miðvikudagur, maí 17, 2006

það er alveg ótrúlegt hversu heimskulegt dagatalið er! af hverju eru 365 dagar og 1/4 í árinu og af hverju eru ekki bara allir mánuðirnir jafnlagnir, við þurfum einhverja heimskulega vísu til þess að muna hvort það séu 31 dagur eða færri í hverjum mánuði og samt tekst manni að verða fyrir vonbrigðum þegar fyrsti er ekki fyrsti heldur 31 og maður er barasta ekkert að fá útborgað! hver stjórnar þessu eiginlega? við ættum bara að hafa mánuðina númeraða frá einum og upp í 12 og þeir væru allir 30 daga. biturð mín minnkar ekkert og ég þoli ekki vorið og þar hafiði það

hvað finnst ykkur svo um glæsimennið Eyþór Arnalds?

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Méglóbó mannlént móstílfant vilt anntart gutblipt ostólagtífant irt afgant mesténtag lyggrént njotafjénenént. Mest luftant gongunant.

Ofurrauðkan sagði...

IIIII'MMMMMM BAAAAAAAAAACK !!

Ofurrauðkan sagði...

og fann sandrós handa sibbu

Nafnlaus sagði...

þú er FRÁBÆR-sibba

Nafnlaus sagði...

Myndirðu frekar vilja muna dagana eftir tunglum? Það eru ekki allir sem að þurfa að muna vísuna til að vita hversu margir dagar eru í mánuðinum. Ef að allir mánuðirnir innihéldu 30 daga hver þá yrði skekkja á árstíðunum eftir örfá ár og þá væru hátíðardagar ekki lengur árstíðabundnir. Hamborgarhryggur á grillinu? Ég efast um að afar okkar og ömmur yrðu sátt við það.
Það er þannig séð enginn sem að stjórnar þessu, nema við sjálf auðvitað. Ef að þú vilt fá breytingu á þessum málum þá legg ég til að þú ávarpir samfélagið í heild sinni, ekki einungis þröngan vinahóp. Mig langar ekki að minnast á Eyþór Arnalds en ég geri það samt. Menn mega gera sín mistök án þess að þurfa að óttast almannaálit, það er að minnsta kosti það sem fólki ætti að finnast. Burtséð frá því að hann sé að sækjast eftir opinberu embætti þá er hann aðeins mannlegur. Hvað kemur ölvunarakstur ákvörðunum hans sem fulltrúi bæjarfélags svosem við? Það er ekki eins og hann eigi eftir að leyfa áfengissölu í bílalúgum Selfoss, þó að það sé nú örugglega við lýði nú þegar, ég segi ekki meir.

Rauðhetta sagði...

ég býst ekki við því að þú Indiana góður/góð hafir pælt í því að ég hef barasta takmarkaðan áhuga á því að deila mínum einföldu kvörtunarmálum málum með samfélaginu, ég tjái mig í þröngum vinahópi einungis til þess að fá hugsanir og umræður minna vina um málefnin sem mig hrjá þá og þá stundina. ég er ekki að ætlast til þess að dagatalin sé breytt einungis vegna þess að ég hafi orðið pirruð í nokkra daga vegna þess. ég nýti því mína bloggsíðu í slíkar kvartanir til þess að fá útrás og ætlast alls ekki til neins annars en að vinir mínir annaðhvort hunsi mig eða tjái sig eftir því hvort þeir telja málefnið þá varða eða ekki. hvað eyþór varðar þá held ég að ákvörðun hans til þess að aka undir áhrifum, og ákvörðun var það, eigi eftir að hafa mikil áhrif áhans ákvarðantöku sem bæjarfulltrúi, hvað ef hann mætir næst fullur til vinnu! og ef maðurinn ekur drukkinn á ný og ljósastaur verður ekki fyrir heldur manneskja, heldur þú að hann geti tekið góðar ákvarðanir eftir slíkt áfall? ofan í það er hann svo mikið ragmenni að hann dróg sig úr kosningunum til þess að losna við spurningar blaðamanna, en hann hefur ekki hugsað sér að draga sig úr flokknum. hann skildi flokksbræður sína eftir í skítnum, góðar ákvarðanir það.
svo held ég að tími sé kominn til þess að þú opinberir þitt rétta nafn í mínum þrönga vinahóp

og hafiði það...

Ofurrauðkan sagði...

Þessi Indiana Penis týpa böggar mig. Geturðu ekki bara eytt kommentunum frá því?

Nafnlaus sagði...

ég giska á að indiana penis heiti réttu nafni Haukur

Nafnlaus sagði...

Nei ég heiti ekki Haukur, en hér getið þið fengið mitt rétta nafn og mynd af mér!!