mánudagur, mars 26, 2007

það er ótrúlega mikið til af skrýtnu fólki. ég var í röðinni á oliver um helgina, standandi undir leku skýli með skríl sem ég hafði takmarkaðan áhuga á að vera nálægt og áfengisþokan að hverfa hratt á braut. jú ljósi punkturinn var nú að ég var að djamma með systur lúsinni minni og það hef ég ekki gert í langan tíma. allavega skríllinn í kringum mig var í meira lagi skrítinn eins og áður kom fram. einhverja hluta vegna voru nær allir að tala um að Jude Law hefði verið þarna kvöldið áður og að hann/hún eða það hafi hitt stjörnuna góðu og nú væri viðkomandi besti vinur/vinkona/ástkona stjörnunnar. ég vona Jude laws vegna að hann hafi ekki hitt þetta ágæta fólk kvöldið áður og þaðan af síður orðið svo heillaður að orð finnist eigi.
ásamt aðdáendaklúbbi Mr. Laws voru þarna í röðinni stærsti dvergur í heimi sem var í fylgd með minnsta risa heims. skeggjaða konan og sterki maðurinn voru víst farin heim, hún var búin að drekka of mikið og hann ákvað að bera hana heim.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe já þetta var snilldardjamm og það verður sko endurtekið í páskafríinu :D

Ofurrauðkan sagði...

ég sakna pínu bleika bloggsins.
Eða sakna þess kannski bara fullt.

Rauðhetta sagði...

já þanngað til hamingjan kemur til baka verður lífið svart