miðvikudagur, júní 28, 2006
ég get svo svarið að biturðin minnkar með hækkandi sól og hita. bláminn hverfur einnig og ein og ein frekna stingur sér inn. sífelld innivera er horfin og útivistarveran í mér vaknar. útilega á næsta horni og til hamingju með miðvikudaginn. burtflognar kjánalýs snúa heim í hreiðrið og bjórdrykkja í hádeginu er merki um sól ekki alkahólisma. gleðilegt sumar loksins fólk
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Lúði.
sorrí en hvar fannst þú þetta "sumar" ?
ég er ekki lúði hrfff og ég fann þetta sumar úti í beði þar sem er gott veður þið svartsýna bitra innifólk
Hvað er að gerast þegar INGA er að ásaka fólk um biturð ??
Skrifa ummæli