miðvikudagur, apríl 26, 2006

ég hef verið að velta því fyrir mér í langan tíma hvað vantar eiginlega í okkur íslendinga, erum við svona af því að forfeðurnir eru of skildir eða er uppeldið bara svona heimskulegt? við sættum okkur við allan andskotann, látum taka okkur aftan frá af olíurisum og brosum svo framan í heiminn þegar þeir þurfa að borga einn tíunda af illa fengnum gróða sínum í sekt og svo lækkar bensínverðið barasta ekki boffs.
við höfum líka löngum talið okkur trú um að hlutirnir hérna séu svona dýrir vegna þess að það er svo helvíti dýrt að flytja þá inn... af hverju kosta þá helvítis páskaeggin milljóna kall á grammið. og af hverju látum við selja okkur kælt slef í glasi með járnbragði á 600 kr. 600 kr. ég þykist nokkuð viss um að "aumingja" bareigendur þessa lands kaupi ekki bjórbyrgðirnar sínar á 600 kall glasið, ekki einu sinni 60 kall og við brosum bara enn breiðar beygjum okkur framm enn einu sinni. og svo ég haldi nú áfram af hverju lækka gamlir geisladiskar ekki í verði, ég vil ekki kaupa mér 2unlimited disk frá 92 á sama verði og glænýja ofurdiska! (ég vil reyndar barasta ekki eiga 2unlimited)
við vinnum alltof mikið fyrir þessum örfáu aurum sem við svo eyðum í allt allt allt of dýra hluti, já að vera íslendingur er frábært, gerist ekki betra, en við hverju var svo sem að búast af fólki sem kaus davíð oddson yfir sig 100 sinnum í röð.

spurning um að yfirgefa landið eða hlusta á rússneska herforingjann og gera ísland að fangaeyju fyrir hættulegustu glæpamenn heims, segðu þeim að sígarettur kosti 580 kall pakkinn og reyndu svo að lifa það af!

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta er allt í lagi inga ég skal brenna fyrir þig 2unlimited diskinn minn og sendi þér hann svo í pósti!

Nafnlaus sagði...

HÆTTU AÐ VÆLA OG GERÐU EITTHVAÐ Í MÁLUNUM!

Nafnlaus sagði...

Ég vil fyrst taka það fram að síðasta athugasemd var ekki skrifuð af mér. Til þess sem að skrifaði það: CAPS LOCK er 1.2 cm frá stafnum A sem þú notaðir þrívegis í setningunni. Upphrópunarmerki eru til að öskra, hástafir eru til að byrja setningar og sérnöfn. Eigandi bloggsins mætti einnig taka sér það til fyrirmyndar.

Ég vildi bara leggja eitt til málanna og taka upp hanskann fyrir smákaupmönnunum sem að skaffa okkur áfengið þegar við erum á næturlífinu.

Við búum á eyju í órafjarlægð frá allri menningu, og með menningu á ég við framleiðendum áfengra drykkja sem bragðast ekki eins og skolp, og af því við höfum haf á milli alls þá þurfum við að borga himinháan flutningskostnað sem að dreifist jafnt á alla sem hér búa, hvort sem er beint eða óbeint.
Eina lausnin sem ég sé fyrir þig er að þú hættir "barasta" að keyra bíl, borða súkkulaði, drekka járnslef, hlusta á 90's popptónlist (eða aðra sem er frekar að þínu skapi) og hættir að reykja.

Eða, eins og nafni minn hér fyrir ofan sagði, gerðu eitthvað í málunum. Ekki nenni ég að tala við Halldór.

Nafnlaus sagði...

Þú þarna typpi! Þú ættir að taka upp gamla málfræðibók frá grunnskólaárunum áður en þú ferð að gagnrýna aðra, þar skalt þú fletta upp á fallbeygingarreglunum og æfa þig svo á orðinu framleiðendur. Auk þess er skilgreining þín á menningu mjög áhugaverð og þar sem að það sem þú skrifar er það eina sem vitað er um þig, þá verð ég að draga þá ályktun að það sé ekki mikið í þig spunnið. Það er engu að síður gaman að lesa pistlana þína því þeir minna mig óendanlega á gamlan málshátt. Þar sem að ég er mikill áhugamaður um íslenska orðsnilld get ég ekki haldið aftur að mér og farið með einn gamlan og góðan málshátt sem á hér einkar vel við um þig minn kæri huldumaður, ja eða huldukona: Hæst bylur í tómri tunnu!

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Úúíí! Eru internetdeilur í aðsiglingu?

[Davíð K. Gestsson] sagði...

...eða uppsiglingu...eða eitthvað.

Ofurrauðkan sagði...

Hvaða fólk er að rífast og rífa sig? ég ekki skilja...
Auður

Rauðhetta sagði...

hih það er alltaf gaman að stofna til internetdeilna! en leiðinlegt þykir mér þegar að mér er vegið án þess að ég geti svarað fyrir mig. þegar ráðist er á mínar ákvarðanir varðandi skrif þá vil ég að minnsta kosti fá tækifæri til þess verja mig gagnvart viðkomandi vitandi hver hann/hún er. og ennfremur þarf þetta tippi barasta ekkert að lesa bloggið mitt ef því er svona illa við það. fyrir utan að þú ert alltof glær ef þú heldur að innflutningsgjöld séu svona há. markmið mitt með röfli mínu er að vekja umræður meðal vina minna þú ert eftir því sem ég best veit ekki einn /ein af þeim svo hættu að skipta þér af, ég vil ekki gera neitt í málunum því það er of gaman að röfla...

og már ég skilaði auðu.

Rauðhetta sagði...

og já takk tóta, og það er í aðsigi davíð

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Uppsigling gildir líka. Mig langaði að vera svona...nautical-legur.

Nafnlaus sagði...

geta typpi ekki svarað fyrir sig?

Rauðhetta sagði...

já ég veit ei hver typpi er en þa virðist enga að síður hafa hlítt mér og hætt að lesa bloggið og farið hefur fé betra!