Einu sinni var lítil stelpa sem hét Lára. Hún var alltaf kölluð Lára litla ofurmús af vinum sínum og kunningjum. Það vissi sossum enginn af hverju hún var kölluð þetta, sumir sögðu að það væri vegna þess að pabbi hennar var sagður vera af músaættum aðrir héldu því einfaldlega fram að það væri vegna þess að Lára litla var einfaldlega alger ofurmús og útskýringar væri í raun ekki þörf!!
Hún Lára litla hitti villý voðasæta og gerðust þau hjón. þau áttu hund ef svo skildi kalla og hús en Lára litla ofurmús var ekki nægilega ánægð. hún var ánægð bara ekki alveg nógu ánægð. svo hún skráði sig í ofurhetjunám á bifröst í sveitinna miklu. en lára litla ofurmús var hrædd, hrædd við að fara frá villý voðasæta og maríó gleðihundi til að eyða dögum sínum í sveitinni ein, alein. en það sem lára litla ofurmús vissi ekki var að á leið í sveitina var líka önnur góð og skemmtileg stelpa, hún Inga megarotta sem ætlaði líka að fara að læra ofurhetjufræði á bifröst. þegar lára litla ofurmús frétti af komu ingu megarottu æpti hún af gleði og dansaði um stofuna með maríó gleðihund í fanginu og villý voðasæta á eftir sér. það sama gerði Inga megarotta án hunds og manns. Þær nagdýrastöllur lögðu því land undir fót og hófu ævintýri sitt á bifröst innan um vaxaða poshlinga og appelsínugular glimmergellur. saman standa þær nú gegn því að vera innlimaðar í glimmersamfélagið og við getum fylgst með ævintýrum þeirra á komandi mánuðum hér á gervahverfi alþýðunnar...
...framhald í næsta þætti...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þetta er æsispennandi!
Hlakka til að heyra meira um poshlingana.
hæ hó
hvenig gengur á bifröst??
þegar þú er búin að læra ofurhetjufræði máttu vera lífvörðurinn minn!
xxxxthorunn
Poshlingarnir eru svakalega erfitt fólk en nagdýr sem við geta ráðið við þá!! takk tóta mín ég var einmitt að hafa áhyggur af atvinnuleysi eftir útskrift :)
Skrifa ummæli