mánudagur, mars 26, 2007

það er ótrúlega mikið til af skrýtnu fólki. ég var í röðinni á oliver um helgina, standandi undir leku skýli með skríl sem ég hafði takmarkaðan áhuga á að vera nálægt og áfengisþokan að hverfa hratt á braut. jú ljósi punkturinn var nú að ég var að djamma með systur lúsinni minni og það hef ég ekki gert í langan tíma. allavega skríllinn í kringum mig var í meira lagi skrítinn eins og áður kom fram. einhverja hluta vegna voru nær allir að tala um að Jude Law hefði verið þarna kvöldið áður og að hann/hún eða það hafi hitt stjörnuna góðu og nú væri viðkomandi besti vinur/vinkona/ástkona stjörnunnar. ég vona Jude laws vegna að hann hafi ekki hitt þetta ágæta fólk kvöldið áður og þaðan af síður orðið svo heillaður að orð finnist eigi.
ásamt aðdáendaklúbbi Mr. Laws voru þarna í röðinni stærsti dvergur í heimi sem var í fylgd með minnsta risa heims. skeggjaða konan og sterki maðurinn voru víst farin heim, hún var búin að drekka of mikið og hann ákvað að bera hana heim.

þriðjudagur, mars 06, 2007

það væri óskandi að lífið væri eins og sjónvarpið... maður gæti átt í rifrildi þar sem hin manneskjan grípur aldrei framm í fyrir þér og hustar á þig. þú þarft aldrei framar að segja bless í´símann og getur gengið út úr herbergi í miðju samtali vegna þess að þú ert búin að segja það sem þér finnst og enginn stöðvar þig. ef einhver móðgar kærustuna/kærastann móður þína föður eða bara einhvern er alltaf lausnin að gefa viðkomandi einn á trýnið, hann/hún fellur eftir eitt högg stórhneykslaður/uð með hönd á munni en gerir ekkert til baka. allir eiga í ótrúlega tímafrekum dramatískum vandamálum sem láta okkar einföldu smávandamál eins og að skila BA ritgerð líta út fyrir að vera bara kjánalegar áhyggjur smábarna....já ef lífið væri sjónvarp