miðvikudagur, ágúst 16, 2006

ég las á bloggi hlunkberts hins fræga að stalkerinn hefði fært sig yfir á tölvuöldina og maður mætti ekki lengur hitta neinn án þess að hafa einhverjar illa fengnar upplýsingar um viðkomandi sem hann/hún/það vill engann veginn að þú vitir. ég að sjálfsögðu var ansi sjokkeruð, sérstaklega þegar ég uppgötvaði að ég hef barasta aldrei prufað að gúgla einn né neinn. ákvað því að prófa. og af vöntun af spennandi fólki í lífi mínu ákvað ég að gúgla gleðidýrið sjálfa mig. það gekk ekki vel. fyrst prufaði ég nafnið á venjulega gúglinu. ekkert. fullt af ingum jónsdætrum og þórum jónsdætrum og allar hafa þær gert eitthvað merkilegt en ekki komma um frábær afrek mín í lífinu! svo ég ákvað að friða egóið, það hlyti að vera ein mynd af mér einhverstaðar ekki satt, maður er nú svo sætur. færði mig á myndagúglið. ekkert það kom reynar ertu viss um að hafa stafað leitarorðið rétt og gæti þetta verið eitthvað annað! egóið er í molum og ég er ekki til í stafrænum heimi.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

bananananas

ég trúi þessu ekki þjófnaður hefur átt sér stað. þeir sem hafa hitt mig í sumar hafa án efa heyrt mig segja orðið bananananas oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þetta fallega orð hefur gjörsamlega tekið yfir heilann minn litla! ég var síðan í sakleysi mínu að skoða fallegu síðuna hennar láru og þar sá ég að einhver hópur fólks hefur skírt bloggið sitt þessu íðilfagra nafni! ég get svvvooo guðsvarið það að ég hélt að þetta orð væri einkafáránleikinn minn en hrfffmp áfram bananananas!

banananas banananas