fimmtudagur, júlí 26, 2007
tarantínó er kominn til baka!! ég fór að sjá Death proof og mikið assgoti er hún skemmtileg!! þetta verður held ég nýja girlpower myndin... eins og öllum öðrum vonnabý kúl fólki hefur mér alltaf fundist tarantínó vera góður. allt sem hann kemur nálægt er að einhverjum hluta vegna alveg frábært. en upp á síðkastið hefur maðurinn verið að bregðast mér... Kill bill 1 var fín en sú seinni var barasta ekki upp á marga fiska. væmin kjánaleg og engan veginn nægilega stílfærð. og svo setur tarantínó litli nafn sitt við viðbjóð sem hostel. mynd eftir mann sem er augljóslega ansi truflaður á geði.. ekki þar með sagt að tarantínó sé það eigi hann hefur bara vit á að hafa betri hemil á sér að minnsta kosti svona til að byrja með. en núna hefur sá gamli snúið aftur. kominn á sinn stað með minnsta leikna hlutverkið í sinni eigin mynd ooooog myndin er glimrandi frá upphafi til enda. kurt russell rúlar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Sjitt hvað þú ert lélegur bloggari!
Alvöru manneskjur blogga að minnsta kosti á 12 klukkustunda fresti, en það er víst líka fólk sem hefur eitthvað að segja...........
.....og fólk sem á ekkert líf utan bloggheima...
Hey! Ellý Ármanns á helling af lífi, það bara sést ekki mjög vel.....
æji sorry, ég meinti þetta ekki. Mér leið bara geðveikt illa því ég týndi stafsetningarhandbókinni minni og mamma henti uppáhalds eggjabikarnum mínum.
það er í lagi stafsetningarhandbókin fannst undir steini hjá vitanum úti á nesi, hún er í pósti og eggjabikarinn sem mamma þín henti var ógisslegur keyptu þér nýjan ekki vera eins og kjánalega fótboltailllýðurinn sem gengur í sömu nærunum allt keppnistímabilið þí þa færir þeim hebbni sko.... og svo strákar/stelpur snúa og mylja snúa og mylja!!!!
Skrifa ummæli