miðvikudagur, apríl 26, 2006

ég hef verið að velta því fyrir mér í langan tíma hvað vantar eiginlega í okkur íslendinga, erum við svona af því að forfeðurnir eru of skildir eða er uppeldið bara svona heimskulegt? við sættum okkur við allan andskotann, látum taka okkur aftan frá af olíurisum og brosum svo framan í heiminn þegar þeir þurfa að borga einn tíunda af illa fengnum gróða sínum í sekt og svo lækkar bensínverðið barasta ekki boffs.
við höfum líka löngum talið okkur trú um að hlutirnir hérna séu svona dýrir vegna þess að það er svo helvíti dýrt að flytja þá inn... af hverju kosta þá helvítis páskaeggin milljóna kall á grammið. og af hverju látum við selja okkur kælt slef í glasi með járnbragði á 600 kr. 600 kr. ég þykist nokkuð viss um að "aumingja" bareigendur þessa lands kaupi ekki bjórbyrgðirnar sínar á 600 kall glasið, ekki einu sinni 60 kall og við brosum bara enn breiðar beygjum okkur framm enn einu sinni. og svo ég haldi nú áfram af hverju lækka gamlir geisladiskar ekki í verði, ég vil ekki kaupa mér 2unlimited disk frá 92 á sama verði og glænýja ofurdiska! (ég vil reyndar barasta ekki eiga 2unlimited)
við vinnum alltof mikið fyrir þessum örfáu aurum sem við svo eyðum í allt allt allt of dýra hluti, já að vera íslendingur er frábært, gerist ekki betra, en við hverju var svo sem að búast af fólki sem kaus davíð oddson yfir sig 100 sinnum í röð.

spurning um að yfirgefa landið eða hlusta á rússneska herforingjann og gera ísland að fangaeyju fyrir hættulegustu glæpamenn heims, segðu þeim að sígarettur kosti 580 kall pakkinn og reyndu svo að lifa það af!

þriðjudagur, apríl 11, 2006

hvað varð eiginlega um þetta ár og kannski bara síðasta ár líka? ég verð orðin 100 ára eða dauð hvort sem kemur á undan áður en ég hef tíma til þess að bregðast við. það er eins gott að einhver ykkar þarna úti finni upp vél til að gera mann ódauðlegann annars kem ég engu í verk framar. hmmm það sem ég gæti gert með ódauðleika ú eða ósýnileika og að geta flogið. er ekki einhver til í að redda þessu bara sem fyrst?