sunnudagur, maí 27, 2007

bestu helgi...

í langan tíma var að ljúka. fór á skóda ljóta fallega 450 kílómetra til litlu litlu hafnar í hornafirði og heimsótti ljúflinginn hann Markús og kjánalúsina móður hans. barnið er með eindæmum fallegt... held hann falli í minn helming fjölskyldunnar.... og mamma hans er ágæt líka. ég sá hesta og kindur eins og gengur og gerist í sveitinni. við fórum í sjóferð og vala var kapteinn ketkrókur. fengum að prófa fjórhjól í fjörunni og ég held ég sé ástfangin af græjjjunni, ef ég fæ einhvern tímann meira útborgað en 4 krónur á tímann þá ætla ég að kaupa mér svona strax. takk takk fyrir mig vala, völu mamma, völubróðir, völusonur, völuhundur, völuhestur og völuvinir. og til að gera helgina ennnnnnn betri skal farið á öldurhús borgarinnar og það á sunnudegi. hef ekkert nema gott að segja um hvítasunnuna. skódi ljóti fær hvíld enda búinn að standa sig eins og hetja farandi 930 kílómetra á einni helgi!

mánudagur, maí 14, 2007

hún kom...

hún sá og hún skrifaði BA ritgerð. nú hættir gamanið og praktíska lífið byrjar....partý