sunnudagur, desember 09, 2007

Lífið er

Lífið er ekki lengur brekka nema þá ef væri niður á við. búin í prófum og fékk metið og hætti löngu á undan ölllum öðrum sem er alltaf ánægjulegt að skilja aðra eftir í skítnum. komin í body shop drauma minna og jólin að koma lífið er ágætt barasta. það verða engin jól án smá hasars í body shop sponsorað af röggu og oddi. drakk mig fulla í gær og er að farast úr þynnkumóral sem er ekki gleðilegt en nauðsynlegt öðru hverju. ætla í leikhús í aften til að vinna upp á móti saurugu líferni gærdagsins með smá menningu. er móðguð út í feminista fyrir að enblína á kjánaleg málefni í stað fá almennilegt jafnrétti! hvaða máli skiptir hvort maður er ráðherra eða frú, ráðseti er kjánalegt orð sem gefur til kynna að ráðherrar þessa lands, konur eða karlar, eru barasta butlerar þjóðarinnar. og hvernig á hjúkrunarfólk að þekkja í sundur kynin ef ekki má setja börnin í bleikt fyrir stelpur og blátt fyrir stráka. hálf kjánalegt að þurfa í sífellu að kíkja í bleijuna hjá þessum nýju þjóðfélagsþegnum. beyglur.

þriðjudagur, nóvember 06, 2007



af hverju sá ég ekki þessa búninga fyrir hrekkjavökuna?? kannski get ég nælt mér í einn fyrir öskudaginn......

mánudagur, október 29, 2007

Já.....

... ég bý í sveit ísbílinn var að banka upp á og selja okkur ís! það er ekki hægt í bænum njaní njaní njaní

mánudagur, október 22, 2007

Til hamingju með afmælið Marta og Nína. Loksins orðnar gamlar og gráar eins og ég. velkomnar í niðurleiðina :) en jæja nú er nínsulingur á leið af landinu á ný mikill söknuður strax kominn í mig en það er vonandi stutt til jóla og endurkomu hennar. takk fyrir mig á laugardaginn dömur þetta var snilldin ein og bless nínsan mín og til hamingju með afmælið aftur báðar.

sunnudagur, október 21, 2007

Einn stuttur....

.... bara fyrir sibbuna mína.

mánudagur, október 15, 2007

Platan í hausnum á mér...

.. ég hef ný verðið komist að því að platan sem ég er með í hausnum síðan í víetnamstríðinu er ekki sú gleðiplata sem ég hélt hún væri. hún er að svíkja mig og valda veseni í lífi mínu þessa dagana. eins og ég hef talað um áður lenti ég í veseni með tölvuna mína, en ég fékk hana til baka borgaði handlegg og fótlegg fyrir viðgerð og reyndi að gleyma því að þetta hefði komið fyrir. sömu helgi og ég fékk tölvuna til baka bilaði glænýi síminn minn. hann hætti að leyfa mér að komast inn í missed calls og allt call loggið og hann vildi ekki leyfa mér að slökkva á takkahljóðinu sama hvað ég gerði. ekki mikil bilun sossum en pirrandi í glænýjum síma. hann er núna búinn að vera í viðgerð í tvær vikur. síminn er samt svo gleðilegur að lána mér síma á meðan og ég er þakklát þó ég sé eins og hálfviti með hann því ég kann ekki boffs í bala á hann. en anyways... ég er stórkostlega hamingju söm í skólanum með nýviðgerðu tölvuna mína þegar hér er komið við sögu. vafrandi á netinu, með office 2007 pakkann sem mig er búið að vanta síðan ég hóf nám hérna. ein vika, ein vika af gleði og þá hætti tölvan að virka hún pípti á mig eins og henni væri borgað fyrir það og sagði stórum stöfum windows will not open try later. já gleðiskammtur minn var búinn fyrir árið. ég bruna í bæinn í miðri viku fer með tölvuna í svartækni ( sama fyrirtæki og síðast) og rík inn. enginn í afgreiðslunni. ég æpi tölvan mín er biluð. og rauðhærði maðurinn kemur aftur, " nei blessuð" eins og við værum gamlir vinir, "ertu búin að láta hana bila aftur" ég blánaði næstum í framan og rauðhærði dvergurinn varð hræddur kallaði á ljóshærða vin sinn sem var ólíkt samúðarfyllri. þeir taka afrit af skjölunum mínum láta mig hafa og segjast ætla að reyna að koma tölvunni eins framalega í röðina og þeir mögulega geta. partý hugsa ég kannski verður hún bara tilbúin á morgun. augljóslega er ég of treystandi, ekki nægilega bitur og kaldhæðin á fólk og hegðan þeirra. ég fór á bifröst með gamla garminn á ný. hringdi svo vongóð á föstudaginn og spurði um tölvuna mína ástkæru. ljóshærði maðurinn ( sá rauðhærði var í bakgrunninum) sagði að "hann" hinn guðumlíki hefði sko skoðað tölvuna strax og stoltið í róm hans benti til að ég ætti að vera ótrúlega þakklát. nú sagði ég er hún tilbúin? " nei" sagði hann "harði diskurinn er ónýtur og við erum að bíða eftir honum að utan". harði diskurinn er ónýtur og þeir tóku ekki eftir því fyrir viku þegar hún var í viðgerð og þeim tókst að ná skjölum út af honum fyrir tveim dögum hugsaði ég ætli þeir hafi eyðilagt hann. svartækni hefur tekist að eyðileggja sakleysið í mér, hér eftir verð ég bitur gömul kona með enga samúð með náunganum. svartækni hefur einnig tekist að rukka mig fyrir þessa sakleysiseyðileggingu og láta hverfa öll skjölin úr bókmenntafræði náminu mínu þar á meðal BA ritgerðina mína. það er eins og ég hafi aldrei verið í bókmenntafræði. og ég var líka búin að borga öðrum fyrir að setja XP pro á tölvuna mína, það er horfið og ég þarf að láta gera það aftur. ég er ekki enn komin með tölvuna mína og ekki enn komin með símann. ég held að rafmagnstæki séu ekki fyrir mig. haldiði að ég geti fengið svona handsnúna tölvu??

miðvikudagur, október 03, 2007

Lára litla ofurmús

Einu sinni var lítil stelpa sem hét Lára. Hún var alltaf kölluð Lára litla ofurmús af vinum sínum og kunningjum. Það vissi sossum enginn af hverju hún var kölluð þetta, sumir sögðu að það væri vegna þess að pabbi hennar var sagður vera af músaættum aðrir héldu því einfaldlega fram að það væri vegna þess að Lára litla var einfaldlega alger ofurmús og útskýringar væri í raun ekki þörf!!
Hún Lára litla hitti villý voðasæta og gerðust þau hjón. þau áttu hund ef svo skildi kalla og hús en Lára litla ofurmús var ekki nægilega ánægð. hún var ánægð bara ekki alveg nógu ánægð. svo hún skráði sig í ofurhetjunám á bifröst í sveitinna miklu. en lára litla ofurmús var hrædd, hrædd við að fara frá villý voðasæta og maríó gleðihundi til að eyða dögum sínum í sveitinni ein, alein. en það sem lára litla ofurmús vissi ekki var að á leið í sveitina var líka önnur góð og skemmtileg stelpa, hún Inga megarotta sem ætlaði líka að fara að læra ofurhetjufræði á bifröst. þegar lára litla ofurmús frétti af komu ingu megarottu æpti hún af gleði og dansaði um stofuna með maríó gleðihund í fanginu og villý voðasæta á eftir sér. það sama gerði Inga megarotta án hunds og manns. Þær nagdýrastöllur lögðu því land undir fót og hófu ævintýri sitt á bifröst innan um vaxaða poshlinga og appelsínugular glimmergellur. saman standa þær nú gegn því að vera innlimaðar í glimmersamfélagið og við getum fylgst með ævintýrum þeirra á komandi mánuðum hér á gervahverfi alþýðunnar...
...framhald í næsta þætti...

miðvikudagur, september 26, 2007

mánudagur, september 24, 2007

tölvur

tölvan mín bilaði hentuglega daginn áður en ég byrjaði í nýjum skóla. ég byrjaði því í ó svo tölvusinnaða bifröst með gamla hæga kjánalega tölvu og allir hinir krakkarnir hlógu að mér. ég hringdi á hverjum degi í heila viku í fyrirtækið sem hafði lofað mér að gera við tölvuna mína. Nota bene það fyrirtæki fékk ég ekki að velja sjálf því tölvugreyið var í ábyrgð hjá vissu fyrirtæki og þanngað varð leið mín að liggja til þess að þurfa ekki að borga fyrir slíka viðgerð. í hvert sinn sem ég hringdi í viku eitt var sagt að hún væri í biðröð... sem ég verð að viðurkenna að mér fannst hálf kjánalegt! ef hún er í biðröð hvernig væri þá að ráða svona eins ogeinn tölvuviðgerða gaur/gellu í viðbót?? en allt í lagi. í viku tvö sagði maðurinn sem ég talaði við í dálítið pirruðum tón "hann" hver sem "hann" nú er er með tölvuna á borðinu hjá sér. sem eftir því sem ég best gat skilið þýddi samt ekki að "hann" væri að gera við tölvu greyið heldur að hún hefði verið uppfærð úr raðastöðu og upp á borð sem þýddi víst enga breytingu aðra en að símagaurinn gat sagt mér frá þessari stöðu mála stoltum rómi og orðið agalega móðgaður þegar ég spurði og hvað þýðir það fyrir mig og tölvuna mína? hann hafði litla sem enga samúð með mér og eineltinu sem ég hef nú lent í vegna þess hve tölvudruslan sem ég neyðist til að vera með er gömul. í þriðju viku var enn sagt við mig tölvan er á borðinu og tónn símagaursins var ekki lengur að fara í felur með gífurlegan pirringinn yfir því að ég skildi voga mér að heimta tölvuna á styttri tíma en mánuði. á föstudegi þriðju vikunnar hringdi ég svo fékk þau svör að nú væri "hann" að bíða eftir varahlut frá bretlandi sem kæmi um eða eftir helgi. þá gæti "hann" lagað tölvuna og ég fengi hana sem fyrst eftir það. ég var að vonum glöð en hugsaði með mér að tölvan hlyti að vera mjög lasin fyrst að útlenskir varahlutir væru það eina sem gætu bjargað henni. símagaurinn beið eftir því að ég hneigði mig fyrir honum því nú væri sko eitthvað að gerast. ég gerði það ekki. hann var fúll. korteri eftir þetta tiltölulega ánægjulega símtal fékk ég sms og í því stóð "tækið þitt er tilbúið komdu vinsamlegast að sækja það sem fyrst". nú hugsaði ég en skrítið var ekki varahluturinn á leiðinni um helgina? svo rann það upp fyrir mér minn trausti vinur símagaurinn, maður sem ég hafði talað við nánast á hverjum degi í heila viku hafði logið upp í opið geðið á mér. ég varð stórlega móðguð en glöð með að fá minn löngum þráða vin tölvuna til baka. ég brunaði í bæinn á vínrauðu þrumunni eins hratt og húnmögulega komst og renndi beinustu leið að þessu fyrirtæki og hljóp inn glöð í bragði æpti nánast að manninum "ég er komin að sækja tölvuna mína, nafnið er inga Þóra og þið senduð mér sms að hún væri tilbúin. hann horfir á mig eins og ég sé dálítið mikið skrýtin og bakar hægt burtu til að ég held að sækja tölvuna mína. svo heyri ég í honum tala að því ég held við hinn guðumlíka "hann" og segir Inga Þóra er komin það er þessi með flókna passwordið hvar er tölvan hennar? svo hlægja þeir samsærislega að mér og mínu asnalega lykilorði. "hann" segir við afgreiðsludúddann hún er þarna undir skakka kassanum. eru þeir að nota tölvuna mína til að afskekkja kassa hugsaði ég. en í þeim hugsunum gengur afgreiðsludúddinn fram og með litlu fallegu tölvuna mína í fanginu. ég táraðist næstum af gleði og hamingju yfir þessum endurfundum. hann réttir tölvuna að mér og eftir að hafa horft stóreygur á mig faðma hana fast að mér segir hann "14041 takk" "ha?" sagði ég "nei það getur ekki verið hún er sko í ábyrgð" " já" sagði kynsvelti rauðhærði maðurinn sem var á góðri leið með að eyðileggja góða föstudagsenduheimtingaskapið mitt, "já, en þessi bilun var sko ekki í ábyrgð" "nú" sagði ég "hvað var að"? "það veit ég ekki en það var þér að kenna svo við borgum það ekki" ég svaraði hálf hrædd " en en ef þið vitið ekki hvað var að hvernig vitiði að það var mér að kenna?" "bara" var svarið og svo sagt dáldið hærra en fyrr "14041 takk" og ég borgaði 14041 fyrir viðgerð á tölvunni minni, viðgerð sem enginn vissi hver var ekki einu sinni hinn guðumlíki "hann" ég borgaði kynsvelta rauðhærða manninum sem hlegið hafði að mér og ég borgaði fyrirtækinu sem hafði logið að mér á hverjum degi í þrjár vikur. ég borgaði. alltaf skal það vera ég sem borga. ég gekk út með tölvuna í fanginu svikin af ábyrgða plaggi, svikin af símagauravini mínum og svikin um gleði föstudagsins.

sunnudagur, september 02, 2007

þar kom að því... flutt úr borginni í fallegu sveitina. ég kvaddi bergþórugötuna með miklum harmi sem ég efast um að ég komist nokkurn tímann yfir og hélt leiðar minnar á óðalið í borgarfirðinum. ég sit núna á fyrsta degi ein í slotinu að drekka rauðvín og borða maltesers eins og fínum frúm sæmir. skólinn verður settur á morgun og svo tekur við það sem sveitlingarnir kalla leiðtogavika sem ég hef eftir bestu heimildum að er bara drykkja og hópstyrkileikir.... ég er svo góð í þeim ehemmmmm.
það gekk nú hálfbrösulega að komast hingað tölvu greyið bilaði á versta tíma og ég fæ hana ei til baka fyrr en eftir 2 vikur fráhvarf.... systur ómyndin í útlöndum svo ég þarf að búa ein með manni sem ég hef ekki hitt nema einu sinn áður... skemmtilega vandræðalegt!! gott að húsið er svo stórt að maður er heppinn að hitta einhvern einu sinni í viku. það er ekki nema stöð 1 hérna á sjónvarpinu og allar frumur líkama míns öskra á að fólk sem sættir sig við að hafa bara eina sjónvarpsstöð er engan veginn fólk að mínu skapi og til að bæta gráu ofan á svart er ekki vídjóleiga neitt á næstu grösum hneykslun mín á sér engin takmörk en ég bíð hér með öllum í fallega óðalið mitt í heimsókn bara sem fyrst lets be in the band

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

uppgefningur

ég gefst upp algerlega. ég hef löngum verið á eftir landanum þegar kemur að tækninni. ég neita að fá mér nýtt sjónvarp þó mitt sé háaldrað og svo lítið að stækkunarglerið fær mikla notkun(það er þó nýrra en tryllitækið hennar Lilfríðar... reyndar erum við öll yngri en tryllitækið hennar lilfríðar heimurinn varð til á eftir tryllitækinu hennar Lilfríðar) síminn minn var gamall ekki með myndavél, ekki með pólófónmókónówhatchamacallit tónum og engu hringja í og úr eitt og eitt sms. kunni smá á tölvur, word, exel og fínt lítið teikniforrit sem fylgdi með tölvunni. tímarnir hafa breyst, núna er ég komin með nýjan síma sem getur kíkt á emailinn minn á meðan hann tekur upp samtöl og myndir og bluetoothar hvað sem það nú er. hann hringir með silfurbarkarödd James Brown og sms hljóðið hræðir gamlar konur í bónus. ég kann á msn, ég blogga og núna nýverið er ég komin á myspace sem eftir því sem ég best fæ séð er allt fullkomlega tilgangslaust því eina fólkið sem ég tala við á þessu dóti er fólk sem ég hitti andlit í andlit með reglulegu millibili. ég kann líka að dánlóda og er meira að segja í "elítunni" á torrent.is. hvað varð eiginlega um einföldu tímana þegar maður fékk ekki fráhvarf við það eitt að yfir gefa tölvuna og andarteppu þegar síminn náði ekki sambandi. fallegir gullnir dagar þegar einhver dínglaði á dyrabjölluna og spurði hvort inga væri heima og mætti koma út í leiki. dagar þar sem maður var ekki grýttur fyrir að kunna ekki á myspace og skyrpt á mann fyrir að eiga síma sem var tæplega tveggja ára. og nú eru þeir komnir með eina vitleysuna enn... maður er ekki maður með mönnum ef maður er ekki með facebook hvað sem það nú er. ég gefst upp. ég er flutt upp í sveit. veriði bara margblessuð og sæl.

fimmtudagur, júlí 26, 2007

tarantínó er kominn til baka!! ég fór að sjá Death proof og mikið assgoti er hún skemmtileg!! þetta verður held ég nýja girlpower myndin... eins og öllum öðrum vonnabý kúl fólki hefur mér alltaf fundist tarantínó vera góður. allt sem hann kemur nálægt er að einhverjum hluta vegna alveg frábært. en upp á síðkastið hefur maðurinn verið að bregðast mér... Kill bill 1 var fín en sú seinni var barasta ekki upp á marga fiska. væmin kjánaleg og engan veginn nægilega stílfærð. og svo setur tarantínó litli nafn sitt við viðbjóð sem hostel. mynd eftir mann sem er augljóslega ansi truflaður á geði.. ekki þar með sagt að tarantínó sé það eigi hann hefur bara vit á að hafa betri hemil á sér að minnsta kosti svona til að byrja með. en núna hefur sá gamli snúið aftur. kominn á sinn stað með minnsta leikna hlutverkið í sinni eigin mynd ooooog myndin er glimrandi frá upphafi til enda. kurt russell rúlar.

þriðjudagur, júlí 17, 2007

sumar og gleði

já sumarið er komið og það er gaman. ég missti reyndar af heitasta sólardeginum vegna þess að ég fór á höfn í hornafirði og þar var enn þá vetur! gaman enga að síður. ég og vala fórum í rómantíska siglingu um jökulsárlónið og stálum okkur síðan jaka og hristum bailey´s, bailey´s er fallegur og góður með 1000 ára gömlum klaka. myndir koma síðar af þessum stórkostlega drykk. mér var bent á nýtt nafn fyrir bóndabæinn minn í framtíðinni. ekki minni-pulsa eins og nú er orðið frægt heldur bitra og viti menn ég fann húsið sem um var rætt og það var ekki sjabbý maður gæti nú bara breytt um skoðun eða sameinað minni bitra pulsa eða pulsu minni bitra bitri minni pulsu eða something....

mánudagur, júní 25, 2007

ÓKEY.......

Já já eitthvað að segja segiði....mmmm já ég ætla að segja ykkur frá fallega fallega froskinum mínum honum Húsa.... u já þá er ég búin að því nema já hann er grágrænn og pínkulítill næstum halakarta. og meira að segja uuuu það er sumar og ég var að útskrifast sem var mjjjjjög gaman og þið sem ekki mættuð eruð núna á svörtum lista í minni bók og þar er ekki gott að vera.
mmm já ætla í hallgeirsey þar næstu helgi til að vera full og kjánaleg eins og unglingur einhver sem vill koma með. mmm já hef ekkki meira að segja takk....

sunnudagur, maí 27, 2007

bestu helgi...

í langan tíma var að ljúka. fór á skóda ljóta fallega 450 kílómetra til litlu litlu hafnar í hornafirði og heimsótti ljúflinginn hann Markús og kjánalúsina móður hans. barnið er með eindæmum fallegt... held hann falli í minn helming fjölskyldunnar.... og mamma hans er ágæt líka. ég sá hesta og kindur eins og gengur og gerist í sveitinni. við fórum í sjóferð og vala var kapteinn ketkrókur. fengum að prófa fjórhjól í fjörunni og ég held ég sé ástfangin af græjjjunni, ef ég fæ einhvern tímann meira útborgað en 4 krónur á tímann þá ætla ég að kaupa mér svona strax. takk takk fyrir mig vala, völu mamma, völubróðir, völusonur, völuhundur, völuhestur og völuvinir. og til að gera helgina ennnnnnn betri skal farið á öldurhús borgarinnar og það á sunnudegi. hef ekkert nema gott að segja um hvítasunnuna. skódi ljóti fær hvíld enda búinn að standa sig eins og hetja farandi 930 kílómetra á einni helgi!

mánudagur, maí 14, 2007

hún kom...

hún sá og hún skrifaði BA ritgerð. nú hættir gamanið og praktíska lífið byrjar....partý

föstudagur, apríl 27, 2007


og sibbsen kemur heim í dag í faðm fósturjarðarinnar velkomin heim sibban mín.

föstudagur, apríl 20, 2007

fór í bíó í gær í miðjum ritgerðarsmíðum, gáfulegt ekki satt?
allavega fór að sjá Perfect stranger og bjóst nú sossum ekki við neinu og hún var alveg ágæt, bara svona bandarísk skemmtun. það sem kom mér hins vegar á óvart var hversu mikið magn af áfengi var í myndinni ( og já ég veit ég hljóma eins og gömul skorpnuð kelling en mér er bara alveg sama) aðalpersónurnar sáust nær aldrei án þess að hafa bjór, vín eða kokteil í hönd og öll atriðin hófust á einhvers konar áfengisflöskuopnunum. og aðalpersónan sást held ég einu sinni án áfengis og það var í sturtu og hún hljóp nánast í ískápinn á eftir til að sækja sér bjór. gott líf, skorpulifur er töff

mánudagur, apríl 16, 2007

allt í lagi ég er vön að væla, að kvarta, að skammast og vera yfirleitt fremur reið út í heiminn og íbúa hans. og allt í lagi ég geri mér fyllilega grein fyrir að ég hljóma eins og asni mestan hluta tímans en ég reyni þó að halda ranti mínu og orðagubbi fyrir mig og fólki sem er næst mér þá og þá stundina. og ég ætla ekki að hætta því. hefur einhver gluggað í tímaritið sem kom inn um lúgur landsmanna í vikunni, blaðið sem heitir því fjálega nafni 103 tímarit. á að vera einhvers konar auglýsingabæklingur um kringluna og verslanir hennar. jú jú allt gott og blessað, greip þennan bækling gluggaði í hann sjá sætan kjól, skó sem mig langar í og allt allt allt of dýrt hálsmen. svo fór ég að skoða blaðið nánar. framan á blaðinu er mynd af fjölskyldu, krakkinn er einn upp á eldhúsborð að skreyta köku á meðan mamma situr fyrir neðan í snípsíðum kjól með útglenntar lappir. var ekki verið að kvarta yfir fermingarbæklingnum og dónalegum myndum af smástelpum. svo fletti ég lengra, þetta virðist vera eitthvað þema í blaðinu svona fjölskyldu þema þar sem fleiri myndir af þessari hamingjusömu fjölskyldu. mamman sífellt í fínum fötum og horfir ekki á börn sín, hálf nakin í kynæsandi náttkjól í rúminu umkringd börnunum. ok smart. svo kíkti ég á textann, augljóslega er það verk manneskjunnar sem fann upp á þessari snilldarhugmynd að segja foreldrum hvernig best væri að ala upp börn sínog haldast jafnframt í tískunni. og ráðgjöfin inniheldur: þú lætur börnin bara elda og baka þá sparast tími og þú þarft ekki að hafa ofan af fyrir þeim. ef þau eru fleiri en eitt að elda eða baka er betra að fylgjast með þeim til að forðast kekki í matnum! svo verðuru að hafa bræður í sama herbergi og leyfa þeim að slást, til að forðast ferðir á slysavarðsdeildina er samt betra að hafa yngri bróðurinn með hjálm. inni. alltaf. og já börn eiga ekki að borða sykur og ekki hundar heldur. pant að þetta blað komi út aftur og sama manneskjan hanni konseptið, skemmtunin er augljós.

föstudagur, apríl 06, 2007

lilja sýndi mér þetta og ég vissi að hún myndi ekki setja þetta inn svo ég geri það bara... argandi snilld:

http://www.youtube.com/watch?v=R_kLwQJUqYU

mánudagur, apríl 02, 2007

ættingjar

ættingjar... þú getur ekki valið þá og þeir völdu þig ekki en þið þurfið enga að síður að deila plássi með þeim i einhverri veislunni eða erfidrykkjunni nokkrum sinnum á ári. mínir ættingjar eru sossum allt í lagi nema þau hafa þau áhrif á mig að mér líður eins og ég sé vel gölluð eða að minnsta kosti svakalega ófríð þar af leiðandi að ég er ekki með sjö börn hangandi utan á mér og einhvern aumingja í eftir dragi sem kallast kærasti/unnusti/ eiginmaður. Ég er í augum ættingja minna eldgömul piparjónka sem á sér ekki viðreisnarvon. Þess má geta að þetta er sama fólkið og heldur að það sé í fínasta lagi að vera óléttur löngu fyrir tvítugt! jæja það er svartur sauður í hverri fjölskyldu og mér til mikilar hamingju er það ég í minni. ég var allavega betri í þeirra augum þetta árið verandi orðin ljóshærð en ekki rauðhærð svarthærð eða sköllótt þökkum gvuði fyir það...

mánudagur, mars 26, 2007

það er ótrúlega mikið til af skrýtnu fólki. ég var í röðinni á oliver um helgina, standandi undir leku skýli með skríl sem ég hafði takmarkaðan áhuga á að vera nálægt og áfengisþokan að hverfa hratt á braut. jú ljósi punkturinn var nú að ég var að djamma með systur lúsinni minni og það hef ég ekki gert í langan tíma. allavega skríllinn í kringum mig var í meira lagi skrítinn eins og áður kom fram. einhverja hluta vegna voru nær allir að tala um að Jude Law hefði verið þarna kvöldið áður og að hann/hún eða það hafi hitt stjörnuna góðu og nú væri viðkomandi besti vinur/vinkona/ástkona stjörnunnar. ég vona Jude laws vegna að hann hafi ekki hitt þetta ágæta fólk kvöldið áður og þaðan af síður orðið svo heillaður að orð finnist eigi.
ásamt aðdáendaklúbbi Mr. Laws voru þarna í röðinni stærsti dvergur í heimi sem var í fylgd með minnsta risa heims. skeggjaða konan og sterki maðurinn voru víst farin heim, hún var búin að drekka of mikið og hann ákvað að bera hana heim.

þriðjudagur, mars 06, 2007

það væri óskandi að lífið væri eins og sjónvarpið... maður gæti átt í rifrildi þar sem hin manneskjan grípur aldrei framm í fyrir þér og hustar á þig. þú þarft aldrei framar að segja bless í´símann og getur gengið út úr herbergi í miðju samtali vegna þess að þú ert búin að segja það sem þér finnst og enginn stöðvar þig. ef einhver móðgar kærustuna/kærastann móður þína föður eða bara einhvern er alltaf lausnin að gefa viðkomandi einn á trýnið, hann/hún fellur eftir eitt högg stórhneykslaður/uð með hönd á munni en gerir ekkert til baka. allir eiga í ótrúlega tímafrekum dramatískum vandamálum sem láta okkar einföldu smávandamál eins og að skila BA ritgerð líta út fyrir að vera bara kjánalegar áhyggjur smábarna....já ef lífið væri sjónvarp

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

I am a Kajak hear me roar!

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

jú jú það er í fínu lagi að fylgjast með teiknimyndasögum, að líka vel við þær og jafnvel að ramma þær inn og hengja á veggina hjá sér en er ekki full langt gengið að skýra barnið sitt Kal-el, vesalings drengurinn verður að aumingja með þetta nafn það er nokkuð ljóst. Nicholas Cage hefur líklega alltaf verið frekar furðulegur en þetta er nú einum of...

mánudagur, febrúar 12, 2007

finnst ykkur stundum eins og einhver annar noti íbúðina/húsið/herbergið sem þið eigið meðan þið eruð ekki þar. ég hef fengið þessa tilfinningu meira og meira upp á síðkastið. mér hefur fundist þetta frá því ég flutti inn á bergþóruna en verandi mesti scatterbrain í heimi hef ég ekki pælt meira í því þegar ég finn dótið mitt á öðrum stað en mig minnti að ég hefði lagt það frá mér en nú er þetta farið að keyra út yfir allan þjófabálk. ekkert sem ég á er á réttum stað. og ég finn ekki lengur kjúklinginn sem ég veit að var inní frysti og frystihólfið mitt er á stærð við frímerki, ætti ekki að vera auðvelt að týnast þar inni! það er erfitt að hugsa um það að einhver annar noti dótið mitt og sé í íbúðinni minni sérstaklega þegar maður er svo þunnur að manni er illt í hárinu!

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

það er kominn febrúar. ekki merkilegar fréttir kannski en gerir það enga að síður að verkum að ég virðist hafa komist í gegnum fyrsa mánuð þessa ágæta árs án þess að taka nokkuð eftir því. allavega það er kominn febrúar.

ég hef í gegnum tíðina forðast það að horfa á fréttatímann, fyrst af því að ég nennti því ekki, fullorðið fólk að röfla hver nennir því. núna horfi ég ekki á fréttirnar því að það gerir mig sorgmædda, reiða og bitrari en ella. misnotkun á öllum tímum, aldri og kynjum. fyrirmenn í þjóðfélaginu standa jafnvel fyrir því. bandamenn að skjóta niður bandamenn óvart.... æi úpps ég missti sprengjuna mína á gaurinn helduru að það sé ekki í lagi? selja ungabörn í rússlandi fyrir 40000 kall, ætli maður finni greyin ekki ódýrara annarsstaðar, barn fyrir 40000 chihuahua fyrir 250000 það er fullkomið réttlæti. laminn með garðslöngu fyrir að setja spýtu í klósettið. sendur á barnaheimili í fimm ár fyrir að líka illa við yngra systkinið þitt, þess má geta að barnaheimilið var þekkt fyrir alls konar misnotkun heimurinn er að fara til fjandans. ég ætla bara að halda áfram á að horfa á lois og clark og þeirra dásamlegu vandamál, þið megið eiga fréttirnar og restina af raunveruleikanum

laugardagur, febrúar 03, 2007

Drottning á heimilinu!

jáhhhh á bernsku heimili mínu er drottning, alvöru hreinræktuð fegurðardrottning. litla systurlúsin mín var kosin ungfrú Bifró í gærkvöldi, sér til mikillar ánægju. til hamingju systur lús með fegurðar sigurinn!!!

sunnudagur, janúar 14, 2007

af-jólun

að jólaskreyta íbúðina mína í fyrsta skipið var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert í langan tíma(segir kannski meira um leiðindalífið mitt en nokkuð annað). ég gat skreytt eftir mínu höfði á mínum tíma og haft kveikt á seríum lengur en í klukkutíma í senn(eigandi föður sem er eldhræddasti maður veraldar er ekkert gaman í desember). ég valdi litina sjálf og setti allt upp sjálf, negldi meira að segja nokkra nagla í veggi, hjó neðan af jólatrénu sjálf og passaði að það fengi nóg að drekka allt sjálf. og núna í mesta skammdegi ársins er ég neydd af samfélaginu til þess að taka allt fallega fallega dótið niður og setja það í kassa fram á næst ár! lífið er ekki sanngjarnt. ég vil ekki af-jóla íbúðina mína hún verður niðurdrepandi þegar rauður og hvítur bjarmi lýsir hana ekki upp. en ég er samfélgaslega hneigð og því ætla ég að gefast upp og taka niður jóladótið í dag með sorg í hjarta og tár á hvarmi, er einhver sem vill ættleiða lítillega notað jólatré?

föstudagur, janúar 12, 2007

grátur...

og þau fóru. Sibba, andri og áslaug fóru á vit skotanna. vala með nýju kynslóðina til hafnar. lilja á fund fiskanna. marta á fund vitleysinganna. auður, davíð, halla, gyða og aðrir bókmenntafræðingar úr skólanum. eiríkur og bergur á vit vinnunnar. lára til kærastalands og einn situr maður eftir með sárt ennið í skólanum og það eina sem ég vildi að færi kom aftur...kafaldssnjór!
grenjað á gresjunni