miðvikudagur, ágúst 16, 2006

ég las á bloggi hlunkberts hins fræga að stalkerinn hefði fært sig yfir á tölvuöldina og maður mætti ekki lengur hitta neinn án þess að hafa einhverjar illa fengnar upplýsingar um viðkomandi sem hann/hún/það vill engann veginn að þú vitir. ég að sjálfsögðu var ansi sjokkeruð, sérstaklega þegar ég uppgötvaði að ég hef barasta aldrei prufað að gúgla einn né neinn. ákvað því að prófa. og af vöntun af spennandi fólki í lífi mínu ákvað ég að gúgla gleðidýrið sjálfa mig. það gekk ekki vel. fyrst prufaði ég nafnið á venjulega gúglinu. ekkert. fullt af ingum jónsdætrum og þórum jónsdætrum og allar hafa þær gert eitthvað merkilegt en ekki komma um frábær afrek mín í lífinu! svo ég ákvað að friða egóið, það hlyti að vera ein mynd af mér einhverstaðar ekki satt, maður er nú svo sætur. færði mig á myndagúglið. ekkert það kom reynar ertu viss um að hafa stafað leitarorðið rétt og gæti þetta verið eitthvað annað! egóið er í molum og ég er ekki til í stafrænum heimi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og hvernig helduru að ego vina þinna sé???...ekki aldeilis í heilu lagi eftir þessa skemmtilegu athugasemd um vöntun á spennandi fólki í þínu lífi. To thumbs down

Nafnlaus sagði...

Fjandinn&&%$&$#$%"##$%"#%"#$%!"$!"#$"#!$%#$%#$!#$%"#$%"$&"%villa,
two thumbs down

Rauðhetta sagði...

ok sibban mín meiningin var sem sagt að ég hef ekki tíma til að hitta spennandi fólkið sem er í lífi mínu og það ekki tíma til að hitta mig.

Nafnlaus sagði...

"ekkert það kom reynar ertu viss um að hafa stafað leitarorðið rétt og gæti þetta verið eitthvað annað!"

finnst mér þetta vera hin undarlegasta orðasmíði, eða lesblindur er kannski ég svo mjög?

"egóið er í molum og ég er ekki til í stafrænum heimi."

ég vona að svo sé ekki, þrátt fyrir hina löngu þögn sem ríkt hefur á síðunni. legg ég fram þá tillögu að þú púslir saman sjálfinu þínu, gerir ef til vill fallega mósaíkmynd af einhyrningi að dansa í kringum sólblóma-akur með bros á vör og fiðring í maga, og skapar stórfenglega endurkomu tjáningarmátts þíns.