þar kom að því... flutt úr borginni í fallegu sveitina. ég kvaddi bergþórugötuna með miklum harmi sem ég efast um að ég komist nokkurn tímann yfir og hélt leiðar minnar á óðalið í borgarfirðinum. ég sit núna á fyrsta degi ein í slotinu að drekka rauðvín og borða maltesers eins og fínum frúm sæmir. skólinn verður settur á morgun og svo tekur við það sem sveitlingarnir kalla leiðtogavika sem ég hef eftir bestu heimildum að er bara drykkja og hópstyrkileikir.... ég er svo góð í þeim ehemmmmm.
það gekk nú hálfbrösulega að komast hingað tölvu greyið bilaði á versta tíma og ég fæ hana ei til baka fyrr en eftir 2 vikur fráhvarf.... systur ómyndin í útlöndum svo ég þarf að búa ein með manni sem ég hef ekki hitt nema einu sinn áður... skemmtilega vandræðalegt!! gott að húsið er svo stórt að maður er heppinn að hitta einhvern einu sinni í viku. það er ekki nema stöð 1 hérna á sjónvarpinu og allar frumur líkama míns öskra á að fólk sem sættir sig við að hafa bara eina sjónvarpsstöð er engan veginn fólk að mínu skapi og til að bæta gráu ofan á svart er ekki vídjóleiga neitt á næstu grösum hneykslun mín á sér engin takmörk en ég bíð hér með öllum í fallega óðalið mitt í heimsókn bara sem fyrst lets be in the band
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
hópstyrkileikir = hópsleikir ?
Bíddu...hvar eru myndasögurnar mínar melurinn þinn?!
mú hahha þær eru í gíslingu á óðalinu á bifröst svona er að mæta ekki í útflutningspartý múhaha
Neiii, þú ert bara að gera grín, þú býrð ekkert út í sveit...það meikar ekkert sens...það væri eins og ef að ég myndi flytja til Svíþjóðar!
hih já ojjj eins gott að ég var bara að ljúga og að þú búir ennþá í vesturbænum....
Skrifa ummæli