fimmtudagur, júlí 26, 2007

tarantínó er kominn til baka!! ég fór að sjá Death proof og mikið assgoti er hún skemmtileg!! þetta verður held ég nýja girlpower myndin... eins og öllum öðrum vonnabý kúl fólki hefur mér alltaf fundist tarantínó vera góður. allt sem hann kemur nálægt er að einhverjum hluta vegna alveg frábært. en upp á síðkastið hefur maðurinn verið að bregðast mér... Kill bill 1 var fín en sú seinni var barasta ekki upp á marga fiska. væmin kjánaleg og engan veginn nægilega stílfærð. og svo setur tarantínó litli nafn sitt við viðbjóð sem hostel. mynd eftir mann sem er augljóslega ansi truflaður á geði.. ekki þar með sagt að tarantínó sé það eigi hann hefur bara vit á að hafa betri hemil á sér að minnsta kosti svona til að byrja með. en núna hefur sá gamli snúið aftur. kominn á sinn stað með minnsta leikna hlutverkið í sinni eigin mynd ooooog myndin er glimrandi frá upphafi til enda. kurt russell rúlar.

þriðjudagur, júlí 17, 2007

sumar og gleði

já sumarið er komið og það er gaman. ég missti reyndar af heitasta sólardeginum vegna þess að ég fór á höfn í hornafirði og þar var enn þá vetur! gaman enga að síður. ég og vala fórum í rómantíska siglingu um jökulsárlónið og stálum okkur síðan jaka og hristum bailey´s, bailey´s er fallegur og góður með 1000 ára gömlum klaka. myndir koma síðar af þessum stórkostlega drykk. mér var bent á nýtt nafn fyrir bóndabæinn minn í framtíðinni. ekki minni-pulsa eins og nú er orðið frægt heldur bitra og viti menn ég fann húsið sem um var rætt og það var ekki sjabbý maður gæti nú bara breytt um skoðun eða sameinað minni bitra pulsa eða pulsu minni bitra bitri minni pulsu eða something....