þriðjudagur, mars 06, 2007
það væri óskandi að lífið væri eins og sjónvarpið... maður gæti átt í rifrildi þar sem hin manneskjan grípur aldrei framm í fyrir þér og hustar á þig. þú þarft aldrei framar að segja bless í´símann og getur gengið út úr herbergi í miðju samtali vegna þess að þú ert búin að segja það sem þér finnst og enginn stöðvar þig. ef einhver móðgar kærustuna/kærastann móður þína föður eða bara einhvern er alltaf lausnin að gefa viðkomandi einn á trýnið, hann/hún fellur eftir eitt högg stórhneykslaður/uð með hönd á munni en gerir ekkert til baka. allir eiga í ótrúlega tímafrekum dramatískum vandamálum sem láta okkar einföldu smávandamál eins og að skila BA ritgerð líta út fyrir að vera bara kjánalegar áhyggjur smábarna....já ef lífið væri sjónvarp
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
ú má ég fleygja drykk í andlitið á þér á bar, helst martini... gerðu það
fullkomið þetta er planið fyrir helgina:)
Þú hverfur á hverjum degi örlítið meir inn í gerfiveruleikann
Skrifa ummæli