föstudagur, júlí 07, 2006
ég hef löngum kvartað yfir hækkandi aldri mínum.. en ég er ekki viss um að vanlíðan yfir sífjölgandi árum sé lengur til staðar. ég er umkringd fólki á aldrinum 14-16 alla daga og ég verð að viðurkenna að ég var einfaldlega búin að gleyma því hversu erfitt það er að vera á milli fullorðins og barns. greyin mín geta ekki ákveðið sig hvort ég sé þess virði að umgangast sem hundgömul kerling eða bara alveg ágæt og því koma dagar þar sem umræðurnar eru um allt og maður er spurður spurninga sem engin viti borin manneskja vill svara. næsta dag fær maður undarleg augnatillit og bakinu er snúið í mann. skapið hjá þessum greyjum breytist líka hraðar en veðrið, gott gott vont gott vont vont vont vont og svo framvegis. uggh ég minnist þess ekki að hafa verið svona óákveðin á þessum aldri(ojjj ég er að nota "á þessum aldri" eins og gömul kelling) .. ég man reyndar bara ekkert frá þessum árum einhver....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
ég man bara eftir okkur í london á þessum aldri.. dansandi í club latino... sem betur fer er búið að loka þeim stað!
Blohogga svo gamla kjellíng!!!
það er vont þegar maður uppgötvar að maður hefur ekkert hár...umm ég get allavega reynt að ímynda mér það.
Skrifa ummæli