Þessi próf eru að gera mig geðveika, og ég hef ekkert leyfi til að kvarta því ég fer bara í eitt!! en ég ætla engu að síður að kvarta fyrir mína hönd sem og allra annarra sem nokkurn tíman hafa verið í prófum!
Prófin eru alltaf á leiðinlegum tíma, ALLTAF! rétt fyrir jól þegar maður verður að vinna meira en venjulega til að eiga fyrir gjöfum handa öllum ættingjum og vinum sem spretta upp um jól! og svo vill maður bara eyða þeim litla frítíma sem maður hefur í að baka smákökur og labba laugaveginn í nístings frosti... en neeeeeeeiiiii þá þarf maður að fara að lesa undir próf, húkandi eins og hæna á priki með bók í hönd (væng) langt fram á nótt til að geta klárað því að nóttin er eini tíminn sem maður hefur!
og svo kemur nýjárið og páskarnir allt voðafljótt að líða (af því ég er orðin svo hundgömul!!) og svo er komið gott veður sól í haga og maður sér sumarið fyrir sér, orðin glöð með að vera komin með sumarvinnu og lífið brosir við 3mánuðir af fríi búmmmmmmmm þú ert núna í prófum vinan, jafnvel þó að fyrsti sólargeislinn sem þú hefur séð í níu mánuði sé úti skalt þú vera inni að lesa undir próf 1000 bls hér 1000 bls þar allt til að passa að þú náir ekki eina sólargeislanum yfir sumarið. Því að um leið og þú ert búin í prófum þá kemur rigningin og þegar það klárast þá já þá koma fluguhelvítin, svo kemur kuldi vetur og allt byrjar aftur! og þið sem eruð algjörar Pollýönnur skuluð ekkert segja mér að ég geti bara lesið úti í sólinni til prófs því það er barasta engin sárabót, fyrir utan að blaðsíður bókanna eru svo hvítar í yndislegum sólargeislum vorsins að ég verð bókstaflega blind og sé aldrei sumar meir!!!!!
þessar línur eru kvartaðar af mér jafnvel þó ég sé bara í 1 prófi, þær eru kvartaðar fyrir ykkur hin sem ekki sjáið ykkur fært að skrifa þessar línur sökum tímaleysis í prófalestri. Góðan lestur og gott sumar, það sem maður fær að sjá af því !!!!!!!!
Inga
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli