föstudagur, ágúst 05, 2005

sumarið er að verða búið

jæja nú fer þessu sumri að ljúka! ég kláraði í dag síðasta daginn minn í Öskjuhlíðinni innan um unglinga og gamla perra.
ég er ekki alveg viss hvað ég á að hugsa um þetta, sumarið hefur verið allt of stutt, það er varla byrjað áður en því lýkur svo maður tali nú ekki um veðrið!
ég fer til London (a.k.a Súdan) á morgun. hlakka til en sprengjur..
partur af öllum íslendungum er þannig að maður neyðist til að fá sér bjór upp á leifstöð jafnvel þó klukkan sé 6 um morgun og maður sé með stírur í augunum eftir svefninn. Hlakka til að fá mér bjór á leifstöð. hvernig er sumarið ykkar?

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að hitta þig hérna í Súdan! Leitt að við náðum ekki að djamma neitt saman en ég skal bæta upp fyrir það þegar ég kem heim núna á fimmtudaginn!;)

Rauðhetta sagði...

Lára Guðrún þú ert illfygli ég puðra á þig

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Ohh nú hefði ég átt að ná inn kommenti áður en afsökunin kom. Ef það hefði gerst þá hefði ég áreiðanlega sagt: ,,Mreow fiss fiss." Mér hefði þótt ég vera afar fyndinn á því augnabliki, á svona sjarmerandi og fíflalegan hátt. En ég varð of seinn til og skammast mín fyrir það.

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Og fyrst ég er að kommenta þá verð ég að minnast á prentvilluna í hlekkjalistanum þínum Inga --> Lilta systir og kjánarnir hennar. Þetta er eins og stærðarinnar prjónn sem rekst á kaf í augað mitt í hvert skipti sem ég kem á síðuna...mikið finnst mér gaman að nittpikka stundum.

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Ó það væri ósköp ljúft af þér Lára...nei annars, við nánari umhugsun ekki gera það. Ég er að reyna að hætta að vera sniðugur og hnyttinn á internetinu, það hefur gengið afskaplega illa en ég er samt að reyna. Það er einfaldlega svo mikill fjöldi fólks sem er stöðugt fyndið og hnyttið á netinu að mér finnst ekki vera pláss fyrir mig lengur. Ég man þegar internetið var ekkert annað en auðveld leið til að finna sér ókeypis klám en nú til dags þegar allir og mömmur þeirra eru komnir með bloggsíðu þá virðist þessi miðill einungis þjóna því hlutverki að vera vettvangur fyrir afar misjöfn sniðugheit...og ég er kominn með nóg af því! Þegar ég sjálfur fer í taugarnar á sjálfum mér er nóg komið.

[Davíð K. Gestsson] sagði...

...Þetta er lengsta komment sem ég hef nokkru sinni skrifað. Vá.

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Nú hef ég gefið mér tíma í að lesa þetta gríðarinnar komment nokkrum sinnum í dag og tekið eftir því að það kemur á engan hátt færslunni hennar Ingu við. Afsakið Inga, ég á að láta svona egórúnk vera eingöngu bundið við mína síðu.

Rauðhetta sagði...

já en þegar maður er búinn að eyða síðunni sinni þá verður maður að finna sér aðra staði fyrir egórúnk eins og þú svo fallega orðar það svo gjörðu svo vel:) og láran mín þetta var bara grín og ég lofa að puðra ekki á þig næst þegar ég sé þig og davíð til hamingju með að vera sá fyrsti sem tekur eftir þessari villu ég tók eftir henni fyrir dálitlu síðan en kann ekki að breyta henni því ég get ekki einu sinni bloggað alminnilega shot me now please ég get ekkert rétt og ætli þetta komment sé lengra en þitt Davíð ?

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Piff, mitt komment tók þitt með 22 orðum. Og ekki láta eins og þú vitir ekki af síðunni sem gerði mig að internet selebrití, ég hef verið að egórúnka þar í hátt í þrjú ár. Darbó og vínandinn var bara örlítill útúrdúr...svo finnurðu hjálp við linkavandræðunum hérna.

Rauðhetta sagði...

takk fyrir aðstoðina davíð og já ég vissi um þessa síðu en ég verð að segja eins og lára dauði vínandans setti holu í blogghringinn