föstudagur, júní 09, 2006

hin hliðin

ég hef komist í tæri við dökku hliðar íslands. ég fór mér til mikillar hrellingar í ljós áðan! við gengum þarna inn við systurnar, hún að sjálfsögðu á heimavelli og ég eins og eskimói í afríku! við biðum í röð í þúsund gráðu hita og ég byrjaði að sjá eftir þessari ákvörðun minni! meðan á biðinni stóð hófst ég handa við að skoða fólkið í kringum mig og leið enn meira eins og álfi út úr hól! allir þarna inni voru mjög dökkir á hörund og réðu vel við fyrrnefndann þúsund gráðu hita. ég hins vegar stóð þarna skjannahvít og fallega bleik í framan að kafna úr hita. svo var nafn systur minnar kallað og hún skildi mig eftir meðal ókunnugra og steig í bakherbergið. ég beið þó ekki lengi áður en mitt nafn var öskrað upp og ég hrökklaðist bak við. þar hófst leit mín að klefa nr. 6. ég opnaði sturtur og klósett og skáp áður en nr.6 blasti við mér. þegar í klefann kom stóð upp við vegginn risastór geimskip! eitthvað hafa ljósabekkirnir breyst síðan ég fór síðast. ég lagðist í bekki og setti á mig gleraugun og beið ljósin kviknuðu stiknunin hófst. geimskipið rumdi og humdi og splæsti jafnvel í það að spreyja á mig volgu vatni öðru hverju, góð hugmynd en ekki sú besta án viðvörunnar... fólkið í kring hefur haldið að ég væri að farast, öskrandi í tíma og ótíma. þegar loks slökknaði á bekknum hrökk ég í kút og klæddi mig æddi fram með skónna í hendinni og út í andrúmsloftið, eins og karfi í framan og það eina sem upp úr krafsinu fékkst var bleikara litarraft en áður og handfylli af freknum. og ég er 850 kr fátækari!
það verður langt í næsta tíma! ætli bekkurinn verði enn stærri þá?

2 ummæli:

Ofurrauðkan sagði...

ég er með svolítið spes gerð af minnisleysi þegar ljósabekkir eru annars vegar. Eftir minn árlega tíma kem ég út og eyði næstu þremur dögum í sárri vanlíðan brunnin á maganum og sverjandi þess heitan eið að fara aldrei aftur. Ári seinna:"hmm, það væri nú sniðugt að kíkja í ljós..."

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Og svo bamm! Sortuæxli!...bamm!