miðvikudagur, september 28, 2005

klukk

ég hef verið klukkuð..... og fyrir ykkur sem ekki skiljið hvað það er (ég var að læra það fyrir 2 dögum) þýðir það að maður á að skrifa 5 tilgangslaus atriði sem enginn vissi um þig......

# ég les Ísfólkið. kemur kannski engum á óvart en það sem þið ekki vitið er að þessar bækur eru snilld ég sem og aðrir gerum grín að þessum bókum og ég skammast mín stöðugt þegar ég er að lesa þær. en það verður að hafa það þó ég verði grýtt í næsta bókmenntafræðipartý....ísfólkið er æði! Klám galdrar og drama allt í litlum 47 bókum og þar hafið þið það...

# ég hekla. Þetta er það ónauðsynlegasta sem ég kann og samt er úr miklu að velja... ég get heklað töskur og hatta og allir fjölskyldumeðlimir mínir eiga tvennt af hvoru....

# ég horfi religiously á Buffy the vampire slayer og mér finnst hún æði!! og ég er ekki að horfa vegna þess að Sarah Michelle Geller er svo sæt eða svo flott eða hvaða rugludallaástæður fólk hefur fyrir því að glápa á þessa þætti... mér finnast þeir einfaldlega svona skemmtilegir punktur.

# ég hef talað við Penelope Cruz í símann.. og ég var ekki að hringja í hana...

# það allra leiðinlegasta sem ég geri er að sofa. Að sofa meira en 5-7 tíma á sólarhring er það asnalegasta sem til er, og að leggja sig á daginn er eitthvað sem fullfrískt fólk ætti ekki að gera maður sefur þegar maður er dauður. hatur mitt á miðdagsblundinum er slíkt að það jaðrar við þráhyggjuáráttu. þeir einu sem hafa leyfi til að eyða lífinu í að leggja sig eru eldra fólk sem hefur gert meira en ég í lífinu og ég get því ekki skammast í þeim og svo veikir vegna þess að já þeir eru veikir...

núna skal klukkinu haldið áfram og ég klukka hér með Lilju og Sibbu og þið hinar sem ekki eruð skráðar á þessa síðu eigið barasta að skrá ykkur og vera klukkaðar

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég á enn þá dásamlega heklaða tösku sem þú gafst mér fyrsta árið okkar í MH. Mun alltaf halda mikið upp á hana;)

Rauðhetta sagði...

hey það er bannað gagnrýna ónauðsynlegu vitneskjuna mína lilfríður mín fyrr en þú ert búin að uppfylla skyldur þínar og klára klukkið og lára þú sérð í gegnum allt og ég flokkast næstum ekki sem ung en refsingarnefndi ákvað að telja mig í þeim flokki til að afsaka hegðun mína