fimmtudagur, september 01, 2005

símadót

núna finnst mér gsm síma þróunin komin út í vitleysu, við verðum bókstaflega að eiga síma sem getur tekið myndir sent email tekið við faxi verið með infared sem enginn virðist þó kunna að nota almennilega!! og ég er alveg viss um að þegar að maður kaupir síma virðast þessir hlutir lífsnauðsynlegir.. ég get ekki verið án þess að síminn minn geti tekið upp hljóð jafnvel þó ég noti þann fítus aldrei! en eitt er það þó sem ég myndi vilja losna við úr símanum og það er að geta séð sms sem maður hefur sent sjálfur út! þetta er fáránlegur fítus, ég vil ekkert vita hvaða bull og vitleysu ég var að senda fólki í mjög misjöfnu ástandi, eða lesa aftur dramatísku smsin sem maður sendir fólki af djamminu þegar að það liggur heima í rúminu. maður lemur hausnum nógu mikið í vegginn yfir einhverju sem maður sagði að maður vill helst bara gleyma því sem maður skrifaði en það er ekki hægt því það er skráð inn á símann og maður getur lesið það daginn eftir og blótað sjálfum sér í sand og ösku fyrir fáránleg orðin sem frá manni koma á tólfta g´n t!!!!
stofnið með mér samtök gegn þessu!
heimurinn hefur ekki þörf fyrir svona.

2 ummæli:

Rauðhetta sagði...

djöfull ég þarf að fá mér svona fítus það hljómar vel að láta símann ákveða hvenær maður er í ástandi til að ræða hlutina!!

Nafnlaus sagði...

síminn minn er ekki með neina skemmtilega fítusa og inga ég öfunda þig enn þann dag í dag af þessum ótrúlega fítusi í símanum þínum sem gerir þér kleift að taka upp hin ýmsu hljóð. Ef þú vilt bítta um síma endilega láttu mig vita.