miðvikudagur, október 25, 2006

Lára og Eiki

....allt fyrir þig lára mín....

mánudagur, október 23, 2006

worthless friend

ég asnaðist til þess að svara í símann fyrir tveimur vikum þegar leyninúmer var við það að hringja í mig. ekki frásögu færandi. en þegar ég svaraði var á hinni línunni ung kona sem hreiti því út úr sér að ég væri í einhvers konar úrtaki hjá capacent og hvort ég gæti svarað nokkrum spurningum bara örfáar mínútur þið skiljið. af einskærri forvitni hugsaði ég mmm capacent hvað ætli það sé og konan skynjaði hikið mitt og stökk á slagæðina þetta er ekkert mál bara smástund hjálpar okkur ótrúlega mikið og þú getur unnið svona og hins segin verðlaun. jæja hugsaði akkuru ekki kannski er þetta skemmtilegri spurningar en hjá gallup. og svo hófust spurningarnar, þær voru ekkert skemmtilegri en hjá gallup. og eftir um það bil 15 mín af þessu bulli næ ég að spyrja, hvaða fyrirtæki er þetta capacent? þetta er nýja nafnið á gallup segir unga konan að mér finnst skömmustulega. ég hefði átt að skellla á þarna ég þoli ekki gallup en nei ég er veiklunduð og hélt að þetta væri nú að fara að klárast. korteri seinna og 1000 spurningum um hugsanir mínar um byko sem ég hef ekki komið inn í fjölda ára segir unga konan jæja núna ætla ég að spyrja þig nokkrar spurningar sem við notum til úrlausnar á þessari könnun. til úrlausnar hugsaði ég til hvers voru þá allar hinar? er hún að gera grín að mér? þegar ég var orðin úrkula vonar um að sleppa nokkurn tímann aftur úr símanum og viljastyrkur minn og lífsvilji voru brotnir og nær horfnir þá segir þessi nýja vinkona mín. jæja þessu er lokið hvorn vinninginn viltu eiga von á: 5000kr fyrir þig í verslunarmiðstöð eða gefa í þínu nafni 2000 kr til fátækra barna einhver staðar í heiminum. mmmm já hvort vil ég. ég valdi börnin auðvitað mig vantar sossum ekkert. þegar hún var síðan búin að brjóta mig algerlega vílaði hún mig til að skrá mig í eitthvað sem hún kallaði viðhorfshóp. og núna þarf ég að svara 20 mín netkönnunum einu sinni í viku.

er að hugsa um að henda símanum mínum.


vil minnast á það að ég er erworthless friend. til hamingju með ammilið lárus minn og líka eiki ammili sem ég gleymdi. eru þa fleiri? alla vega ég ber við elliglöpum afsakið og til hamingju með hækkandi tölustafi

sunnudagur, október 22, 2006

amilissaungur

þær eiga afmæli í dag
þær eiga afmæli ídag
þær eiga afmæli, nína og marta,
þær eiga afmæli í dag

þær eru 24 ára í dag
þær eru 24 ára í dag
þær eru 24 ára, nína og marta,
þær eru 24 ára í dag.

og þrefalt´húrra fyrir þeim húrra húrra húrra.

fimmtudagur, október 12, 2006

hvernig finnst ykkur þesssi bleiku ósköp hérna? ég er engan vegin viss um að ég höndli þetta öllu lengur! bleik gleði og sykurpúðar eru einungis eitthvað sem ég get feikað í svo og svo langan tíma!

og hver ætlar að nýta sér gjafmildi og gleði þýskunema og koma í risatjald að drekka ódýran bjór í lederhausen og jóðla?

sunnudagur, október 08, 2006

hvernig stendur á því að það eru 7 manneskjur skráðar á þessa guðdómlegu síðu en ég virðist vera sú eina sem á nægilega lítið líf til þess að röfla á þessari síðu? hvar eruð þið dömur og af hverju hafið þið ekkert að segja! finnið tíma ég þarf eitthvað að lesa í þessu leiðindalífi mínu!

kvikmyndahátíðin var að klárast, allaf auðvitað of stutt og endar of hratt. ég er ekki ánægð með hversu fáar myndir ég hef séð en ég hef í það minnsta verið heppin, prinsessa var mjög góð og líka Taxidermia, hún kom líklega mest á óvart. guantanamo vakti mann til hugsunar og viðvera mannanna tveggja jók það hversu hneykslaður maður getur orðið yfir runnabjálfanum.

í hamingjusömum fréttum kláraði ég ritgerð í miklum flýti áðan, var ekki ánægð en tímalaus eins og alltaf, svo kíkti ég inn á netið, stolna heimanetið mitt og sá frétt á uglunni um fallega fallega frestun fram á miðvikudag! nú get ég klárað ritgerðina almennilega. og fréttin við hlið þessarar var sú að það er frí í síðasta tímanum mínum á morgun. all in all góður góður sunnudagur, ekki þunn, góður matur a la mamsa og frestur og frí júbdí þessi bleika síða virðist barasta vera að virka.

skál