föstudagur, september 15, 2006

já september er hér. sumarið er horfið og venjuleiki vetursins að leggjast yfir mig. sumarið var nú ekkert spes reyndar en það er auðveldara að halda í vonina um gleði í júni en í október. það er augljóslega allt að fara til fjandans eins og svo oft áður. hamingjusamasti maður í heimi er dáinn og kjána grúppíurnar hans eru að skemmileggja fiskinn sem drap hann! já gáfumenni mikil augljóslega, fremjum tegundamorð út af einu skemmdu epli það í anda Irwins! sibbsið og drési eru stungin af til skotlandsins á ný og í þetta skipti ákváðu þau að stela áslaugu með sér! hrpmf. fengum þó lárus til baka þó að hún sé ægilega ástfangin og upptekin.
til að bæta gráu ofan á svart er ég orðin hreint alveg viss um að jónsi í sigurrós sé illmenni! hvert er heimurinn að fara þegar að maður sem lítur jafnsakleysislega út verður vondi gaurinn! ekki það að ég hafi neinar sannanir fyrir því. spænski rannsóknarrétturinn þurfti ekki sannanir ákkuru ætti ég að þarfnast þeirra!
ég vildi að snjórinn kæmi og frost mig vantar frost

3 ummæli:

Ofurrauðkan sagði...

Hvað í ósköpunum gerði Jónsi þér?? Sæl Lárus. Bjór?

Nafnlaus sagði...

Mer finnst svindl ad allir megi bara drekka bjor med ollum og eg fai aldrei ad vera med!

Rauðhetta sagði...

eins og stendur hvítt á svörtu er ég ekki með sannanir fyrir neinu og hann hefur ekki gert mér neitt, mér líður einfaldlega illa nálægt honum, fæ hroll og hárin rísa í hnakkanum. og lárus minn ég setti tvo punkta bara fyrir þig.