mánudagur, október 23, 2006

worthless friend

ég asnaðist til þess að svara í símann fyrir tveimur vikum þegar leyninúmer var við það að hringja í mig. ekki frásögu færandi. en þegar ég svaraði var á hinni línunni ung kona sem hreiti því út úr sér að ég væri í einhvers konar úrtaki hjá capacent og hvort ég gæti svarað nokkrum spurningum bara örfáar mínútur þið skiljið. af einskærri forvitni hugsaði ég mmm capacent hvað ætli það sé og konan skynjaði hikið mitt og stökk á slagæðina þetta er ekkert mál bara smástund hjálpar okkur ótrúlega mikið og þú getur unnið svona og hins segin verðlaun. jæja hugsaði akkuru ekki kannski er þetta skemmtilegri spurningar en hjá gallup. og svo hófust spurningarnar, þær voru ekkert skemmtilegri en hjá gallup. og eftir um það bil 15 mín af þessu bulli næ ég að spyrja, hvaða fyrirtæki er þetta capacent? þetta er nýja nafnið á gallup segir unga konan að mér finnst skömmustulega. ég hefði átt að skellla á þarna ég þoli ekki gallup en nei ég er veiklunduð og hélt að þetta væri nú að fara að klárast. korteri seinna og 1000 spurningum um hugsanir mínar um byko sem ég hef ekki komið inn í fjölda ára segir unga konan jæja núna ætla ég að spyrja þig nokkrar spurningar sem við notum til úrlausnar á þessari könnun. til úrlausnar hugsaði ég til hvers voru þá allar hinar? er hún að gera grín að mér? þegar ég var orðin úrkula vonar um að sleppa nokkurn tímann aftur úr símanum og viljastyrkur minn og lífsvilji voru brotnir og nær horfnir þá segir þessi nýja vinkona mín. jæja þessu er lokið hvorn vinninginn viltu eiga von á: 5000kr fyrir þig í verslunarmiðstöð eða gefa í þínu nafni 2000 kr til fátækra barna einhver staðar í heiminum. mmmm já hvort vil ég. ég valdi börnin auðvitað mig vantar sossum ekkert. þegar hún var síðan búin að brjóta mig algerlega vílaði hún mig til að skrá mig í eitthvað sem hún kallaði viðhorfshóp. og núna þarf ég að svara 20 mín netkönnunum einu sinni í viku.

er að hugsa um að henda símanum mínum.


vil minnast á það að ég er erworthless friend. til hamingju með ammilið lárus minn og líka eiki ammili sem ég gleymdi. eru þa fleiri? alla vega ég ber við elliglöpum afsakið og til hamingju með hækkandi tölustafi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér þykir þetta aumleg tilraun til að bæta upp fyrir gleymskusyndir þínar. Ég og Eiki eigum skilið eina færslu tileinkaða okkur þar sem nöfn okkar koma fram í fyrirsögn. Annað er bara firra og ýtir alls ekki undir brothætt egó sem ég hef þurft að halda við árum saman. Egóbúst er eitthvað sem ég kann að meta. Það og að vera árinu eldri.

Takk fyrir lesturinn

-Lára Guðrún, hégómalaus.

Nafnlaus sagði...

ekkert mál Inga mín, þér er fyrirgefið. og sorry að ég gleymdi afmælinu þínu á næsta ári...