fimmtudagur, nóvember 30, 2006

sorgarbjór og gleðirauðvín

þegar veturinn og haustið ákveða að skipta um stað á almanakinu verða hlutirnir skringilegir. þetta er eins og fullt tungl eða jafnvel blátt fullt tungl! hundar gagga kettir getlta og fólk heldur sig innan dyra.
að labba um götur reykjavíkur í rokrassi með sandinn í augum og saltið á skónum er eitt það haustlegasta sem til er.
SYTYCD eru bjánar sem kusu út uppáhaldið mitt ég grét stórum söltum tárum! og ég ætla að drekkja sorgum mínum í bjór annað kvöld einhver með?
einnig ætla ég að drekka rauðvín í fagnaði fyrir því að vera búin með fyrstu lokaritgerðina mína.
gleðirauðvín og sorgarbjór á morgun?

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Markús Logi Hauksson

nýja nafnið í bænum er Markús Logi, til hamingju með nýja nafnið, bumbi minn og góða ferð austur bið að heilsa mömmu þinni.
litli mjói sæti strákurinn hennar völu fékk nafnið Markús Logi. presturinn var kona sem hefur ekkert breyst frá því að hún fermdi móður barnsins og vinkonur hennar. presturin neyddi okkur til að syngja, hún vissi augljóslega ekki hverjir voru gestirnir í partýinu, hún biður ókunnuga aldrei framar um lag tileinkað jesú. Krúsi svaf allt partýið í fallega dior kjólnum, partýljón í myndun

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

hver segir að það sé ekki hægt að læra eitthvað af bandarískum glæpaþáttum....jesú reis upp frá dauðum er hægt að flokka hann sem zombie?

mánudagur, nóvember 13, 2006

við reykvíkingar höfum alltaf talið okkur trú um að við séum stórborgarar sem búum í borg á heimsmælikvarða. í dag sá ég sönnun að svo sé ekki. við erum í raun sama sveitaþjóðin í litla fiskiþorpinu okkar og við höfum alltaf verið.
ég var að keyra í átt að nýju miklubrautinni og festist þar í umferðarteppu, ég leit á klukkuna og sá að það átti ekki að vera umferðarteppa á þessum tíma. þegar ég komst að staðnum þar sem teppan myndaðist tók ég eftir orsökum teppunnar, gæsahópur, gæsahópur sem augljóslega þurfti að labba í hægðum sínum yfir götuna. ég hef sjaldan hlegið jafnmikið ein með sjálfri mér og hætti einungis að hlægja þegar fólk í næstu bílum var farið að horfa undarlegum augum á mig og taka upp símann til þess líklega að hringja í hvítusloppakarlana. við þá er ég hrædd svo ég hætti að hlægja.
ég var að flaksast eitthvað um í bókahillunni minni í gær og fann Emily the Strange bók sem ég er ekki búin að kíkja á í langan tíma. ég verð að segja að ég var einfaldlega búin að gleyma hversu fabúlus hún er.


til að bæta við ég er í Stefnum í bókmenntafræði og verð að segja að ég hlusta yfirleitt ekki mikið en eitt orð sat þó eftir í síðasta tíma...fallógósentrismi... ekki það að ég viti hvað þetta þýðir. en orð sem maður hefur aldrei heyrt áður eru alltaf skemmtileg svo hérna nú sleppi ég því á ykkur.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

þetta hefur verið stórkostleg helgi, helgi sem mun fara niður í sögunni sem ein af stóru helgunum(ohhh ég kann svo vel að þýða) vala er orðin mamma. eins og lilfríður segir hér að neðan átti vala lítinn strák á laugardaginn. hann er fædddur 11/11 sem er endalaust flottur ammilisdagur. hann er pínkulítill með stórar krumlur og kartöflunef (vala sagði það ég verð að viðurkenna að ég sá það ekki) 13 og hálf merkur og 3350 gr ekki stór en langur og mjór eins og mamman!
hann vildi ekki yfirgefa móður sína og lét hana bíða í tvær vikur fram yfir settan dag, hafði það bara kósí meðan vala var að tryllast. mjög sniðugur ungur maður, pirra móður sína áður en hann kemur í heiminn.
það að einhver sé til í heiminum sem kallar völu mömmu finnst mér með eindæmum skrýtið, svo ekki sé minnst á að völu tókst að framleiða heila persónu meðan við hinar vorum að drekka bjór og vera asnalegar! Vala þú ert hetja. (svo ekki sé minnst á mamma einhvers!)

ég vil bara enda á því að koma því á framfæri að mér finnst drengurinn líkjast mér.

laugardagur, nóvember 04, 2006


Það er laugardagur og óveður.
maður á að vera að dansa í svona veðri

föstudagur, nóvember 03, 2006

ungar konur og tilvistarkreppur

nóvember. þetta ár er að hverfa og hvað hefur maður til þess að sýna að maður hafi lifað árið 2006, ekkert skal ég ykkur segja ekkert. ég las á síðunni hennar auðar að hún og fleiri ungar konur væru í tilvistarkreppu og það kom mér til að hugsa. ekki svo gott. og ég komst að því að ég er lí´ka í eins konar tilvistarkreppa. svo takk dömur gott að uppgötva svona lagað áður en ég verð einbúi í mosó með 67 ketti i vasanum. málið er þannig vaxið að eftir tæplega 3 mánuði verð ég eldri en ég er núna. ég verð gömul og samkvæmt sjálfri mér um 5 ára aldur var sá aldur sem ég nálgast nú aldurinn sem ég yrði gömul. 15ára sjálfið mitt færði aftar það sem ´5ára sjálfið mittt ákvað og nú líður að skuldadögum. 5 ára sagðist ég ætla að vera komin með líf þegar ég væri 20 það er ætlaði að vera komin með vinnu í banka með börn og saumaklúbb og eiga hund. merkilega ætlaði ég að gera þetta allt saman án nokkurar hjálpar. þegar ég varð 15 ára hló ég að 5 ára sjálfinu mínu og seinkaði fullorðins aldri mínum til 25 ára. ég breytti líka áherslunum í þessu fullorðinsfantasíu minni örlítið. ætlaði ekki að vera að vinna í banka og langaði ekki lengur í hund eða börn en eitt átu ég 5 og 15 ára sameiginlegt ég ætlaði svo sannarlega að vera orðin eitthvað og ég ætlaði að gera það sjálf. og núna hef ég þrjá mánuði til að verða eitthvað. ég hef þrjá mánuði til þess að valda sjálfi mínu ekki vonbrigðum og ég hef þrjá mánuði til að drullast til að fullorðnast. ég er ekki viss um að ég nái því. á ég að fresta eins og 15 ára sjálfið mitt og ákveða að verða ekki fullorðin fyrr en 30 ára eða á ég barasta að hætta í þessu skóladubli mínu sækja um í kbbanka og kæta að minnsta kosti sjálfa mig þegar ég var 5 ára?

kannski verð ég fullorðin ef ég drullast til að fara að sofa