laugardagur, desember 16, 2006

ég hef misst öll tengsl við venjulegt samfélag, samfélag sem ekki byggist upp á yfirstrikunarpennum og verðlaunum í formi sígarettupása fyrir vel lesinn kafla. í dag keyrði ég í öfuga átt á hringtorgi. í dag keyrði ég á vitlausum vegar helmingi og í dag notaði ég yfirstrikunarpennagreyið hennar mörtu til dauða. í dag er ekki dagur daganna. eins og mér var vel við laugardaga fyrir laugardaginn í dag.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

drapstu einhvern með áherzlupenna?

Rauðhetta sagði...

enginn dauður af völdum áherslupennans en penninn er að deyja,jarðaförin er á morgun um 6 í grafarvogskirkjugarði. marta mín ég kaupi nýjan handa þér ég lofa:)

Nafnlaus sagði...

víhí próf búin og erum að koma heim þvílíkur léttir p.s. yfirstrikunarpennar handa öllum í hólagjöf