíkti ég á textann, augljóslega er það verk manneskjunnar sem fann upp á þessari snilldarhugmynd að segja foreldrum hvernig best væri að ala upp börn sínog haldast jafnframt í tískunni. og ráðgjöfin inniheldur: þú lætur börnin bara elda og baka þá sparast tími og þú þarft ekki að hafa ofan af fyrir þeim. ef þau eru fleiri en eitt að elda eða baka er betra að fylgjast með þeim til að forðast kekki í matnum! svo verðuru að hafa bræður í sama herbergi og leyfa þeim að slást, til að forðast ferðir á slysavarðsdeildina er samt betra að hafa yngri bróðurinn með hjálm. inni. alltaf. og já börn eiga ekki að borða sykur og ekki hundar heldur. pant að þetta blað komi út aftur og sama manneskjan hanni konseptið, skemmtunin er augljós.

föstudagur, apríl 06, 2007

lilja sýndi mér þetta og ég vissi að hún myndi ekki setja þetta inn svo ég geri það bara... argandi snilld:

http://www.youtube.com/watch?v=R_kLwQJUqYU

mánudagur, apríl 02, 2007

ættingjar

ættingjar... þú getur ekki valið þá og þeir völdu þig ekki en þið þurfið enga að síður að deila plássi með þeim i einhverri veislunni eða erfidrykkjunni nokkrum sinnum á ári. mínir ættingjar eru sossum allt í lagi nema þau hafa þau áhrif á mig að mér líður eins og ég sé vel gölluð eða að minnsta kosti svakalega ófríð þar af leiðandi að ég er ekki með sjö börn hangandi utan á mér og einhvern aumingja í eftir dragi sem kallast kærasti/unnusti/ eiginmaður. Ég er í augum ættingja minna eldgömul piparjónka sem á sér ekki viðreisnarvon. Þess má geta að þetta er sama fólkið og heldur að það sé í fínasta lagi að vera óléttur löngu fyrir tvítugt! jæja það er svartur sauður í hverri fjölskyldu og mér til mikilar hamingju er það ég í minni. ég var allavega betri í þeirra augum þetta árið verandi orðin ljóshærð en ekki rauðhærð svarthærð eða sköllótt þökkum gvuði fyir það...