mánudagur, maí 08, 2006

sumar sól og stanslaus hamingja bíða mín handan við miðvikudaginn og enga að síður er ég full af reiði og biturð ekki nýtt sossum. ég er viss um að sólin og sumarið verða horfin á miðvikudaginn, sólin kemur ekki aftur í sumar það er ég líka viss um og er ég sitt hér í odda upplýsinganna og horfi út um gluggan í von um að geta að minnsta kosti horft út og notið sólarinnar í glugganum yfir fallegum stíg og grænu grasi eru vinnuvélar skítur og drulla það eina sem ég sé. hljóðin gera mig vitlausa, að minnsta kosti vitlausari og ég er að hugsa um að slá prófinu upp í kæruleysi og hlaupa út í sólina og fá mér bjór. veit samt að ef ég læt undan löngunum mínum myndi rigna eldi og brennisteini og hamingjusama eftirmiðdegið mitt myndi hverfa í snjóstormi.

biturð reiði og vonbrigði lita þessa síðustu daga prófa vonandi er lífið handa miðvikudags betra, vonin er þó þunn

2 ummæli:

Ofurrauðkan sagði...

ég læt alltaf eftir löngunum mínum til sólsleikinga og bjórdrykkju. Yes I´m a great role model.

Nafnlaus sagði...

Þú ert þá loksins búin og ég er viss um að þú sitjir með lil og völ og borðir ís á meðan þú ert með bjór og ert að bíða eftir grillinu og ert að tala um hvað ég er mikill lúði á bókasafni. Þú færð góðar glóðasteiktar meistarapylsur en ég borða sveitta select pylsu sem datt í gólfið en það var í lagi, hún var sett aftur á grillir því að enginn tók eftir því ojbjakk-Hér með tilkynni ég vinaslit til hádegis á föstudag!!!! (þá kem ég skríðandi tilbaka)
nema þú verðir góð og komir með völu (og já-kannski einhvern annan líka ;)) upp á hlöðu til að heimsækja mig á morgun...