sunnudagur, júlí 31, 2005

Bátafólkið

váá við kíktum í artic rafting í gær, urðum að sína Teis útlendingunum hvernig íslendingar haga sér í vatni!! og gvvvvvuð hvað þetta var gaman!!
Þetta byrjaði nú reyndar á því að bátafólkið hafði bókað allt of marga svo að við lentum í því að þurfa að vera í hundrað ára gömlum flotgöllum í stað últra kool blautbúninga ( ég hef bátafólkið grunað um að hafa ekki viljað sjá mig í leggings!!) en maður sættir sig við allt frá fólkinu sem að er að fara að "bjarga lífi" þínu á leið niður ánna!
Við fórum af stað einna síðust af stað og ég var búin að fylgjast með fólki í fyrstu flúðunum og gera grín af þeim sem duttu út í rétt komnir tvo metra!! ég hefði ekki átt að gera það ;) ... ég datt út í eftir hálfa mínútu og Nína hetjan mín kom mér til bjargar.. ég hló svo mikið að ég gat varla róið meira! æði...
svo fengum við að stökkva af klettum, synda í flúðum, leika jafnvægislistir á blöðrunni og við veltum bátnum og silgdum honum öfugt!! 3 tímum síðar blaut köld og ánægð var komið að landi og þá tók við 15 mínútna gangur upp í móti að húsinu sem hefði alveg mátt sleppa svona blautur með stígvélin full af vatni!
en ég mæli með þessu og sting upp á að við fáum fleiri með næst og gerum þetta að árlegum hlut... það er 12 tíma rafting ferð sem Nína var búin að fá augastað á fyrir næsta skipti allir með ;)

kveðja blauta rottan

Engin ummæli: