þriðjudagur, desember 20, 2005

ég skaut mig í fótinn

Póstaðu í kommentin og ...

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð/matur minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér eða þá eftirminnilegustu
5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt fyrir mér lengi um þig
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!


jólin burt...

föstudagur, desember 16, 2005

skild' það vera jólahjól

af hverju eru allir svona glaðir? fólk valhoppar niður göturnar með skítaglott á vör í nístings kulda sem það lætur ekkert á sig fá. afgreiðslufólk í búðum keppist um að bjóða góðan dag og óska manni gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári... hvað í helvítinu kemur þeim við hvernig ég eyði jólunum eða hvort ég verð farsæl á næsta ári. ekkert.
gleðin í desember er of mikið fyrir mig. þegar ég fæ alla farsældina á næsta ári ætla ég að kaupa mér eyðieyju og vera þar í desember. jólalög í útvarpinu. jólaskraut allstaðar. jólasveinar.

kveðja Skröggur

fimmtudagur, desember 15, 2005

svefn er fyrir aumingja

ég er að hugsa um að banna jólin.. að minnsta kosti fresta þeim. já það væri gottt. við gætum haft jólin í júní. jólagjafir yrðu ódýrari því við gætum kveypt þær á sumarútsölum. einnig væri ekki alltaf dimmt þannig að óþarfi væri að hengja út jólaskraut. jólasveinarnir væru í dvala og við þyrftum ekki að kljást við þá. best væri samt að þá væri desember bara eins og hver annar mánuður. hann myndi hætta að hafa þessa sérstöðu og hinir mánuðirnir myndu ekki vera eins öfundsjúkir. júní er svo góður að hann myndi ekki monta sig. ég legg því til að 24 júní verði aðfangadagur. og að við leggjum niður restina af þessu rugli. engan annan í jólum eða jóladag eða svoleiðis vitleysu...

það er erfitt að vera á lífi svona snemma morguns...

jólaskapið er dautt

miðvikudagur, desember 14, 2005

jeppar og fólkið þeirra

ég hata jeppafólk. í umferðinni með símann á eyranu ekki horfandi í kringum sig. keyrandi hraðar en allir vegna þess að það er á jeppum. fólk sem fer aldrei út úr borginn, aldrei af malbikinu en á samt fjórhjóladrifinn risa jeppa með 1000" dekkjum. frábært. leggja í þrjú stæði af því að bíllinn er svo endalaust stór að annað gengur ekki. leggja fyrir fólk bruna yfir á gatnamótum í veg fyrir saklausa einstaklinga einungis vegna þess að "þeir" eru á jeppum. ég hata fólk á jeppum.

ég þoli ekki fólk í bíó sem hlær á óviðeigandi stöðum. var á The Iceharvest í gær, ágæt mynd sossum en það voru bjánar í salnum sem hlógu að öllu. konan þín er dauð AHahahahhahah. þú skaust konuna þína á aðfangadagskvöld ajahahahaah. og svo framvegis.

jólaskapið er mætt

gleðileg jól...

föstudagur, desember 09, 2005

ég fór í bíó í gær. og í miðjum fyrri helmingi myndarinnar þurfti ég á klósettið (blaðran mín fylgir ekki reglum um hlé og getur ekki beðið eftir því að myndin sé búin. það er núna eða þú skilur eftir blautan blett í bíósæti) ég klofa yfir fólk er fyrir og kemst loks út úr salnum, fer upp stiga og opna hurðina að kvennaklósettinu, á móti mér tekur þessi líka dramatíska tónlist á fullum hljóðstyrk. þegar ég fer að hlusta betur tek ég eftir því að ég er að pissa við þemalagið úr The Godfather. geri aðrir betur.. mér hefur aldrei liðið jafnmerkilega og á þessari stundu. ein inni á myntugrænu klósetti að pissa í takt við lagið úr the Godfather sem er blastað svo hátt að speglarnir víbra. hátindinum hefur verið náð, leiðin liggur niður á við héðan...

fimmtudagur, desember 08, 2005

þar af leiðandi að litlu systur minni hefur tekist að týna hulstrinu sem ég geymi flest alla geisladiskana mína hef ég upp á síðustu daga neyðst til þess að fara aftast í safnið og hlusta á elstu diskana mína, diska sem ekki eldast vel. ég þarf að hlusta á tónlist í vinnunni annars verð ég lasin svo ég greip gömludiskabunka með mér í vinnuna í gær. Lauren Hill var skemmtileg nostalgía og Kelis ekki svo mikið en vá hvað ég var búin að gleyma hversu skemmtilegir Incubus geta verið. hlusta á þá.

hvað er líka með versnandi heim. jólaleikur kók er hræðilegur. ég hélt að sumarleikurinn hefði verið ló point en nei.. man einhver eftir því þegar kók leikirnir höfðu almennilega vinninga, gsm síma og utanlandsferðir í stað einnota jójós og gerðu þína eigin skutlu leiðbeiningar. er kók að fara á hausinn eða?

skemmtilegt nokk

þriðjudagur, desember 06, 2005

ég er ein af þessu ó só skemmtilega fólki sem skiptir sífellt á milli stöðva þegar auglýsingahléin byrja. ég einfaldlega höndla ekki auglýsingar, finnst þær ósegjanlega pirrandi og óþarfi og bara asnalegar. þar af leiðandi hef ég ekki horft á auglýsingar í háa herrans tíð, og er sossum ekkert að væla yfir því. en þegar jólin nálgast virðast auglýsendur tryllast við að troða einhverjum óþarfa hlutum upp á saklausan almenning og sjónvarpsdagskránni seinkar á hverjum degi vegna yfirgengilegs magns auðvirðilegra auglýsinga sem keppast við að selja manni allan fjandann. þegar maður hefur einnungis 4 stöðvar kemur alltaf sá tími kvölds að maður skiptir milli stöðva þegar hið hræðilega auglýsingahlé hefst, maður reynir að komast í öryggið á hinum stöðvunum en sér manni til hrellingar að það er engrar undankomu auðið... það eru auglýsingar alls staðar, á öllum stöðvum. og þá sá ég auglýsingu sem nú hefur bjargað trú minni á mannkynið á auglýsinguna og á jólin.. og það var ilmvatnsauglýsing meira að segja... þetta er auglýsingin fyrir Calvin Klein ilmvatnið sem ég man ekkert hvað heitir... jólunum reddað neyðist ekki til að biðja foreldrana um slyddujeppa eða heimilistryggingu í jólagjöf.

mánudagur, desember 05, 2005

ammilisbarn

takk sibban mín fyrir frábært ammilisboð. fyrir dansinn sem olli blóði. fyrir allan góða matinn. og allt góða fólkið. fyrir húsnæðið og fyrir allt bara.
það eru myndir eins og alltaf þessa dagana...

fimmtudagur, desember 01, 2005

dauði og drepsóttir

keðjubréf eru eitthvað sem ég þoli ekki, hatur mitt á þeim jaðrar við þráhyggju. enga að síður get ég ekki hjátrúar minnar vegna sleppt því að svara þeim. (ég er líka uppfull af sjálfri mér líkt og hún auður) og þar af leiðandi að bæði auður og áslaug hafa tekið tíma úr annars erfiðri dagskrá til þess að kitla mig verð ég víst að svara.

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey
1. fallhlífastökk og/eða teygjustökk
2. læra að tala forn-grísku
3. gefa út leiðinlegustu bók í heimi
4. fá viðurkenningu í heimsmetabók guinness fyrir leiðinlegustu bók í heimi.
5. prjóna húfu
6. kaupa líkkistu
7. laga DVD spilarann minn

7 hlutir sem ég get gert
1. andað
2. kvartað
3. spilað kasínu
4. látið vaxa á mér hárið
5. reimað
6. drukkið bjór
7. drukkið bjór(ég veit að drukkið bjór er tvisvar ég geri það bara svo helvíti vel)

7 hlutir sem ég get ekki gert
1. margfaldað
2. þurrkað á mér hárið með hárþurrku
3. lagað DVD spilarann minn
4. talað hægt
5. stafað orðið þurka
6. eldað hrísgrjón
7. talað forn-grísku

7 frægir karlmenn sem heilla mig
1. Adrian Brody
2. johnny Depp
3. Vin Diesel (já það er rétt!)
4. Jack White
5. Clive Owen
6. Jordan Catalano
7. Seth Green

7 hlutir sem ég segi oftast
1. ég nenni því ekki


ég ætla hins vegar ekki að dreifa ógeði mínu og hef því ákveðið að kitla barasta engann.
þetta var nú skemmtilegt... (kaldhæðni ef það skildi fara á milli hluta)