fimmtudagur, september 29, 2005

meira klukk

ætla að klukka þórunni London búa einnig og Sirrý þú ert líka klukkuð. og svo benti Lára mér á að Davíð hefur ekki svarað klukkinu hennar, hann er því hér með klukkaður af mér líka og verður því að skila 10 ónauðsynlegum upplisýngum um sjálfan sig svo að þið hin sjáið að það borgar sig ekki að bíða mú hhahahahhah mú hahahha.
og helga systir ef þú einhvern tímann slysast hingað inn þú ert klukkuð líka.

miðvikudagur, september 28, 2005

klukk

ég hef verið klukkuð..... og fyrir ykkur sem ekki skiljið hvað það er (ég var að læra það fyrir 2 dögum) þýðir það að maður á að skrifa 5 tilgangslaus atriði sem enginn vissi um þig......

# ég les Ísfólkið. kemur kannski engum á óvart en það sem þið ekki vitið er að þessar bækur eru snilld ég sem og aðrir gerum grín að þessum bókum og ég skammast mín stöðugt þegar ég er að lesa þær. en það verður að hafa það þó ég verði grýtt í næsta bókmenntafræðipartý....ísfólkið er æði! Klám galdrar og drama allt í litlum 47 bókum og þar hafið þið það...

# ég hekla. Þetta er það ónauðsynlegasta sem ég kann og samt er úr miklu að velja... ég get heklað töskur og hatta og allir fjölskyldumeðlimir mínir eiga tvennt af hvoru....

# ég horfi religiously á Buffy the vampire slayer og mér finnst hún æði!! og ég er ekki að horfa vegna þess að Sarah Michelle Geller er svo sæt eða svo flott eða hvaða rugludallaástæður fólk hefur fyrir því að glápa á þessa þætti... mér finnast þeir einfaldlega svona skemmtilegir punktur.

# ég hef talað við Penelope Cruz í símann.. og ég var ekki að hringja í hana...

# það allra leiðinlegasta sem ég geri er að sofa. Að sofa meira en 5-7 tíma á sólarhring er það asnalegasta sem til er, og að leggja sig á daginn er eitthvað sem fullfrískt fólk ætti ekki að gera maður sefur þegar maður er dauður. hatur mitt á miðdagsblundinum er slíkt að það jaðrar við þráhyggjuáráttu. þeir einu sem hafa leyfi til að eyða lífinu í að leggja sig eru eldra fólk sem hefur gert meira en ég í lífinu og ég get því ekki skammast í þeim og svo veikir vegna þess að já þeir eru veikir...

núna skal klukkinu haldið áfram og ég klukka hér með Lilju og Sibbu og þið hinar sem ekki eruð skráðar á þessa síðu eigið barasta að skrá ykkur og vera klukkaðar

laugardagur, september 24, 2005

ammili

jæja nú eiga systur mínar báðar amili 23 og 24 sept. frekar illa skipulagt hjá foreldrum vorum. ég er fegin að fá minn einka afmælismánuð!
litla systir mín er orðin 20 ára og lætur mér líða eins og ég sé hundrað. LITLA systir er 20 ára!! þarf að segja meira. árin fljúga fram hjá og ég verð eldri með hverri mínútunni, og anda rólega í bréfpoka, virkar plast poki nei að kafna!! gömul og vitlaus og með enga stefnu bý hjá mömmu og pabba sem að jaðrar við að vera perralegt og sé fram áað vera hér lengur vegna fjárskorts. ég erí fullorðinna manna tölu og á við fjárskort að stríða sökum yfireyðslu, mig vantar bara að eiga slyddujeppa og hús í grafarholti og þá er lífið fullkomið.
til hamingju með afmælin elsku helga og jóna 20 og 36 við erum á grafarbakkanum greyin mín.
yfir og út geitin Sylvía

þriðjudagur, september 06, 2005

byrjuð í skólanum. Loksins verð ég barasta að segja, sumarið er búið að vera fínt en ekkert topp sumar og ég bara hlakkaði til að byrja í skólanum aldrei þessu vant. Lýst vel á hlutina svona fyrstu tvo dagana og held jafn vel að ég eigi eftir að reyna að standa mig betur en á síðustu önn þar sem allt gekk svona helst til letilega!
það var gaur að byrja laga hjá okkur garðinn, soldið seinn finnst mér en allt er betra heldur enn rusla/arfa frumskógurinn sem búinn er að vera hérna fyrir utan í sumar og gefa til kynna að inni í húsinu búi fólk sem að er haldið mikilli félagsfælni og geti ekki stigið út úr húsi nema á´jónsmessunótt til að baða sig nakinn í dögg arfans í garðinum!
vonandi verður garðurinn almennilegur eftir snyrtinguna
gleðilegt skólaár

fimmtudagur, september 01, 2005

símadót

núna finnst mér gsm síma þróunin komin út í vitleysu, við verðum bókstaflega að eiga síma sem getur tekið myndir sent email tekið við faxi verið með infared sem enginn virðist þó kunna að nota almennilega!! og ég er alveg viss um að þegar að maður kaupir síma virðast þessir hlutir lífsnauðsynlegir.. ég get ekki verið án þess að síminn minn geti tekið upp hljóð jafnvel þó ég noti þann fítus aldrei! en eitt er það þó sem ég myndi vilja losna við úr símanum og það er að geta séð sms sem maður hefur sent sjálfur út! þetta er fáránlegur fítus, ég vil ekkert vita hvaða bull og vitleysu ég var að senda fólki í mjög misjöfnu ástandi, eða lesa aftur dramatísku smsin sem maður sendir fólki af djamminu þegar að það liggur heima í rúminu. maður lemur hausnum nógu mikið í vegginn yfir einhverju sem maður sagði að maður vill helst bara gleyma því sem maður skrifaði en það er ekki hægt því það er skráð inn á símann og maður getur lesið það daginn eftir og blótað sjálfum sér í sand og ösku fyrir fáránleg orðin sem frá manni koma á tólfta g´n t!!!!
stofnið með mér samtök gegn þessu!
heimurinn hefur ekki þörf fyrir svona.