hvernig stendur á því að það eru 7 manneskjur skráðar á þessa guðdómlegu síðu en ég virðist vera sú eina sem á nægilega lítið líf til þess að röfla á þessari síðu? hvar eruð þið dömur og af hverju hafið þið ekkert að segja! finnið tíma ég þarf eitthvað að lesa í þessu leiðindalífi mínu!
kvikmyndahátíðin var að klárast, allaf auðvitað of stutt og endar of hratt. ég er ekki ánægð með hversu fáar myndir ég hef séð en ég hef í það minnsta verið heppin, prinsessa var mjög góð og líka Taxidermia, hún kom líklega mest á óvart. guantanamo vakti mann til hugsunar og viðvera mannanna tveggja jók það hversu hneykslaður maður getur orðið yfir runnabjálfanum.
í hamingjusömum fréttum kláraði ég ritgerð í miklum flýti áðan, var ekki ánægð en tímalaus eins og alltaf, svo kíkti ég inn á netið, stolna heimanetið mitt og sá frétt á uglunni um fallega fallega frestun fram á miðvikudag! nú get ég klárað ritgerðina almennilega. og fréttin við hlið þessarar var sú að það er frí í síðasta tímanum mínum á morgun. all in all góður góður sunnudagur, ekki þunn, góður matur a la mamsa og frestur og frí júbdí þessi bleika síða virðist barasta vera að virka.
skál
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
heyrðu mig nú góða! þú heimtar stanslaust að ég skrifi meira en vilt ekki gera það sjálf og setur svo skilyrði að hinir geri það á undan! og já runninn það hlaut að koma að góðri hugmynd hjá mér að lokum ;)
hih og já ég kann ekki að telja
ok ok kannski ekki beint heimtufrekja! ég meinti nú bara að þú værir að stinga að mér að það væri langt á milli pistla og við verðum að breyta því og virkja þessar ungu dömur hér til hliðar sem eru hvað 9 eða 4 eða eitthvað margar...
hehehe runnabjálfi...
ég hata Apple umboðið
hmmm og kæriru þig um að útskýra það eitthvað nánar eða er þetta bara svona statement
read my blog!
Skrifa ummæli